Vísir


Vísir - 06.10.1975, Qupperneq 5

Vísir - 06.10.1975, Qupperneq 5
Vísir. Mánudagur 6. október 1975 5 'LÖND í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson Stórsigur Kreisky kanslara og jafnað- armanna Jafnaöarmenn Austurríkis eru sigri hrósandi eftir kosning- arnar um helgina sem tryggðu Bruno Kreisky kanslara þeirra fjögurra ára stjórnarsetu til viðbótar. — Þetta eru þriðju kosningarnar i röð, þar sem jafnaðarmenn fara með sigur af hólmi. Þeir höfðu hreinan meirihluta á þingi, þar sem 183 fulltrúar eiga sæti, og halda honum á- fram, eftir sigurinn i gær, þar sem þeir fengu meira atkvæða- magn en nokkru sinni áður, eða 50,6%. Úrslitin þykja vera persónu- legur sigur fyrir hinn 64 ára gamla kanslara, sem hratt at- lögu stjórnarandstöðunnar, en hiin hefur einkum veist að stefnu hans i efnahagsmálum. Greinilegt er, að dr. Kreisky ætlar að sigla meðan þessi byr endist. Lýsti hann'þvi yfir i gær- kvöldi, þegar úrslitin lágu fyrir, að hann hefði ekki hugsað sér að draga sig i hlé, áður en næsta kjörtimabil verður á enda. Hann lét að þvi liggja, að vænta mætti breytinga á stefnu stórnarinnar. ,,Ef umbóta verður þörf, munum við reyna þær,” sagði hann. Talning utankjftrstaðaat- kvæða lýkur ekki fyrr en á morgun, en þótt þau séu um 270.000 talsins, þykir ekki lik- legt, að hlutföllin haggist. Á meðan eru úrslitin þau, að jafn- aðarmenn fengu 94 þingsæti, ihaldsmenn 78 og frjálslyndi frelsisflokkurinn 11 þingsæti. Kosningatölur sýndu litlar breytingar frá siðustu kosning- um 1971, enda þykja Austur- rikismenn með eindæmum flokkstryggir kjósendur. Jafnaðarmenn bættu þó við sig 1,3% f Vinarborg, sem er fjölmennust niu kjördæma Austurrikis. Dr. Kreisky og flokkur hans hafa nú farið með sigur af hólmi þrennar kosningar i röð. Fáir leiðtogar aðrir i Vestur-Evrópu geta státað af svo öruggu fylgi. Flestir höfðu búist við þvi, að á timum efnahagserfiðleika og samdráttar hefði stjórnarflokk- urinn tapað einhverju fylgi, og komu þvi niðurstöður kosning- anna nokkuð á óvart. Er dr. Kreisky þakkað þetta, þvi að hann nýtur mikillar persónu- legrar virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna sinna, og hefur dregið að flokkunum at- kvæði úr röðum hinna. Ijrslitin eru mikil vonbrigði dr. Josef Taus, hinum 42 ára gamla leiðtoga Ihaldsflokksins, sem verður að biða að minnsta kosti fjögur ár til viðbótar, áður en hann getur látið sig dreyma um aðkomasti stjórnaraðstöðu. Dr. Taus er nylega tekinn við forýstu ihaldsmanna. Bruno Kreisky kanslari: Persónufylgi hans er þakkað sigurinn að þessu sinni. Horfði ó konu sína og börn brenna Átakanlegt slys varð i Philadelphiu i gær, þegar ibúöarhús brann þar, en i eld- inum fórst húsmóðirin, tvær dætur hennar og sonur ná- grannans. Húsbóndanum var bjargaðút á nærklæðunum, og scst hann hér á myndinni i hjálparvana neyð sinni horfa á sina nánustu brenna inni, og leitar örlitillar huggunar i handtaki nágrannans, sem um leið verður að sefa konu sina, þvi að sonur þeirra er lika inni i brennandi húsinu. SKÆRUUÐAR I ARGENTÍNU ORÐNIR STÓRTÆKIR 26 manns iétu lifið i árás, sem vinstrisinna skæruliðar gerðu á hersveitarbækistöð i Formosa i norðurhluta Argentinu i gær- kvöldi. í bardaganum, sem var hinn grimmilegasti er háður hefur verið milli þessara aðila féllu elíefu hermenn i valinn og fimmtán skæruliðar. Samtimis þessu gerði annar hópur skæruliða árás á flugvöll- inn I Formosa og felldu þar einn hermann. En