Vísir


Vísir - 07.10.1975, Qupperneq 2

Vísir - 07.10.1975, Qupperneq 2
rismspra: Gætirðu verið án sjón- varps? Birgir Vagnsson, nemi.Nei alls ekki. Ég horfi það mikið á sjón- varpið að ég vil ómögulega missa það. Mest horfi ég á framhaldsmyndirnar. Sveinbjörn Gröndal, liemi. Eg veit það ekki. Jú, ætli það ekki. Það sem ég horfi á i sjónvarpinu eru framhaldsmyndir, og ég mundi ekki sakna þeirra að ráði. Halldór Guðmundsson, nemi. Nei, það efast ég um. Ég horfi reyndar ekki mikið á sjónvarp, en mér finnst ágætt að horfa á það ef ég hef ekki annað að gera. Snjáfriður Jónsdóttir, nemi. Ja, nei helst ekki. Ég horfi stundum á sjónvarpið já, og helst á laugardögum. Katrin Sýrusdóttir, nemi. Nei, eiginlega ekki. Maður hefur litið annaö að gera á kvöldin en að horfa á sjónvarp, — ef maður er ekki að læra. Nanna Snæiand húsmóðir. Það er erfitt fyrir fólk sem er orðið fullorðið og er mikið heima á kvöldin að hafa ekki sjónvarp. Ég held ég gæti það ekki, enda hef ég haft sjónvarpið frá þvi þaö islenska hófst. LESENDUR HAFA ORÐ VÍSIR. Þriðjudagur 7. október 1975. ## Eigum við ekki þjóðsöng? ## tslendingur á Englandi: „Þannig spurði einhver i nafn- lausum greinarstúf i Visi 13. ágúst. Vera má að sumum hafi þótt spurningin þarflaus. Svo er ekki um mig og fyrir mitt leyti verð ég að svara henni á þá lund, að ef við eigum þjóðsöng, þá er þaö vist, að við kunnum ekki með hann að fara. Greinahöfundur minnist á lofsöng Matthiasar frá 1874 og vist mun svo talið, aö þar sé þjóðsöngur okkar. En þetta er trúarlegur lofsöngur, sálmur, og þvi mjög úr öðrum handraða en þjóðsöngur á að vera. Ekki skal þvi neitað, að hátiðlegur sé hann einkum fyrsta versið, en dómgreinarlitið hefir stundum verið skrumað um hann. Og satt mun það, sem skáldiö og söngv arinn Gisli Jónsson sagði eitt sinn, að hvorki eykur sálmurinn á frægð Matthiasar né heldur lagið á orðstir Sveinbjarnar. Gumið af hvoru tveggja er varla annað en hugsunarlitill sónn múgsins. Nei, þjóðsöngurinn á ekki að vera sálmur — jafnvel ekki stór- felldasti sálmurinn sem ortur hefir verið á Islenska tungu, „Allt eins og blómstrið eina.” Sálmar gegna öðru hlutverki — og ekki siður virðulegu. Allra sist hæfir sifelld sálmakyrjun okkur Is- lendingum, þvi að I kirkjulegum skilningi erum við trúarlitil þjóð. Ég veit um sjálfan mig, að kredd- ur hafa aldrei tollað i mér og ég tel mig mega fullyrða, að hið sama gildir um þorra landa minna. Svo er það annað, sem greinar- höfundur minnist á, og sannar- lega er orð I tima talað: Þjóð- sönginn á ekki að syngja nema við sérstök tiltekin tækifæri. Hann getur þess réttilega, að I þessu efni kunna bretar viðeig- andi hegðun. Við eigum eftir að læra hana. Það er misskilningur að aldrei verði góð via of oft kveð- in. Vert er aö geta þess um lag Sveinbjarnar, að miklu er auðveldara að springa á þvi en að springa ekki. En að springa á þjóðsöngnum við eftirminnileg tækifæri (við önnur tækifæri á ekki að syngja hann), það er ekki beinlinis skemmtilegt, sérstak- lega ef sungið er fyrir erlenda áheyrendur, eins og vitanlega stundum á sér stað. Langsennilegast kemur það aldrei fyrir framar að ort verði það kvæði, er til álita geti komið sem þjóðsöngur. Öskáldin og óljóðin hafa girt fyrir það. fs- lendingar hafa glatað Ibróttinni að yrkja. Þetta kom berlega i ljós við ellefu alda hátiðina i fyrra, þegar engum tókst að koma saman kvæðisstúf er syngja mætti á Þingvöllum. En er þar með sagt að við getum ekki eignast