Vísir - 06.10.1975, Page 8

Vísir - 06.10.1975, Page 8
8 Visir. Mánudagur 6. október 1975 SHBDR 685.000 il öryrkja CA KR. 505.0C CA KR. 740.000 il öryrkja CA KR. 551.00 CA KR. 825.000. shodh 110 L Verd shqdh o^IIOH Verö til öryrkja CA KR. 622.000 Sérstakt hausttilboð! BÍLARNIR ERU AFGREIDDIR Á FULLNEGLDUM BARUM SNJÓDEKKJUM. TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUOBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 4260(3 þó nokkuð fyrir peningana! ATHUGIÐ BARA VERÐIN Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-' Reykjavikursvæbib meb stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstab. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Sími 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355 Sparið óþægindin í vetur! ÖRYGGISATRIÐI ERU YFIRFARIN í VETRARSKOÐUN SKODA VERÐ KR: 5.900 SKODA VERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42604 Um verðtryggingu sparifjór og fjórskuldbindingo Á fáu hafa menn grætt meira á mörgum umliðnum árum, en að fá lánað fé. Almenning- ur þekkir þetta mjög vel. Menn fá lánaða peninga til allskonar fjárfestinga, eignirnar hækka siðan stórkost- lega i verði, en skuld- irnar, sem sköpuðu verðmætin, greiðast niður með sömu krónu- tölu. Það rétta hefði vissulega ver- ið það, að visitölutryggja allar skuldir og innistæðurfyrir löngu þvl að á meðan menn eygja þann möguleika mestan til gróða, að skulda, þá er freist- ingin fyrir hendi til þess, að eyðileggja þá undirstöðu, sem gjaldmiðillinn hvilir á. Um þettahöfum viðskýrdæmi: Iðn- aðurinn i landinu er að sjálf- sögðu alls góðs maklegur, ekki siður en aðrar atvinqjigreinar þjóðarinnar, en á þessu ári hafa verið birt nokkur viðtöl við for- ustumenn hans i þessu blaði, og ,á sama hátt hafa verið ritaðir nokkrir leiðarar I blaðið um það, að krónan okkar væri of hátt skráð. Ekki geri ég ráð fyr- ir þvi, að eigendum islenskrar krónu þyki gengi hennar of hátt, og sjálfum þykir mér þjóðar- stoltið hafa sett heldur mikið of- an, þegar ég hefi greitt 133 is- lenska aura fyrir einn auman danskan fimmeyring. tslenskur iðnaður, sem telja má að nokkru á bernskuskeiði, hefir að miklu leyti verið byggð- ur upp fyrir lánsfé, sem hann hefir, eins og aðrir, losnað við að endurgreiða nema að hluta. Það er ekki hægt að gera kröfu tilokkar iðnaðar, að hann standi jafnfætis við mestu iðn- aðarþjóðir heims, eins og Jap- ani og Vesturþjóðverja, en þess- ar þjóðir hafa þó búið við sterk- ustu myntir heims til þessa. Enginn bóndi vill hala fyrh' kú Fyrir nokkru var haldin hér ráðstefna bændasamtakanna, og að sjálfsögðu rædd þar hags- munamál stéttarinnar. 1 ein- hverju blaði sá ég frásögn af þvi, að krafist var, að lán til bænda væru hvorki visitölu- eða gengistryggð. Þó ætlast stéttin vafalaust til þess, að geta fengið lán áfram. Engann bónda þekki ég, sem mundi vilja lána mér bestu kúna, sem hann á i fjós- inu, til nytja fyrir mig, og svo þegar ég slátraði henni, þá.fengi hann ekki af henni nema hal- ann. Þvi minnistég hér á þessi tvö dæmi, að mikill háski er á ferð, þegar fulltrúar stórra stétta i landinu lita á það sem sjálf- sagðan hlut, að þeim sé afhent sparifé almennings til afnota, án þess að þeir þurfi að endur- greiða það nema að mjög litlu leyti. Ég held nú, að þessum mönnum sé ekki ætlandi það, að styðja við bakið á krónunni okk- ar. Bankarnir Þá er næst að minnast nokkr- um orðum á bankana. Eftir aðalfundi sumra þeirra, hefir þess verið getið i blöðum, að þeir væru óánægðir með út- gáfu rikisins á spariskirteinun- um, vegna þess, að slik verð- bréfa-útgáfa rýrði möguleika bankanna til að lána út fé. Þetta gefur tilefni til nánari athugun- ar. Þegar maður leggur peninga i banka, þá er það gert með þvi trausti til bankans, að pening- arnir ávaxtist á eðlilegan hátt, og að