Vísir


Vísir - 09.10.1975, Qupperneq 5

Vísir - 09.10.1975, Qupperneq 5
VÍSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND i MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Heimta Flóttamenn frá Chile tóku hús af Flóttamannahjálp S.Þ. og hafa fimm gísla á valdi sínu einhverju öðru landi. Gætir mikillar beiskju hjá þessu fóiki i garð flóttamanna- hjálparinnar, sem það sakar um að aðhafast ekki neitt til þess að leysa úr nauðum þess. Likir það flóttamannabúðunum við ein- angrunarbúðir. En flóttamannahjálpinni hef- ur gengið æ erfiðar að finna þessufólki samastað. Argentina telur sig ekki geta veitt meira en 7,000 flóttamönnum hæli, og önnur lönd, sem skotið hafa skjólshúsi yfir slikar landflótta sálir, eru nú orðin tregari til. Vopnaðir flóttamenn frá Chile hafa á valdi sinu 5 gísla í skrifstofum f lóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Buenos Aires. Tíu vopnaðir menn (flestir Chilebúar) réðust inn í skrifstof urnar í gær og tóku þar þrettán gísla, en slepptu síðan átta kon- um úr hópnum. Fólk þetta, sem sumt hefur beðið siðan i september 1973, býr við hin aumustu skilyrði og örvæntir orðið um, að leyst verði úr vandræðum þess. — Talið er að milli 3000 og 5000 Chilebúar biði i Argentinu þess, að þeim verði veitt landvist i Hafa þeir haldið lögreglu Buenos Aires i skefjum i alla nótt, en kefjast þess að þeim verði veitt hæli i einhverju riki Evrópu. Helst Sviþjóð, Dan- mörku eða Belgiu. Talsmaður flóttamannahjálp- ar S.þ. skýrði fréttamönnum svo frá i morgun, að ennþá stæðu yfir viðræður við yfirvöld þriggja Evrópulanda um, að þau hugsanlega veittu mönnun- um landvist. En flóttamennirnir hótuðu að sprengja skrifstofubygginguna, sjálfa sig og gislana i loft upp, ef þessum kröfum þeirra yrði ekki sinnt. Þeir koma úr flóttamanna- búðum, sem slegið var upp i Argentinu til að skjóta skjóls- húsi yfir það fólk, sem flúði Chile, þegar herinn bylti All- ende forseta. Flóttamennirnir slepptu gislum sinum á klukkustundarfresti i gærkvöldi og I nótt, og sjást hér á myndinni vopnaðir lögreglumenn taka á móti einni konunni, sem fékk ab fara úr skrifstofum flóttamannahjálparinnar. KEKKONEN OG FAÐIR XIRINACS LÍKLEGASTIR TIL NÓBELSVERÐLAUNA Kommúnistar skutu á göngumenn í Oporto ÞETTA ÁRIÐ Spænskur prestur, sem risið hefur gegn stjórn Franco hershöfðingja, er meðal þeirra f immtíu, sem mælt hef ur verið með þetta árið við úthlutunarnefnd f riðarverðlauna Nóbels. Faðir Luis Maria Xirinacs (43 ára) hefur i mörg ár staðið fyrir andmælum gegn illri meðferð á stjórnarandstæðingum á Spáni. — 27 spænskir prófessorar hafa stungið upp á honum sem verðug- um, og er sú uppástunga studd af ýmsum menningarstofnunum i Evrópu. Norsk blöð eru meðal þeirra, sem hampað hafa nafni föður Xirinacs I sömu andrá og friðar- verðlaununum. Segja þau, að út- hlutunarnefndin ætti i ár að „verðlauna stjórnarandstöðuna á Spáni”. En aðrir þykja koma sterklega til greina um leið. Þeirra á meðal er dr. Urho Kekkonen, Finnlands- forseti, og kaþólska nunnan, móð- ir Theresa, sem starfað hefur að liknarmálumi Kalkútta. — Þykir þess þegar gæta, að Sovétmönn- um finnist Kekkonen Finnlands- forseti best að þessum heiðri kominn. Brynvagnar voru sendir i gærkvöldi út á götu i iðnaðarborginni Oporto i norðurhluta Portúgals vegna átaka við herskála, sem vinstrisinnar höfðu lagt undir sig. Fimmtán særðust Atökin höfust, þegar vinstri- sinna borgarar tóku að skjóta úr skammbyssum á nokkur þúsund manna fjöldagöngu alþýðudemó- krata, sem merséraði til herskál- anna að mótmæla yfirgangi vinstrimanna þar. Sturlungaöldin, sem