þjóðsöng? Langt i frá. Við eigum alls ekki litiö erfðafé.. Vonandi þarf hér ekki að ræða um „Ég vil elska mitt land”. Spéfuglar mundu gera gys að mér, ef ég færi til þess. En kannski ég mætti minna á „0 fögur er vor fósturjörð”, þessa undursamlegu perlu, sem inni- felur i sér allt það, er þjóðsöng má prýða, og hlýtur að ylja hverju íslensku hjarta bara ef nefnt er. Það er venjulega sungið undir erlendu lagi, en þjóðsöngs- lagiðá vitanlega að vera islenskt. Sagt hefir mér verið, að til sé Is- lenskt lag við kvæðið, en ef ekki, eigum við þá ekki þann tónsmið, erleystgæti vandann? Meinlaust er að geta þess hér, að kvæöi þetta er til i góðum þýðingum á dönsku, þýsku og ensku. Hér hefi ég nú sagt allt það, er ég þykist þurfa um þetta mál að segja, og ég ætla mér ekki að taka framar til máls um það. Aðrir mega halda áfram umræðum um það, ef ekki eru allir sofnaðir, hver I sfnum kofa.” Bið eftir „strœtó ## Svar við iesendabréfi i dálkin- um „Lesendur hafa orðið” I Visi 23/9 ’75. Frá S.V.R.: „Bréfritari kvartar yfir þvi að þurfa að biða upp undir 15. mín á Hlemmi eftir leið 10 á morgn- ana, en þangað kemur hann á leið i vinnu með leið 3 vestan úr bæ, og spyr SVR, hvort engin leið sé að samræma timann á þessum tveimur leiðum, þannig að biðin verði ekki svo löng. Þáð er rétt, að áætlun á leið 3 vestan að á Hlemmi er 1 min. eftir borttför leiðar 10 frá Hlemmi. Nú hefur margsinnis verið bent á, að engin tök eru á að búa svo um hnútana, að allar leiðir standist á hver við aðra, t.d. á Hlemmi ef tryggja á sæmilega jafnt og þétt samband við miðborgina. Þannig standa leiðir 4 og 5 vel af sér gagnvart leið 10 á daginn á austurleið, en leið 3hins vegar illa. Hins vegar stendur leið 10 vel af sér gagn- vart leið 3á vesturleið, a.m.k. ef leið 10 seinkar ekki að ráði, og það ekki aðeins á daginn á virk- um dögum heldur á kvöldin lika. Sama gildir um leið 4, en ekki um leið 5. Þannig verður að meta bréfritara það til óheppni að þurfa að nota þessar tvær leiðir saman á austurleið, en til heppni á vesturleið. Að lokum er rétt að itreka, að á kvöldin eru leiðir 3, 4 og 5 samræmdar hver við aðra og við leiðir 10,11 og 12 á Hlemmi á vesturleið til að tryggja sem greiðast skiptisamband á leið að miðborginni (og áfram) á þess- um tima sólarhrings. A hinn bóginn er leið 2 ætlað að komast i tæka tið i veg fyrir leiðir 10, 11 og 12 á leið úr miðborginni að Hlemmi á kvöldin, og hefur hvorttveggja gefið góða raun.” [hornklofi] ÚTREIÐATÚR Ólafur Ragnar Grimsson elur með sér þá duldu von að jörðin skjálfi i hvert sinn sem hann sendir frá sér pólitiskan ropa! Engum kemur á óvart að Ólafi finnst þröngt og lágt til lofts i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, þvert á móti er það nú helsta dundur flokks- bræðra hans að veðja um það hvort hann mundi „sameinast” Alþýðubandalaginu nú þegar eða ekki fyrr en mjög tekur að liða að kosningum. Engum blandast nefnilega hugur um þaö hvert Ölafur hyggst stefna. En Ólafur Ragnar Grimsson, doktor og prófessor, gengur ekki úr einum stjórnmálaflokki og i annan eins og annað fólk. Maðurinn ber það með sér að hann er eitthvað extra. 