Vísir - 06.10.1975, Page 11

Vísir - 06.10.1975, Page 11
Vlsir. Mánudagur 6. október 1975 11 Strandamaðurinn sendi kúluna yfir 19 metrana Frábœrt Islandsmet Hreins Halldórssonar í kúluvarpi á laugardaginn — bœtti íslandsmet sitt um nœr hálfan meter Hreinn Halldórsson, sem kall- aöur hefur verið Strandamaður inn sterki, sagði við okkur fyrr i sumar, þegar hann hafði kastað kiilunni 18,99 metra og vantaði einn sentimetra til að ná að brjóta nitján metra miírinn, að hann myndi gera það siðar I sumar. Menn voru ekki trúaðir á að það tækist hjá honum þvi hvert mótið af öðru leið án þess að kúlan færi réttu megin við markið. En á laugardaginn kom það loks, og þá.var það ekkert smáræði, sem kúlan fékk að fljúga. Það var i annarri tilraun Hreins á kastmóti 1R á Mela- vellinum. í fyrsta kasti kastaði hann 18,31 metra. 1 þvi næsta bjó hann sig vel undir atrenn- una, og allt small i liðinn hjá honum. Kúlan flaug af stað — yfir 19 metra markið og hafnaði langt hinum megin við það. Niður kom hún nákvæmlega 19,46 metra frá kasthringnum. Hreinn hljóp út úr hringnum — að sjálfsögðu réttu megin — ogdansaði um af gleði. Ekki var fögnuður annarra keppenda og þeirra sem á horfðu minni en Hreins. Þeir dönsuðu með hon- um, og það var enginn smáræðis dans, þvi að flestir voru þarna um og yfir 100 kiló á þyngd. Það tók langan ti'ma að koma ró á mannskapinn eftir þetta glæsilega kast Hreins. Var hann orðinn svo þreyttur i hægri hendinni eftir að hafa tekið við hamingjuóskum viðstaddra, að hann gerði ógilt i næsta kasti á KR hafði þoð ó lokasprettinum Sigraði Ármann 14:12 í Reykjavíkurmótinu í handknattleik og mœtir því Víking í úrslitaleikrv um ó miðvikudaginn Siðustu leikirnir i riðlakeppn- inni I Reykjavikurmótinu i hand- knattleik voru leiknir í gær i Laugardalshöllinni. Voru þeir báðir i A-riðli og áttust þar við 1R — Leiknir og KR — Ármann. Fyrri leikurinn var fimmtiu marka leikur — 1R sigraði þar með yfirburðum eins og búist hafði verið við og skoraði 34 mörk.en Leiknir 16. Ihálfleikvar staðan 15:9 fyrir 1R. Siðari leikurinn var öllu jafn- axi. Armenningar urðu að sigra i leiknum með nokkrum mun til að fá að leika við Vfking i úrslita- leiknum, en KR-ingunum nægði jafntefli eða naumt tap til að komast i úrslit á hagstæðari markatölu. Það var lika allt útlit fyrir að þeir ætluðu að tapa leiknum, þvi að Armenningarnir voru allan timann yfir — mest 3 til 4 mörk — en á lokasprettinum náðu KR- ingarnir i skottið á þeim og tókst að komast yfir og sigra með 14 mörkum gegn 12. Úrslitaleikurinn verður i Laugardalshöllinni á miðviku- dagskvöldið kemur, en þá verður einnig leikið um 5. og 6. sætið i mótinu. Annað kvöld verður aftur á móti leikið um 3. og 4. sætið og 7. og 8. sætið i þessu móti. —klp— STAÐAN Lokastaðan i riðlunum i Reykjavikurmótinu i handknatt- leik: A-RIÐILL: KR 4400 82:69 8 Fram 4121 82:62 4 1R 4121 90:77 4 Armann 4121 65:62 4 Leiknir 4004 65:118 0 B-riðilI: Vikingur 3 3 0 0 70:59 6 Valur 3201 62:49 4 Þróttur 3102 66:65 2 Fylkir 3003 37:70 0 Heimsmet Búlgarski lyftingamaðurinn George Todorov