Vísir - 07.10.1975, Page 11

Vísir - 07.10.1975, Page 11
VtSIR. Þriöjudagur 7. október 1975. 1 cTVIenningarmál \ Hver er Hammersmith? Faustus endurvakinn Hafnarbió Hammersmith er laus. Leikstjórn: Peter Ustinov. Aðalhlutverk: Elizabeth Tayl- os, Richard Burton, Peter Usti- nov, Beau Bridges. Bandarisk. Þarf ekkertannað en falleg og snyrtileg föt og framgirni, til þess að verða virtur borgari og safna að sér auði þeim, sem keppt er um? Jú, það þarf einnig að hegða sér á þann máta, að áhorfend- um virðist vit i. Annað er óþarfa áreynsla. Hver er Hammersmith? Hammersmith er geðbilaður glæpamaður, sem einskis svifst. Hann er lokaður inni á geð- veikrahæli, einangraður og klæddur spennitreyju. Hann er hættulegur og hefur einkennilega sterka sefjunar- hæfileika. Þetta er sú mynd, sem gefin er af Hammersmith. Engu að siður vantar mikið á að sú mynd sé tæmandi. Hammersmith er meir en venjulegur, geðbilaður, g!æp- hneigður maður. Hann hefur til að bera sefjunarkraft, sem ekki er mannlegur, ófyrirleitni og sjálfstraust, sem gengur langt út fyrir mannleg takmörk, og ennfremur fjármálavit og samningahæfni, sem taka engu tali. Hemmersmith freistar. Hann laðar og lokkar, með loforðum um gull og græna skóga. ,,Allt þetta mun verða þitt, ef þú að- eins leysir mig úr læðingi og fylgi^- mér á leiðarenda”. Honum er ekkert ómögulegt, nema það eitt að skilja eftir lif i kjölfari sinu. Hver er þá Hammersmith? Fram veginn Hvert okkar vill ekki auðgast og öðlast völd? Hvert okkar myndi ekki gripa tækifæri til þess að eignast allt það sem okkur langar i og jafnvel það sem okkur langar ekki i? Þau eru liklega fá á meðal okkar, sem ekki myndu láta tælast af sliku kostaboði. Hammersmith á þvi ekki i erfiðleikum með að finna sér fylgisveina. Þeir renna sem ósjálfrátt á ilminn af nýslegnum skildingum og sjá ekki umhverfi sitt fyrir ljóma þeirra. Afram veginn skal haldið, upp — ofar — á toppinn. Þaðan fá þeir svo að stjórna, meðan Hammer- smith leikur lausum hala og hefur sin eigin tómstundavið- fangsefni. Þannig verður vegurinn greiður, ef aðeins Hammer- smith er hlýtt og ráð hans og forsjá þegin. Styttri leiðin Vegurinn upp brattann er greiðfær og ferðin gengur vel. Draumar lifsins uppfyllast, og hvern dag hlaðast að nýjar eignir, ný yfirferð og ný ævin- týri. Hammersmith leiðir ferðina og allt er eins og það á að vera. Allar óskir eru uppfylltar, en i staðinn fær Hammersmith lika óskorað vald yfir likama og sál þiggjandans. Tvleykiö, Taylor og Burton, sýnir af sér þaö sem viö er aö búast, og er þó heldur hægt aö segja að Tayior sýni góö tilþrif. Bridges, I hlut- verki Breedlove, gefur þeim þó ekkert eftir, þvl hann fer á kostum. Þar kemur og, að hann notar þetta vald. Þiggjandinn kemur á leiðarenda, þar sem hann hefur uppurið notagildi sitt og 'erður gefandanum til trafala. Þá finnur hann aðra leið, sem er styttri og jafnvel enn greið- færari en leiðin upp. A þeirri leið er ekkert til hindrunar, ekk- ert sem hamlar eða dregur úr ferðinni. Sú leið liggur niður á við í myrkrið. Þá kemur að skuldadögunum og Hammersmith er jafn óvæg- inn við samferðamann sinn og hann hefur verið við keppinauta sina. Aftur inn Á þeirri stundu kemur læknir- inn aftur til skjalanna. Hammersmith hefur lokið ein- um þætti, einum punkti i sögu sinni og hann getur sest niður til að skipuleggja þann næsta. Það liður enda ekki á löngu þar til hann er reiðubúinn til að hefjast handa á ný. Nýtt föru- neyti biður hans og ef til vill mun hann nota frábrugðnar að- ferðir, en allar byggja þær þó á sömu kenningunni. „Allt þetta mun verða þitt, ef þú leysir mig úr læðingi og fylg- ir mér.” Faustus? Hver tilgangur myndarinnar er, verður hver og einn að spá i sjálfur. Hún