1 dag- draumum hans veröa timamót i sögunni þegar hann sprettir af gömlum jálki og leggur við nýjan gæðing. Nú munu ein slik „söguleg timamót” i aðsigi. Ólafur Ragn- ar hefur af pólitisku hyggjuviti og félagsfræðiþekkingu komist að þeirri gamalkunni vitneskju að Alþýðubandalagsmönnum þyki gaman aö þvi að þvarga um varnarmá/ undir yfirskini heimsfrelsunarinnar. Satt að segja dilla slikar athafnir hon- um lika ákaflega. A ráöstefnu um varnarmálin, sem haldin verður I Stapa syöra á næstunni mun ólafur Ragnar vappa um hagann meö gamalt brauð I lófanum og reyna að hnýta upp i einhverja drógina i þerri von aö hann fái að vera með I útreiðar- túrnum. Þeir sem skemmta sér yfir skringileik stjórnmálanna vona aö Ólafi verði að ósk sinni. En jörðin mun ekki skjálfa, og það verða engin söguleg timamót. Menn munu geispa, snúa sér undan og tala um veörið, þegar kempan ber fótastokkinn brokkandi við einteyming ber- bakt út traðirnar. „SKORTUR Á SUNDURLYNDI" Rikisstjórnir hafa hingað til verið dæmdar eftir verkum sin- um, og flestar hlotiö þungan dóm að vonum. En eitthvað breytist i veröldinni þótt i litlu sé og hægt gangi. Nú situr hér rikisstjórn sem sennilega verð- ur metin eftir aðgerðarleysi hennar. Ef til vill hafa forráða- menn stjórnarflokkanna oröiö fyrir slikum vonbrigðum i fyrri stjórnum, Viöreisu og Óíafiu, að þeir hafi bundist fóstbrs^ðralagi um að láta það aldrei á sig sannast framar að þeir geri handtak. Laó-tse hinn austræni taldi þær stjórnir bestar sem láta fólkið i friði, en efnahags- ástandið á íslandi verður ekki kennt viö taóisma hvað sem öðru liður. Ef til vill ætti þjóðin reyndár að þakka guöi fyrir þessa nýju stefnu stjórnarherr- anna, miðað við reynsluna af þeim, meöan þeir gerðu eitt- hvað. Það hefur hingað til þótt frumskilyrði farsælla stjórnar- hátta að rikisstjórn sé sæmi- lega samhuga og samhent. Aðalgallinn á núverandi rikis- stjórn er stefnuleysi og athafna- leysi. Það hefur löngum þótt kostur á stjórnmálamönnum að meta málefnin meira en ráð- herrastólana. En nýr spámaður er upp risinn meðal vor, og hann er annarrar skoöunar. Jónas Kristjánsson á Dagblaðinu fagnar þvi að hvorugur stjórnarflokkurinn muni „hlaupast undan” þeim byrð- um sem axla ber. Jónas telur i blaði sinu að þetta viti á gott og bætir viö: „Verðum viö að vona að þessi samstaöa eöa skortur á sundurlyndi I rikisstjórninni verði þjóðinni til góðs i yfirvof- andi erfiðleikum”. Mættum viö ekki fá að biðja rikisstjórnina um aö klára og skýra stefnu og ótviræð urræöi? Almenningur er ekki svo litil- þægur að láta sér nægja „skort á sundurlyndi” þótt þess háttar nokkuð sé nóg fyrir Jónas rit- stjóra. //LOFAR GÓÐU" A föstudagskvöldiö kom Ólaf- ur Jónsson griðkona veröbréfa- salanna og*fjármálafurstanna i Alþýðubandalaginu, fram i sjónvarpinu og andvarpaði af heiðarleika og dæsti af skin- helgi. Um hann og félaga hans má ýmislegt lesa i þvi ágripi af firmaskrá Reykjavikur sem er i fyrsta kafla Stefnuskrár Alþýðubandalagsins sem út kom nýlega. Þetta var i rauninni ekki merkilegt, ef ekki heföi til kom- ið leiöari I Þjóöviljanum siðast- liöinn sunnud. Þar segir meöal annars að barátta hinnar verka- lýðssinnuðu „siðgæöisvitundar” við freistingar auvaldsins „lofi góðu”! Leiðarahöfundi Þjóövilj- ans hefur veriö svo skemmt af að horfa á flokksvesirinn i sjón- varpinu aö hann hefur ekki fengið orða bundist! Þeirsem þekkja fasteigna- og hlutafélagabraskið sem Alþýðu- bandalagsforkólfarnir stunda telja að það lofi hreint ekki góðu, jafnvel á gamlan og borgara- legan mælikvarða. Hins vegar lofar leiðarahöfundur Þjóðvilj- ans góðu um skemmtilega innanflokksertni og erjur innan Alþýðubandalagsins i framtið- inni sem hingaö til. Pétur. BBSBttBnHHRHRBBMKBHHHIÉSÍMIMKÉSÉÉIÍRÍMÍHHHHMHHÍÍ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.