Vísir - 06.10.1975, Qupperneq 7
Visir. Mánudagur 6. október 1975
7
Hafsteinn Björnsson miöili er ekki einasta þekktur hériendis, heldur einnig i öörum löndum. Hér á
myndinni sést hann á skyggnilýsingafundi, og honum á hægri hönd er Guömundur Jörundsson, en til
vinstri séra Sveinn heitinn Vikingur
sambandi við trú þeirra á sann-
indi dulrænna fyrirbæra.
— Tilraunirsem þetta eru ekki
einsdæmi, heldur dr. Erlendur á-
fram, en hér var þvi bætt inni að
inna nemendur eftir hvort þeir
læsu bækur um dulræn efni og
tryðu á sannindi dulrænna
hæfileika. Siðan greindum við
fólkið niðri flokka eftir þvi, og það
kom ekki einasta á daginn að þeir
sem áhugann höfðu náðu svo
miklu fleiri réttum lausnum að
marktækt samband kæmi i ljós á
milli áhugans og forspárhæfileik-
ans, heldur voru þeir sem áhuga-
lausir reyndust langt fyrir neðan
það sem liklegt gat talist, svo
þeirra árangur var ekki ómerk-
ari, jafnvel merkari, þótt á nei-
kvæðan hátt væri.
— Hvaða skólafólk var þetta?
— Gr Háskóla íslands, Kenn-
araháskólanum, Húsmæðrakenn-
araskólanum, Sjómannaskólan-
um, gagnfræðaskólum og skólum
á Laugarvatni.
Líf eftir
dauðann?
— Hvað er helst framundan hjá
þér i dulsárlarfræðilegum athug-
unum hér á landi? Heldurðu
kannski áfram þeirri almennu
könnun sem þú gerðir i fyrra?
— Já, mig langar til að fá
gleggri heimildir um ýmislegt
sem þar kom fram. Um var að
ræða beinar spurningar sem oft
var svarað með já eða nei, og ég
vil geta kafað dýpra oni það sem
þetta fólk hefur i pokahorninu.
Mestan hug hef ég á þvi að heyra
nánar af reynslu þess stóra hóps
sem telur sig hafa orðið varan við
framliðið fólk. Um 31% kváðu svo
vera. Þetta er feiknarátór hópur,
miklu stærri en i öðrum löndum ef
dæma má eftir sambærilegum
könnunum.
— Þetta var umfangsmikil
könnun.
— Þetta var held ég sannferð-
ugur þverskurður af þjóðinni. Úr-
takið var sjötugasti hver maður á
aldrinum 30—70 ára, alls um ell-
efu hundruð manna, og um niu
hundruð svöruðu. Ég vildi helst
geta haldið framhaldsathugunum
áfram fyrri hluta komandi vetr-
ar. En til þess verð ég að fá fólk til
aðstoðar, til að mynda nemendur
mina. Þetta er feiknar vinna.
Sjóður
stofnaður
— Og til þess þarf fé, Hvernig
færðu það?
— Við erum búnir að stofna
sjóð, einsog frá hefur verið skýrt i
fjölmiðlum, til að kosta þessa at-
hugun og aðrar slikar i framtið-
inni. 1 sjóðstjórn eru þeir dr.
Simon Jóh. Ágústsson og séra Jón
Auðuns ásamt mér. Dálitið hefur
borist af gjöfum i sjóðinn, en þó
hverfi nærri nóg tilþess ég geti
hafið rannsóknina. Ég þarf að
geta greitt sem svarar hálfum
launum um hálfs árs skeið.
— Þetta útheimtir náttúrlega
hárfin visindaleg vinnubrögð.
— Já, og lika timafreka eftir-
grennslan.
— Hvernig hagarðu þessum
framhaldsrannsóknum.
— Ég þarf að láta ræða við um
150 manns, aðallega i Reykjavik
og nágrenni. Um 300 manns af
þeim hópi sem könnunin náði til
telja sig hafa orðið fyrir reynslu
sem bendir til sambands við fram-
liðna, þeir skýra það svo sjálfir,
og nú er meiningin að rannsaka
þessi dæmi nánar, grandskoða
hvernig þessi reynsla var, hve-
nær hún gerðist, i svefni eða vöku,
á nóttu eða björtum degi. Svo læt
ég auðvitað skýra grannt frá at-
vikinu, en nauösynlegt er, til að
geta gert samanburð, að fá ná-
kvæmlega sömu spurningum
svarað i sem flestum tilfellanna.
Ég þarf að fá að vita um sálará-
stand mannsins sem hlut á að
máli og hvaða samband er milli
hans og þess sem hann telur sig
hafa orðið varan við. Einnig
koma að gagni upplýsingar um
þann siðarnefnda.
Huglœknar
— Hvað hyggstu athuga fleira?
— Þessi rannsókn verður látin
sitja i fyrirrúmi, en meðal annars
langar mig til að hafa tal af þeim
sem töldu sig i könnuninni i fyrra
hafa notið góðs af hjálp hug-
lækna. 41% kváðust hafa leitað til
huglækna, og 90% þeirra töldu
reynslu sina af þeim jákvæða.
