Vísir - 07.10.1975, Page 4

Vísir - 07.10.1975, Page 4
4 VtSIR. Þriöjudagur 7. október 1975. ARNE BERG, arkitekt frá Noregi heldur fyrirlestur i Norræna húsinu miðvikudaginn 8. október n.k. kl. 20.30 ,,Om norsk byggingsvern” og sýnir skuggamyndir til skýringar. Laugardaginn 11. október kl. 16:00 verður sýnd ný litkvikmynd um norskar staf- byggingar og ARNE BERG ræðir um ýmsar stafbyggingar i Noregi. Aðgangur er öllum heimill. Kaffistofan verður opin. yerið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ Raftæknir — Rafvirki y Raftæknir eða rafvirki óskast til starfa i heimtaugaafgreiðslu vorri. Starfið krefst m.a. hæfni til skipulegra vinnubragða og snyrtimennsku við gerð verkblaða, auk tjáningarhæfni gagnvart verktökum og öðrum viðskiptavinum. Laun samkvæmt launakerfi Reykjavikur- borgar. Nánari upplýsingar varðandi starfið eru veittar á skrifstofu vorri i Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð og þar fást einnig umsóknareyðublöð. SlGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ER HANN LIFS EÐA LIÐINN? Frestur rœningjanna rann út á hódegi í gœr Sonur hollensks kaupsýslu- manns heldur þvl fram, aö tvi- vegis hafi ræningjar fööur hans haft samband viö hann slöan á föstudag, þegar faöir hans hvarf I Dublin. Hótanir höföu borist um að maðurinn yrði tekinn af llfi, ef yfirvöld Irska lýðveldisins slepptu ekki úr fangelsi þrem hryðjuverkamönnum. Kröfunum var hafnað, og menn kviðu þvi að Hollendingurinn væri ekki lengur lifs. En sonurinn, Jelle Herrema, segir, aö ræningjarnir hafi sann- fært sig um, að faðir hans væri lifs og liöi eftir atvikum vel. Grunur leikur á þvl, að flokkur manna, -sem klofið hafi sig úr öfgasamtökum kaþölskra, Irska lýðveldishernum (IRA), standi að ráninu á kaupsýslumanninum. Sendiherra Hollands I Dublin, sem ræningjarnir komu kröfum sinum á framfæri viðíupphafi, segist ekkert hafa frá þeim heyrt siðan. Fyrirtæki Herremas í Limerick hefur sömu sögu að segja. Sömuleiðis aðrir I fjöl- skyldu mannsins. En elsti sonur fjölskyldunnar, Jelle, skýrði fréttamönnum svo frá, aö ræningjarnir heföu tviveg- is talað viö sig i slma, eftir að þeir gerðu I fyrstu viðvart um, að þeir hefðu föður hans á valdi sinu. Stjórn trska lýðveldisins hafði samráö viö stjórn Hollands og eru báðar sammála um að hafna kröfu hryðjuverkamannanna. Unniö er af kappi viö aö Ijúka byggingu mannvirkja fyrir ólympiuleikana I Montreal. Hyllir undir ólympíuleik- ana í Montreal Killanin lávarður, forseti al- þjóða ólympiunefndarinnar, segist treysta þvi fullkomlega, að ólympiuleikarnir i sumar verði settir á áætluðum tima. Lávarðurinn hefur nú lokið þriggja daga heimsókn og fund- arhöldum i Montreal. Þar skoð- aði hann byggingarsvæðið og átti viðræður við framkvæmd- araðila sumarleikanna, en þeir eru borgarstjórn Montreal. Við hlið lávarðarins i gær- kvöldi, þegar hann gaf þessa yf- irlýsingu stóð John Drapeau borgarstjóri. Killanin lávarður varaði þó viö þvi, að mörgu væri ólokið enn, og mikiðátak þyrfti til þess að undirbúningi yrðilokið I tæka tiö. Þau tvö ár, sem ólympiuleik- arnir hafa verið i undirbúningi, hefur hvilt skuggi óvissunnar, fjárhagsörðugleika, verkfalla og fleira yfir þeim. Oft hefur á þeim tima legið nærri, að Montreal yrði að hætta við að hýsa leikana, en vegna kapps Draepau borgarstjóra hafa Kanadamenn seiglast við. Og nú telur ólympiunefndin sjálf að verkið muni komast i höfn. Ráðherrarnir sammála um að fórna hver ððrum Ráöherrar slðustu rlkisstjórnar meö sér samkomulag — óskjal- thaldsflokksins I Bretlandi gerðu ' fest þó — um aö láta hvern þann úr stjórninni örlögunum á vald, sem rændur yrði af skæruliðum. Hailsham lávarður skýröi frá þessu I viötali við breska útvarpið (BBC) I gærkvöldi. Upplýsti hann að meðráðherrar Edwards Heaths, sem voru i stjórn 1970 til 1974 heföu allir verið á einu máli um að fórna þeim ráðherra sem kynni að lenda á valdi mann- ræningja, fremur en láta undan afarkostum slikra hryðjuverka- manna. ,,Við urðum sammála um, að yrði einhverjum okkar rænt, þá mundu hinir heldur láta hann deyja en beygja sig fyrir of- beldismönnum,” sagði Hailsham lávarður. Hann sagði, að þetta heföi verið óformleg ákvöröun en einróma, sem tekin var 1971 eftir að heimili Roberts Carr, atvinnumálaráð- herra, var sprengt i loft upp af ill- virkjum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.