Vísir - 06.10.1975, Qupperneq 4
4
Vlsir. Mánudagur 6. október 1975
Veizlusalir
Hótel Loftleiöa
standa öllum opnir
HOTEL LOFTLEIÐIR
Raftæknir — Rafvirki
Raftæknir eða rafvirki óskast til starfa í
heimtaugaafgreiðslu vorri. Starfið krefst
m.a. hæfni til skipulegra vinnubragða og
snyrtimennsku við gerð verkblaða, auk
tjáningarhæfni gagnvart verktökum og
öðrum viðskiptavinum.
Laun samkvæmt launakerfi Reykjavikur-
borgar
Nánari upplýsingar varðandi starfið eru
veittar á skrifstofu vorri i Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu, 4. hæð og þar fást einnig
umsóknar ey ðublöð.
p\3
f aIvciih
iJL 1REYKJAVÍKUR
RAFMAGNS
VEITA
FÓLKSBILADEKK - VÖRUB’LADEKK -
TRAKTORSDEKK
Fyrirliggjandi flestar stæröir af japönskum TOYO
hjólbörðum.
Einnig mikiö úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU
HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæöu veröi.
Sendum i póstkröfu.
HJÓLBARÐASALAN
BORGARTUNI 24
Slmi 14925.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 34., 37. og 39 tbl. Lögbirtinga-
blaös 1975 á hluta I Álfheimum 56, þingl. eign Guömund-
ar Norödal o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns E. Ragnarsson-
ar hrl. á eigninni sjálfri, miövikudag 8. október 1975 kl.
11.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaös 1975 á
hluta i Hllðargeröi 25, þingl. eign Einars H. Guðmunds-
sonar, fer fram eftir kröfu Baldvins Jónssonar hrl, á eign-
inni sjálfri, miövikudag 8. október 1975 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk.
[HORNKLOFIJ
Ólafi þarf ekki að lá
aö gengið sé fram hjá flokks-
bræörum hans við embættis-
veitingar, a.m.k. ekki þar sem
hann ber nokkra ábyrgð. Ólafur
ber ábyrgð á 16 skipunum i
sýslumanna, bæjarfógeta, dóm-
ara-og saksóknaaembætti. Þau
eru:
1. Saksóknari rfkisins,
2. Yfirborgardómarinn i
Reykjavik
3. Hæstaréttardómari
4. Bæjarfógetinn á Akranesi
5. Sýslumaðurinn i Dalasýslu
6. Lögreglustjórinn I Bolunga-
vík
7. Bæjarfógetinn á ísafirði
8. Sýslumaðurinn i Stranda-
sýslu
9. Sýslumaðurinn i Þingeyjar-
sýslum
10. Lögreglustjórinn á Horna-
firði
11. Lögreglustjórinn á. Kefla-
víkurflugvelli
12. Bæjarfógetinn í Keflavfk
13. Bæjarfógetinn i Bolungavík
14. Sýslumaðurinn i Snæfells-og
Hnappadalssýslu
15. Bæjarfógetinn I Vestmanna-
eyjum
16. Yfirsakadómarinn i Reykja-
vik
og svo réði ólafur skipun toll-
stjórans iReykjavik. Þrettán af
þessum sautján embættis-
mönnum eru framsóknarmenn,
þrfr sjálfstæðismenn og einn
óflokksbundinn vinstrimaður.
Framsóknarmenn eru hins veg-
ar I miklum minnihluta meðal
lögfræðinga. Er nú svo komið,
að þegar rætt er um laus emb-
ætti, er heyra undir Ólaf Jó-
hannesson, er vanalegasta mót-
báran: Hann uppfyllir ekki skil-
yrðin, — hann er ekki fram-
sóknarmaður.
Hin þröngu sjónarmið
Fljótamannsins
i embættisveitingum verða þó
vlðsýn ef borin eru saman við
menntamálaráðherrann.
Sjónarmið hans draga svo dám
af hinni þröngu útsýn frá bæjar-
hellunni I Mjóafirði, að undrun
sætir.Þessa dagana er ráðherr-
ann önnum kafinn að veita emb-
ætti fræðslustjóra, og hefur enn
enginn utan raða framsóknar
fengið embætti. Þessi embætti
eru skipuð að fengnum tillögum
fræðsluráða viðkomandi kjör-
dæma. Hafa framsóknarmenn
meirihluta I þeim flestum. Búið
er að veita þrjú embætti. A
Austurlandi kusu framsóknaivx
menn traustan framsóknar-
mann til starfans, og var engin
fyrirstaða hjá ráðherranum að
staðfesta tilmæli fræðsluráðs.
A Suðurlandi þurfti að stinga
dúsu upp I framsóknarmann,
sem ekki fékk nógu hátt sæti á
lista, og þess vegna var nauð-
synlegt að ganga fram hjá hæf-
asta manninum. Vegna innan-
flokksdeilna hafði þó einn fram-
sóknarmannanna hugmyndir
um að kjósa eftir sannfæringu
og þar með hinn hæfa umsækj-
anda. Þá var brugðið á það ráð
að biða eftir þvi að maðurinn
færi i fri úr kjördæminu og á
meðan var framsóknarmaður-
inn kosinn.
A Vesturlandi var einn um-
sækjanda maður, sem ekki upp-
fyllti lagaskilyrðin. Honum
hafði verið hafnað sem skóla-
stjóra við Samvinnuskólann.
Móti honum sóttu einn prestur,
doktor i uppeldisfræðum, einn
yfirkennari og þrlr skólastjórar
grunnskóla. En öllum þessum
mönnum var hafnað til þess að
kjósa eina framsóknarmanninn
I hópnum, — hinn vonsvikna
umsækjanda skólastjóra-
stöðunnar i Bifröst. Rétt er að
taka fram, að sjálfstæðismenn
studdu þessa hneykslisveitingu
einhuga.
Framsóknarmenn
eiga sér kosti eins og aðrir
menn. Þeim þykir t.a.m. flest-
um vænt um börnin sin, og eiga
sér hugmyndir um þjóðlegan
metnað og nauðsyn framfara,
aö ekki sé talað um hinn brenn-
andi áhuga á viðgangi Sam-
bandsins. En það að vera fram-
sóknarmaður er þrátt fyrir allt
þetta alls ekki spurningin um
afstöðu til þjóðmála, — heldur
spuming um innræti.
PÉTUR
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1975; 2.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Með heimild í lögum nr. 11/
1975, auk heimilda eldri laga
til þess að gefa út ný spari-
skírteini í stað þeirra, sem
upphaflega voru útgefin og
innleyst hafa verið að við-
bættri verðlagsuppbót, hefur
fjármálaráðherra, f. h. ríkis-
sjóðs, ákveðið útgáfu og sölu
á spariskírteinum ríkissjóðs
1975 — 2. fl., áð fjárhæð allt
að 300 millj. kr.
Kjör skírteina eru í aðalatr-
iðum þessi: Meðaltalsvextir
eru um 4% á ári, þau eru lengst
til 18 ára og bundin til 5 ára frá
útgáfu.
Skírteinin eru verðtryggð
og er grunnvísitala þeirra sú
byggingarvísitala, sem Hag-
stofan skráir miðað við 1.
nóvember n. k.
Skírteinin eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama hátt og
verið hefur. Þau skulu skráð á
nafn.
Skírteinin eru gefin út í
þremur stærðum, 5.000, 10.000
og 50.000 krónum.
Sala skírteinanna hefst 7.
þ. m., og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
innlánsstofnunum um allt land
svo og nokkrum verðbréfa-
sölum í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Október 1975.
fj®) SEÐLABANKI ÍSLANDS