viðkomandi fái sin verð- mæti aftur þegar hann óskar þess. Bankarnir geta ekki kraf- ist þess, og heldur ekki búist við þvi, að menn komi með fé sitt til þeirra til þess að verða fátækari eftir en áður. Bankarnir verða fyrst og fremst að gæta hags- muna þeirra, sem hafa trúað þeim fyrir fé sinu. Mér finnst að bankarnir i landinu með Seðlabankann i fararbroddi, hafi ekki staðið nógu trúan vörð um þessa hags- muni almennings. Að minu áliti hafa þeir haft þá skyldu, að vera búnir að koma á verðtryggingu sparifjárins fyrir löngu, en þó er mér jafnframt Ijóst, að á þvi eru nokkrir erfið- leikar. Skuldari spari- skirteinanna Og þá er næst að fara nokkrum orðum um verðtryggðu spari- skirteinin, sem rikið hefir gefið út siðan árið 1964. Ég ætla fyrst að ræða þá hlið málsins, sem snýr að rikinu sjálfu, sem skuldara skirtein- anna. Mikið af þessum skirtein- um hefir farið um hendurnar á minu fyrirtæki, Kauphöllinni, frá þvi i fyrsta. Ég hefi alltaf talið og tel enn, að rikið þurfi að fara varlega i útgáfu þessara verðbréfa. Ástæðan fyrir þvi er sú, að skirteinin eru verðtryggð, og margfaldast þvi fljótlega að verðmæti þegar peningarnir eru á hröðu hruni. Ég tel heldur ekki rétt, að taka lán með þessum kjörum til skipulagslitilla framkvæmda. Hitt hefði verið réttara, að verja andvirði þeirra til ákveðinna verka, sem siðan hefðu verið tekin inn á fjárlög við gjalddaga skirtein- anna, en ekki að gefa út ný bréf til innlausnar þeim eldri. Með þvi að gera það, skapast nokk- urs konar vitahringur, sem erf- itt getur verið fyrir rikið að komast úr. Égvil taka eftirfarandi dæmi. Við förum upp i stjórnarráð og óskum þar eftir að lagður verði vegarspotti, sem okkur vanhagar um. Ráðherrann sem málið heyrir undir svarar þvi til, að vegur þessi verði lagður eftir fimm ár, og þá sé hann á vegaáætlun og verði þá tekinn á fjárlög. Við bjóðum ráðherran- um þá að lána rikinu það fé, sem til þarf til verksins, gegn þvi, að við fáum sömu verðmæti eftir fimm ár og þá mundi kosta að leggja veginn. Þessu boði getur rikið tekið, þvi við það skeður þrennt. 1) Við mundum fá veginn fimm árum fyrr en ella. 2) útgjöld rikisins mundu ekki aukast frá áætlun. 3) Við fengjum okkar verðmæti ó- skert. Frá sjónarmiði þeirra, sem skirteinin kaupa er máliö augljóst: Þetta er eini mögu- leikinn sem menn hafa til þess að bjarga þvi sem bjarað verður ihruninu, ef menn hafa ekki það mikið undir höndum af reiðufé, aö þeir geti staðið i stórfram- kvæmdum, og jafnvel þótt þeir hefðu það, þá gætu skirteinin orðið hagfelldari. Hvers virði eru peningaseðlarnir? Þessi skirteini eru bundin i fimm ár. Þau eru visitölu- tryggð. Þau gefa 3% I arð fyrstu árin sem hækkar siðar I 4%. Hér er I eðli sinu ekki um að ræða mikla ávöxtun á peningum, en peningarnir, sem eru bundnir i skirteinunum, halda gildi sinu. Þá eru skirteinin skattfrjáls og framtalsfrjáls, en það er þó réttara að telja þau fram upp á seinni timann við innlausn þeirra. Þeir, sem alltaf halda illt um aðra, hafa bent á, að hér sé kjörið tækifæri til skattsvika, en svo er þó ekki. Skattvaldið á greiðan aðgang að öllum upp- lýsingum um þessi verðbréf. Visitalan, sem að baki bréfun- um er, er byggingavisitalan. Endursala á skirteinunum hefir verið greið. Þá hefir rikið staðið að útgáfu verðtryggðra happdrættis- skuldabréfa. Þau eru bundin i 10 ár og vextir af þeim greiddir i formi happdrættisvinninga. Endursala á þeim, er m jög treg. Að baki þeim er framfærsluvisi- talan. Oft hefi ég verið spurður að þvi hvort rikið muni vera þess umkomið að endurgreiða þessi skirteini. Ég vil ekki vera svo bölsýnn að halda að rikisgjald- þrot verði hér, en ef svo yrði, hvers virði eru þá peningaseðl- arnir? Og hvað er þá með allt þjóðarstoltið? Aron Uuðbrandsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.