nú ríkir í Líbanon, hef ur tekið þungan skatt mannfórna, og í síðustu hryðjunni í gær og í nótt bættust 37 í valinn, áður en grána tók af degi í morgun. Þar með er tala fallinna á síð- Eins lét „setuliðið” i herskál- unum grjótinu rigna á göngu- menn. Voru þá brynvagnar sendir til þess að verja göngumenn á undanhaldinu. Vinstrisinnar höfðu lagt undir sig yfirgefna herskálana, sem hermenn höfðu verið fluttir úr, eftir að herstjórnin leysti upp herdeild þeirra vegna agabrota. Vildu vinstrisinnar með þessu ustu sex mánuðum komin upp i 1380, sem er meira en blóðbaðið á Norður-írlandi siðustu sex ár hef- ur heimt. 25 létu lifið i skotbardögum i Beirút i gærdag og 100 særðust, þegar vinstrimenn og hægrimenn rufu griðin, sem gilt hafa núna nokkra daga. 8 borgarar létu lifið i Tripóli og mótmæla hreinsunum skoðana- bræðra sinna innan hersins. Tókst að koma ró á i gærkvöldi, en „setuliðið” var enn i herskál- unum. Hefur bað lýst þvi yfir, að það muni ekki verða á brottu þaðan, fyrr en herstjórnin hættir við að leysa upp herfylkið. — Her- stjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni hvorugt gera, afturkalla ákvörðun sina eöa senda herlið til þess að rýma skálana. nágrannabænum Zgharta, en þar eigast við múhammeðstrúar- menn og kristnir. — 4 hermenn féllu, þegar herflokkar voru send- ir á vettvang til að stilla til friðar. Þessar tölur gefa hugmynd um manntjónið, en ómælt er tjónið, sem hlotist hefur á byggingum vegna ikveikju, sprenginga og fallbyssuskothriðar. Mannvígin í algleymingi í Líbanon fsland í sérflokki í verðbólgu Með 54,5% verðbólgu, meðan Bretar, sem eru í öðru sœti, hafa 26,9% verðbólgu Verðbólguskrúfan hægði verulega á sér á Vesturlöndum í ágúst- mánuði, og örlaði jafnvel á verðlækkunum á neysluvörum á stöku stað — eftir því sem segir í skýrslu OECD. l'sland er meðal þeirra 24 landa, sem standa að OECD, og er þar f remst í verðbólguf lokknum. Reiknað út frá ársgrund- vellivar verðbólgan hjá okkur íslendingum í lok ágúst 54,5%, en var 42,9% árið 1974. Eru islendingar alveg i sér- flokki hvað þessu viðkemur, þvi að verðbólgan hjá bretum, sem eru næstir á listanum, nemur ekki nema 26,9%. 1 Tyrklandi, sem kemur i þriðja sæti á verð- bólgulistanum, nam verðbólgan 21,1%. A6 meðaltali námu verðhækk- anir á neysluvörum i þessum 24 löndum, sem skýrsla OECD nær til, 0,4% i ágúst, en meðaltalið var 0,8% mánuðinn á undan. — Reiknimeistarar OECD i Paris komust að þeirri niðurstöðu, að heildarverðbólgan i þessum 24 löndum (reiknuð á ársgrund- velli) hefði verið 11% i ágústlok. 1974 var hún 13,2%. Á ánægju manna yfir þessari þróun skyggir sú vissa, að framundan er hækkun oliu- verðs, sem gera mun nýtt strik i reikninginn. Hér verða á eftir birtar tölur OECD um verðbreytingar ágústmánaðar i þessum 24 löndum, ásamt verðbólgutölum. Alls staðar er um verðhækkun að ræða, nema þar sem talað er um minus. Það stendur fyrir verðlækkun: Kanada 1,0% verðhækkun og 11,1% veröbólga. Bandarikin 0,3 og 8,6. Japan minus 0,2 og 10,0. Astralia 1,1 og 14,7. Nýja Sjá- land 1,3 og 10,0. Frakkiand 0,7 og 11,0. V-Þýskaland minus 0,1 og 5,9. italia 0,6 og 15,3. Bret- land 0,6 og 26,9. Belgia 0,8 og 11,4. Lúxemburg 0,4 og 10,6. Holland 1,0 og 10,7. Danmörk 0,3 og 9,6. Irland 0,3 og 19,0. Austur- riki 0,4 og 8,8. Finnland 1,6 og 17,6 (i júli). Grikkland minus 1,4 (ijúli)og 11,4. tsland 2,5 og 54,5. Noregur minus 0,4 og u,9. Portúgal minus 1,7 og 14,6. Spánn 1,5 og 17,4. Sviþjóð 1,1 og 11,8. Sviss 0,3 og 6,7. Tyrkland minus 0,2 (júni) og 21,1.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.