Vísir - 09.10.1975, Side 11

Vísir - 09.10.1975, Side 11
VtSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. 11 — Vísir heimsótti Breiðholtsbakarí „eldsnemma" morguns og rabbaði við bakarana sem hefja vinnu klukkan hálf fimm! Guömundur og Vigfús eru eigendur Breiöholtsbakarls. Þeir hafa unniö viö þetta i 16 ár samtals. Bakarliö eignuöust þeir hins vegar I byrjun árs 1972. an fjögur. Vinnudeginum lýkur svo kl. 3 eöa 4 á daginn.” „Snemma aö sofa? Ja, við biðum þar til sjónvarpið er bú- ið!” Klukkan hálf fimm er byrjað að laga deigið. Fljótlega hefst svo baksturinn. Vinarbrauðin, snúðarnir og rúnstykkin eru fyrst á dagskrá, siðan koma brauðin og kökurnar. Það er lit- ið um fridaga hjá bökurum. Helst gefast fri um mestu hátiðisdagana. Þeir vinna á laugardögum og sunnudögum, en þá er vinnudagurinn styttri en virka daga. ,,Þó við segjum sjálfir frá, þá vinna sennilega Myndir: LÁ Texti: EA Þaö er margt gómsætt sem þeir baka, þarna er annar lærlingurinn viö vinnu sina. fáir sem eiga fyrirtæki jafn mikið og bakarar. Þó ekki þurfi nema rétt að bregða sér i banka eða annað, þá þarf að steja tima.” 200-250 pokar af hveiti á mánuöi! Þeir nota 200-250 poka af hveiti á mánuði. Það er ekkert smáræði. I einum poka eru 50 kiló! Hins vegar nota þeir einn poka af sykri á dag eða um 30 á mánuði. Yfirleitt eru bökuð um 400 franskbrauð á dag, það var að minnsta kosti skammturinn þennan dag. 420 rúnstykki voru bökuð. Mesta vinnan felst i að baka brauðin. Annars segja þeir okkur að fólk kaupi nú meira heilhveitibrauð, maltbrauð og önnur gróf brauð sem þykja hollari. Þeim dettur i hug að það gæti verið þrýstingur frá skólunum i sambandi við holla fæðu. Það tekur langan tima að baka seydd brauð. Hvorki meira né minna en 16-18 tima. Klukkan tvö að degi til eru þau sett i ofn og tekin út klukkan sex að morgni næsta dags. — Bakið þið nokkuð heima? „Nei, það fer litið fyrir þvi. Þegar maður er búinn að vinna við þetta allan daginn, þá er ágætt að svona tveggja tima fri þegar heim er komið. Það er helst að lærlingarnir geri til- raunir heima hjá sér.” Krakkarnir koma í hópum Rétt fyrir klukkan 8, — þá opnar bakariið —, er kominn hópur af krökkum fyrir utan. Þau kaupa sér kakómjólk og snúð eða eitthvað annað góm- sætt áður en farið er i skólann. Fyrsti timinn hjá afgreiðslu- stúlkunum er þvi ekkert róleg- ur. Auk þess sem sinna þarf við- skiptavinum i versluninni þarf að afgreiða pantanir. Bakariið selur til dæmis verslunum, ein- staklingum fyrir veislur og ann- að slikt. „Við höfum þvi sannar- lega nóg með okkar. Við vildum kannskigera meira,” segja þeir Guðmundur og Vigfús, „en plássleysið háir okkur.” Hins vegar stendur til að stækka og bæta húsakynnin þegar timi og fjárhagur leyfa. Erfitt að fá unga menn i fagið „Jú, það hefur verið erfitt að fá unga menn i starfið,” segja Guðmundur og Vigfús. „En það er engin hætta á þvi að stéttin hverfi.” „Það er ýmislegt sem veldur þessu. Ef mikil spenna er á byggingamakaðnum, þá fara menn þangað frekar. Svo má Ef þiö skylduö ekki gera ykkur grein fyrir þvl, hverju hann er aö kasta, þá er þaö deig. Nánar tiltekiö franskbrauösdeig! sjálfsagt finna fleiri skýringar. Bakarar hafa til dæmis aldrei fengið skilning hjá fólki I sam- bandi við vinnutimann og þá vinnu sem lögð er i baksturinn.” „Fólki finnst kannski hátt verð á brauði, en það er ekki of hátt. Það má segja að verðlags- yfirvöld haldi niðri gæðum á kökum. Verðlagseftirlit er allt i lagi en hömlur á verðlagi mat- væla koma niður á gæðunum. Um tima fengum við t.d. ekki að vita verð á sultu, smjörliki og sykri sem við keyptum inn. Við seldum bara vöruna út, en viss- um ekkert hvað við kæmum til með að borga. Þetta er geysi- lega slæmt.” En starfið hefur sina kosti. Átvinnuleysi þekkist ekki. „Þetta er ákaflega „stabilt” fag. I þau 16 ár sem við höfum unnið við það, eru teljandi þeir dagar sem við höfum misst úr i vinnu.-* Kælir orðinn jafn mikilvægur og ofninn Við fáum að vita það að kælir skiptir orðið jafn miklu máli i bakarii og ofninn sjálfur. Guð- mundur tekur út heilmikið af möndlutertum, sem hafa verið geymdar i kælinum. Þar hald- ast kökurnar ferskar og góðar. Þegar þær eru teknar út er borið á þær krem og fljótlega á eftir eru þær tilbúnar til þess að gæða sér á þeim. 1 lokin lögðum við fyrir þá eina spurningu sem við höfðum verið að velta fyrir okkur. Við fengum nefnilega að bragða á heitum, sérbökuðum vinar- brauðum. — Hvaða munur er á þeim og venjulegum vinarbrauðum? Og það stóð ekki á svarinu: „Það er yfirleitt meira smjör i þeim sérbökuðu.” — EA Hrærivél á stærð viö steypuhrærivél. heimili? Hvað annaö á svo stóru v

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.