þriðji hópur skæruliðanna rændi meðan þessu fór fram Boeing 737 farþegaþotu og neyddu hana til að lenda á flug- veílinum i Formosa. Tóku þeir þar upp i flugvélina félaga sina, sem komustaf frá bardaganum i herstööinni og flugu með þá suður iland, þar sem þeir hurfu i felur. Það er talið, að 60 skæruliðar eða meir hafi tekið 1 þátt i árás- inni á herstöðina. Þegar árás- inni var hrundið, flúðu sumir til fjalla, en öðr.um tókst að komast á flugvöllinn, þar sem flugvélin beið þeirra til taks. Hratt árósinni Hér fyrir neðan er brugðið upp svipmynd úr fátækra- hverfi Baltimore,þar sem lög frumskógarins gilda, eins og viða i ámóta skuggahverfum. — Hver er sjálfum sér næstur. Aðgerðarlausir horfa ná- grannarnir á Ernest Mitchell (52 ára) reka af höndum af- brotaunglinga, sem ætluðu að ræna af honum atvinnuleysis- styrknum. Hnifum var brugð- ið en engan sakaði. — Ræn- ingjarnir flúðu, en styrkurinn var örugglega geymdur i brjóstahaldara .konu Mitchells. Sprengjan þeytti jeppanum 20 metra í loft upp Stjórn Spánar kemur saman til skyndifundar i dag til að hugleiða enn strangari aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum, eftir sprengingu i gær- dag, sem varð þrem þjóðvarðliðum að bana. Þrátt fyrir mikla andúð, sem dauðadómarnir á skæruliðum og aftökur þeirra vöktu erlendis, eru yfirvöld á Spáni staðráðin i þvi að halda öfgahópum i skefjum og búa sig undir að ganga jafnvel enn lengra til að halda uppi lögum og reglu. Þrir lögreglumenn voru myrtir i Madrid á miðvikudaginn til við- bótar þeim tólf, sem þegar hafa látið lifið á þessu ári fyrir hendi skæruliða. í gær sprakk sprengja, sem skæruliðar höfðu komið fyrir á vegi skammtfrá San Sebastian i héraði Baska. Þeytti sprengjan Landrcverjeppa 20 metra i loft upp. í jeppanum voru fimm þjóð- varðliðar, og biðu þrir þeirra bana samstundis. Hinir tveir særðust alvarlega og liggur annar milli heims og helju. 17 ARA I FALLÖXSNA Verjendur sautján ára pilts, sem dæmdur var til dauða i Beauvais I Frakklandi í gær fyrir morð á gamalli konu — munu að likindum áfrýja dómnum. „Slikur ddmur vekur hryllings- viðbrögð. Hann er villimann- legur,” sagði einn verjenda piltsins. 1 Frakklandi fara aftökur fram með fallöxi. Siðast var táningur leiddur undir fallöxina 1889 þegar sautján ára slátrari var dæmdur til dauða fyrir morð á dyraverði. Þegar dauðadómurinn var kveðinn upp yfir piltinum i gær, féll hann saman i réttarsalnum. ,,Þið getið ekki dæmt mig til dauða. Ég er undir lögaldri,” snökti hann. Hann var fundinn sekur um að hafa pyntað ogstungið til bana 69 ára konu, sem hann rændi. tveir félagar hans, sem voru með hon- um að verki, sömuleiðir undir lögaldri báðir voru dæmdir i 20 árafangelsi. Fjórði pilturinn fékk 12 ára fangelsi. Yfirvöld i Frakklandi hafa staðið uppi ráðalitil gagnvart auknu ofbeldi unglingaafbrota- fólks. Hefur fjölgað mjög hryllingsverkum glæpalýðssem á úndanförnum árum hefur unnið þvilikt fólskuverk, að almenning- ur hefur staðið á öndinni af harmi, en litlum vörnum hefur verið viðkomið. 1 sumar hafa verið töluverð brögð að þvi, að ökufantar hafi gert sér leik að þvi, að neyða aðra ökumenn út af hraðbrautunum. Þannig var ekið aftan á bifreið brúðhjóna i vor með þeim af- leiðingum, að billinn þeyttist út af veginum á miklum hraða og brúðurin beið bana, en maðurinn slasaðist alvarlega. — Tilgangur verksins var ekki annar en hafa gaman af.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.