setti nýtt heims- met i snörun — fjaðurvigt — á móti i Varna i Búlgariu I gær. Hann snaraði 128 kilóum og bætti þar með met landa sins, Norair Nourikyan um hálft kiló. Rúss- arnir koma! Margir landsleikir í handknattleik nœstu vikurnar — Einir ótta verða hér heima Mikið verður um að vera hjá islenska landsliðinu í hand- knattleik nú næstu mánuðina. Búið er að ákveða a.m.k. ellefu leiki fram að áramót- um, eða þar um bil og þar af verða einir átta hér heima. Næstu tveir leikir verða við Luxemborg hér heima — I undankeppni Olympiuleik- anna —en siöan er ákvcðið aö Norðmenn komi hingað i haust og leiki hér tvo leiki. Þá er allt útlit fyrir að landsliðið taki þátt i fjögurra landakeppni I Vestur Þýzka- landi i desember, og búist við að þar verði leikið við Vestur- Þýskaland, Danmörkuog Svi- þjóð. Júgóslavneska landsiiðiö kemur svo hingað rétt fyrir jólin — I undankeppni olympiuleikanna — og mun leika einn aukaleik. Þá hafa rússar samþykkt að koma hingað og leika tvo leiki, og er búist við þeim um áramótin. —klp— ^ ^ eftir. En úr þvi fór hann að jafna sig og náði þrem ágætum köst- um i viðbót — 18,38, 18,63 og 18,31. A þessu sama móti var einnig keppt i kringlukasti. Þar bætti Öskar Jakobsson enn einu sinni unglingametið sitt — tvibætti það i siðustu viku. Nú kastaði hann 54,34 metra og átti auk þess eitt kast sem mældist 56 Þvi miður var þaðógilt. Hon- um fannst það vera misheppnað um leið og hann sleppti kringl- unni, og gekk þvi út úr hringn- um þar sem ekki mátti fara. En kringlan flaug 56 metra og missti Óskar þar með af frá- bæru unglingameti, eingöngu fyrir klaufaskap. En þetta sýnir að hann getur kastað kringlunni svona langt — og jafnvel enn lengra — spurningin er bara hvenær kemur það. —klp— Hreinn Halldórsson ÍSLENSK FYRIRTÆKI '75-76 er komin út Nýlega kom út uppsláttarbókin íslensk fyrirtæki. Bókinni er skipt niður í þrjá meginflokka, fyrirtækjaskrá, viðskipta- og þjónustuskrá og umboðaskrá. í heild gefur hún upplýsingar um eftirfarandi: Nafn, heimilisfang, síma, pósthólf, stofnár, telex, nafnnúmer, söluskattsnúmer, stjórn, stjómendur, starfsmenn, starfssvið, þjónustu og umboð. Þá veitir bókin einnig upplýsingar um Alþingi og alþingismenn, félög og stofnanir, sendiráð og ræðis- mannsskrifstofur erlendis o.fl. 1 viðskipta- og þjónustuskrá er getið fyrirtækja á allri landsbyggðinni og í Reykjavík. Eru það mun víðtækari upplýsingar en hægt er að finna t.d. í símaskránni sem birtir þessháttar upplýsingar aðeins af Reykjavíkur- - svæðinu. Fyrirtækin eru flokkuð eftir starfssviði og er þar m.a. að finna á einum stað, fyrirtæki á sama sviði um allt land. í fyrirtækjaskrá, er að finna víðtækustu upplýsingar, sem til eru um íslensk fyrirtæki í einni og sömu bókinni á öllum sviðum viðskipta um allt land. Umboðaskráin gerir mönnum m.a. kleift að fletta upp á erlendum vörumerkjum og finna þannig út íslenska umboðsaðila viðkomandi merkja. Utgefandi: FRJALST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Sfmar: 82300 82302

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.