er eins og isjakinn, að þvi er varðar efni og inni- hald. Einn tiundi hennar fer framá tjaldinu, en niu tiundu eru huldir áhorfandanum, ef Gamla Bió: West World Leikstjórn: Michael Crickton. Aðalhlutverk: Yul Brynner, Richard Benjamin, James Bro- lin, Linda Scott, Alan Oppen- heimer. Bandarisk Vélmenni, eða Robots, hafa um árabil verið vinsæl við- fangsefni visindaskáldsagna- höfunda af öllu tagi. Yfir er- lenda bókamarkaði hefur dunið ógnarskriða af alls kyns bók- menntum, sem byggja tilveru sina á hugsanlegri framleiðslu vélmenna i framtiðinni. Margt eiga höfundar slikra bókmennta sameiginlegt. Hitt er þó sýnu fleira, sem skilur þá að, en er þó tvennt þar öðru fremur áberandi. Annars vegar eru gæði fram- leiðslunnar, sem geta verið allt frá frostmarki, upp i suðumark granits. Frumleiki þeirra og vitsmunaleg úrvinnsla er svo mismunandi, að i sumum tilvik- um eiga verkin ekkert sam- eiginlegt annað en orðið „vél- menni”. Annað það, sem sérstaklega ber á milli, er svo hvort höfund- ur er að skrifa hreinar sölubók- menntir, eða hvort honum býr i brjósti einlæg hvöt til að spá um framtíð mannkyns. Króna á orðið. Helsta einkenni þeirra höf- unda, sem skrifa eftir taxta, er kæruleysi. Þeim liggur i léttu rúmi hvort söguþráður þeirra stenst og hvort hann er vitsmunalega sannfærandi. Þeir skrifa til að fá sina krónu á orðið, en ekki af þvi þeim búi eitthvað innan- brjósts, sem þeir leita farvegar. Þvi er það, að þeir reyna sjaldnast að útskýra einstök at- vik söguþráðar sins og þeir llla unnin ofvegaleiðmg Yul Brynner leikur vélmennis- skyttuna, sem hefur fengið þó nokkuö af eiginleikum hold- menna i vöggugjöf. kasta öllum tæknilegum og visindalegum lögmálum út i ystu myrkur. Þeir leita út fyrir endamörk þekkingarinnar, inn i myrkviði hins yfirskilvitlega og láta þar gamminn geysa eftir föngum. Mannlegir eiginleik- ar hins ómannlega. Þannig verður það ekki of- verk höfundar að ljá vélmenn- um þá eiginleika holdmenna, sem hentar takmarki þeirra. Þeim verður það létt að skapa vélmenni, sem hafa til að bera eiginleika, svo sem eigin þróunarleiðir á andlegum styrk og aðra hætti sálrænnar hegðunar. Með öðrum orðum, þeim verður ekki skotaskuld úr þvi áð skapa vélum sál. Vélmenni með sál geta að sjálfsögðu orðið fyrir sálrænum truflunum. Þær truflanir eru ákaflega mannlegar og ólikar öllu þvi sem gerist um vélar. Vél,' sem mætir hindrunum i vegi fyrir vinnslu sinni annað hvort yfirvinnur hindranirnar eða eyðileggst við tilraunir sin- ar til þess. Nema, að sjálfsögðu, sé hún stöðvuð. Vélmenni virð- ast þó i augum einstakra manna hafaeiginleika.sem ekkifelasti vélareðli þeirra. Nú, hvað með það? Afvegaleiðing. 1 sjálfu sér skiptir það litlu máli þótt sannleikanum sé snúið ofurlitið og staðreyndir færðar i ofurlitið litskrúðugan búning. Slikt er þó gert svo oft og svo mikið mönnum til skemmtunar og afþreyingar. Hitl skiptir aftur meira máli, að i tilfelli sem þessu er um að ræða hreina og beina afvega- leiöingu — það er verið að inn- prenta almenningi skoðanir á fyrirbærum, sem tilheyra fram- tiðinni, án þess kostur sé gefinn á kynningu þess sem sannara er og réttara. Það er myndin „West World” ekki ein um, þvi þar eru margir sekir. Sögur og kvikmyndir, sem fjalla um vélmenni og framtiðarhlutverk þeirra i þjón- ustu mannkyns, eiga að stórum hluta það sameiginlegt, að fyrirframmynda þá skoðun, að þar séu á ferðinni ógnvaldar. Það er gert með þvi að ætla hinu ómannlega mannlega eigin- leika, svo sem hatur, hefnigirni, öfund, afbrýði ogannaðþað sem leitt getur og leitt hefur mann- inn til útrýmingar á eigin bræðrum. Slikt er i raun ekki aðeins framleiðsla á skemmtiefni eða afþreyingarefni. Slikt er afvega leiðing af verstu