Það er girnilegt til fróðleiks
hverskonar reynslu þeir hafa orð-
ið fyrir og hvers eðlis lækning sú
sem þeir tala um hefur að þeirra
dómi verið. Annars tel ég þetta
fyrst og fremst verkefni fyrir
lækna. En svonefndum huglækn-
ingum fylgir stundum hugræn
reynsla, og þess vegna gef ég
þessu sérstaklega gaum. Ef eitt-
hvað kæmi athuglisvert i ljós
mætti einnig rekja garnirnar úr
huglæknunum sjálfum.
Huldufólk
— Hve margir telja sig hafa
séð álfa samkvæmt rannsókn-
inni?
— Þeir eru nú ekki margir, 5%
að ég ætla.
— Er trú á álfa eins algeng i
öðrum löndum og hér?
— Ekki held ég það, nema helst
með Irum. Bo Almquist sænskur
prófessor á Irlandi i þjóðsagna-
fræðum kveður álfatrú Ira og Is-
lendinga svipa saman. Ég hef hug
á að láta ræða við þá sem segjast
hafa séð huldufólk. Það yrði ein af
mögulegum rannsóknum i fram-
tiðinni.
Sýnir ó
dauðastund
— Nú hefur þú tekið þátt i við-
tækum rannsóknum erlendis á
sýnum við dánarbeð. Ertu ekki að
hugsa um að kanna slikt lika hér-
lendis?
— Það kæmi seinna. Já, sýnir
við dánarbeð hafa verið athugað-
ar bæði á Indlandi og i Ameriku.
Þá athugun gerðum við Karlis
Osis. Hann og samstarfsmenn
hans söfnuðu gögnum i Banda-
rikjunum, en sameiginlega gerð-
um við sömu athuganir á Ind-
landi, ég þó meira, og sameigin-
lega höfum við verið að vinna úr
þessu efni öllu, en þvi er ekki lok-
iðm og til stendur jafnvel að við
skrifum bók um það.
--- Kom eitthvað merkilegt i
ljós við þessar rannsóknir?
— Það merkasta var að sýnir á
dauðastund virtust óháðar töku
deyfilyfja og hvort maðurinn
þjáðistaf sjúkleika sem orkaði á
heilann. Þær virtust aðallega
koma þegar hinn deyjandi maður
var með skýrri vitund. Þess
vegna virðast þær ekki stafa af
sjúklegu ástandi.
— Yrði þessum athugunum
hagað svipað hér og til að mynda
á Indlandi?
— Ég hef i hyggju að gera ýtar-
legri rannsóknir hér. Bæði i
Bandarikjunum og á Indlandi
byggðist rannsóknin á frásögnum
lækna og hjúkrunarkvenna.
Margt var langt um liðið, og valt
er að treysta um of á minni. Mig
langar til og láta þau skrá
fyrirbærin um leið og þau gerast.
Þessar sýnir eru ekki tiðar og
fyrir þvi mundi athugunin taka
langan tima. En með þessari að-
ferð mætti fá miklu haldbetri
upplýsingar um sjúklinginn, um
andlegt og íikamlegt ástand hans,
og einnig mætti tala við aðstand-
endur ef þurfa þætti.
— Hvað er mest athugað á dul-
• sálarfræðistofnunum útum heim
þessi árin?
— Aðallega svokölluð Extra
Sensory Percetion eða ESP, þ.e.
almenn fjarskyggni og hugboð
sem nálgast það að vera skynjana
sálfræði. Fyrirbærum sem kunna
að benda til framhaldslifs hefur
hinsvegar mjög litið verið sinnt
undanfarna áratugi, en mig lang-
ar til að gera mitt til að bæta úr
þvi. Sumt af þvi sem við höfum i
huga að rannsaka hefur litið sem
ekkert verið tekið fyrir erlendis.
Athugun á þeim tilvikum þegar
menn telja sig hafa oröið vara við
framliðna hafa naumast verið
gerðar siðan á siðustu öld i Bret-
landi, og mér er ekki kunnugt um
að staðhæfingar manna um að
hafa séð álfa og huldufólk hafi
yfirleitt nokkurn tima verið tekn-
ar skipulega til athugunar.
Deiit um
„dultrú"
— Hvað segir þú um deilur þær
sem orðið hafa á þessu ári hér-
lendis um sannindi dulrænna
fyrirbæra og annað þarað lútandi,
m.a. spurninguna um lif eftir lik-
amsdauðann?
— Mér finnst þær góös viti. Þær
sýna áhuga. En einungis með
rannsóknum fáum við haldgóða
þekkingu á þvi sem um er deilt.
Það þýðir ekkert að deila um ein-
berar spekúlasjónir, engin þekk-
ing fæst með þvi einu að sitja við
skrifborð og velta vöngum. Þetta
eru ekki mál sem verða k'önnuð'
með rökum, heldur prófunum og
athugunum. Þekkingar d þeim
verður ekki aflað nema með
rannsóknum...
Þess skai að lokum getið að
giró-reikningur sjóðsins sem ætl-
að er að kosta rannsóknir dul-
rænna fyrirbæra á fslandi er
60600.
Gjafir eru frádráttarbærar til
skatts.
;tur og Astþór Árnasýni. Ljósm. Jim