tegund. Slikt getur aðeins flokkast undir sölu á sannleikanum. Frumkrafan Kvikmyndin ,, West World” tilheyrir þeim flokki kvik- mynda, sem hvergi uppíyllir þá frumkröfu, að i henni leynist eitthvað það, sem réttlætir gerð hennar. Söguþráðurinn býður ekki upp á neina raunhæfa spennu, þar sem hann er gömul og út- slitin „vestratugga” með vél- menni i hlutverkum manna. Inn ihann blandast, rétt til skrauts, fáeinar smáglefsur af fornsögu og miðaldasögu. Auk þess sýnir hann okkur þær hvatir nútima- mannsins, sem við þekkjum best og tölum hvað mest um. Þar leynist þvi ekkert. Leikur i myndinni er hvergi fyrir ofan meðallag og kemst raunar sjaldnastsvo langt að ná þvi. Það hefur aldrei þurft og kemur ekki til með að þurfa góða leikara til að túlka þá per- hann ekki beitir sjálfum sér til skilnings á henm. I myndinni er ekki stöðvað við mörk hins náttúrulega. Guð- spekilegt ivaf gefur henni gildi þess yfirnáttúrulega og leiðir hugann að ómannlegum eigin- leikum Hammersmiths. Ekki verður þvi heldur neitað, að i myndinni er nokkuð mikið um tilbrigði um Faustus, fyrir- rennara Galdra-Lofts. Hammersmith er hið illa, sem gerir græðgi mannanna sér að vopni. Einkar athyglisvert er þó, að meðreiðarsveinar hans verðá þeir sem eiga að gæta hans og halda honum frá illvirkjum sinum. Sem sagt Feikilega efnismikil kvik- mynd. Niu tiundu efnis hennar að visu hulið og finnst ekki nema fyrir atbeina áhorfand- ans, en jafnvel þótt sú leit beri ekki árangur, þá er þessi tiund sem á tjaldinu birtist, nægileg til að gera myndina góða. Fyrst ber þar að telja hreint frábæran leik þeirra Taylor, Burton og Bridges. Taylor er bæði hrifandi og sannfærandi i hlutverki gengilbeinunnar, auk þess sem eggjandi látæði fer henni ákaflega vel. Burton sýnir ihlutve'rki Hammersmiths þann „hefðarleik” sem við er að bú- ast af honum og Bridges fer á kostum i hlutverki Breedlove. önnur hlutverk myndarinnar eru einnig i góðum höndum, einkum þar sem’meiri áhersla er lögð á látbragð en rullu. Önnur úrvinnsla myndarinn- ar er af sama toga spunnin, og þessu til sönnunar má geta þess, að þrátt fyrir all „mystiskan” undirtón sinn, er myndin gædd sérstæðri og leikandi kimni, sem gleður hjartað. Bestu meðmæli. — HV. sónugervinga sem koma fram i myndinni. Það virðist þvi hreint bruðl að hafa Brynner i aðal- hlutverki, og kemst hann þó einna skást frá sinu. Ekkert leynist þar heldur. Um aðra úrvinnslu myndar- innar er ekkert að segja, þvi hún er hreint og klárt samkvæmt formúlum. Eftir að hafa séð myndina er áhorfandinn engu nær og engu fjær — hún tekur ekkert og gef- ur ekkert. Notagildi. Einn er sá tilgangur þó, sem ef til vill gæti verið upphaf þessarar kvikmyndar. Leikstjórinn og höfundurinn gætu hafa heimsótt leiktjalda- deild einhvers kvikmyndavers og fengið þar hugmyndina. Hann gæti hafa séð þar róm- versk leiktjöld og búninga, ann- að eins frá miðaldakvikmynd og alveg áreiðanlega nóg af sliku frá vestraframleiðslu. Ef á staðnum hafa einnig legið leik- tjöld frá framleiðslu einhverrar geimævintýramyndar, þá fellur kenningin i munstur. Til hvers er nú hægt að nota allt þetta? Jú, til þess að framleiða West World. Kannske afþreying. Kvikmyndin West World er ekki sérstök eða athyglisverð fyrir nokkurn hlut. Vafalitið verður hún einhverjum hóp manna til afþreyingar, en það er hrein skömm að þvi, að is- lensk kvikmyndahús skuli taka mynd af þessu tagi til sýninga, meðan þau hafna öðrum betri myndum, sem fjalla um svipað efni. Sem fjalla einnig um það sem i dag kallast visindask.áld- skapur, án þess að blekkja. Sem fjalla um framtiðarverkefni mannsins og sýna um leið kvik- myndahússgestin um fulla virðingu. — HV

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.