Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 09.10.1975, Blaðsíða 14
14 VtSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. Fyrir þessu verk- falli er djúpstœð /ar ^ — segir skólastjóri OSlllrVU Flensborgarskóla „Ég á aðeins óbeinan þátt i þessu máli. Mitt hlutverk er að halda þessari stofnun gang- andi,” sagði Kristján Bersi Ólafsson, skólastjóri Flensborg- arskóla, þegar Visir spurði hann um verkfall kennara skólans. „Fyrir þessu verkfalli er djúpstæð ástæða. Meðan Flens- borgarskóli var gagnfræðaskóli með menntadeild voru kennar- ar hans ráðnir sem gagnfræða- skólakennarar en fengu sér- staklega greitt fyrir kennslu við menntadeildina. Nú i sumar var samþykkt af menntamálaráðu- neytinu að lita á kennara hins nýja fjölbrautarskóla sem menntaskólakennara. Fjár- málaráðuneytið hefur ekki vilj- að una þessu og hefur þeirra álit ráðið hingað til.” Nú ætlar þú til viðræðna við fjármálaráðherra i dag? „Það er rétt, ég bað fjármála- ráðherra um einkaviðtal. Þar sem hann er yfirmaður fjár- málaráðuneytis og það er af- staða þess, sem veldur stifninni, taldi ég rétt að kanna hug þeirra er þar starfa. Þetta verkfall er bagalegt fyrir alla aðila. Það er von min að það valdi ekki langvarandi röskun. Að lokum tel ég rétt að það komi fram að kennsla i gagnfræðaskóladeild Flens- borgarskólans heldur áfram,” sagði Kristján Bersi Ólafsson. Sjóðakerfi sjóvarút- vegs í endurskoðun — afstaða til breytinga ekki enn tekin Nefnd situr nú að störfum og hcfur það verkefni með höndum að endurskoða sjóðakerfi sjávarútvegsins og launakerfi fiskiskipaflotans. 6 sjómenn og 3 útgerðarmenn sitja i nefnd þessari undir for- sæti Jóns Sigurðssonar, for- stöðumanns Þjóðhagsstofnun- ar. „Afstaða til breytinga hefur ekki verið tekin.” „Af störfum nefndarinnar er enn fátt að segja,” segir Jón Sigurðsson i upphafi máls sins. „Við höfum komiö nokkrum sinnum saman i sumar og haust og rætt sjóðakerfi sjávarútvegs- ins og launakerfi fiskiskipaflot- ans auk þess einstök dæmi um breytingar, án þess að taka af- stöðu til þeirra. Enn er of snemmt að segja hverjar verða niðurstöður nefndarinnar. En markmiðið er að koma með ábendingar um breytingar sem miða að þvi að minnka þann hluta sem rennur I gegnum sjóðakerfið. Til þess að varpa ljósi á þetta má taka sem dæmi að af út- flutningsgjöldum sjávarútvegs- ins fara um 2 og hálfur til 3 milljarðar i Oliusjóð. Þessi upp- hæð er siðan notuð til þess að greiða niður oliuverð til fiski- skipa. Þetta kerfi er einkum gagn- rýnt fyrir að það refsi þeim, sem afla mest og þvi hafa það veriðhugmyndir nefndarmanna að tekjur flotans verði auknar svo að hann geti greitt oliuna án styrks úr Oliusjóði.” FLOSI— Bjargvættsnafnbótin er ekki runnin undan rifjum hans, þvi hann var staddur er- lendis þegar útgefendur bókarinnar gáfu henni nafn. Nafn- giftin var ekki Flosa Herra ritstjóri! Tveir af þeim mönnum, er um menningarmál f jalla i blaði yð- ar, hafa sýnt mér þann heiður að fjalla litillega um þýðingu mina á bók Salingers „The Catcher in Rye”, og hafa þeir farið heldur lofsamlegum orð- um um verkið. Eitt atriði hafa þeir þó báðir á hornum sér, en það er hin is- lenska nafngift á bókinni „Bjargvætturinn i grasinu”. Þar sem ég er hégómlegur i meira lagi, get ég ekki stillt mig um, að láta hið rétta i þessu máli koma fram. Þessi nafngift á bókinni er ekki runnin undan minum rifj- um, og hafði ég ekki heyrt hana fyrr en ég kom frá útlöndum I haust og bókin var fullprentuð. Sannleikurinn er sá, að árum saman hefur það verið að vefj- ast fyrir mér hvaða titill ætti að prýða þetta ágæta verk, en sannast sagna hafði ég ekki dottið niöur á neitt, sem ég var fyllilega sáttur við. Þó gerði ég nokkrar tillögur það að lútandi, áður en ég fór af landi burt um mánaðmótin júni/júli, og læt ég ósagt hvort þær voru nokkuð skárri en sá kostur, sem Al- menna bókafélagið tók að mér forspurðum. t stuttu máli: Bókin þurfti að koma út, forlagið var óánægt með þær uppástungur að nafni sem fyrir lágu af minni hálfu, og bókinni var valinn titill að mér fjarverandi. Með þökk fyrir birtinguna. Flosi ólafsson. Ragnar Lór ó Mokka — Komdu sæll gamli starfs- bróðir og baráttufclagi, sagði Ragnar Lár, þegar við litum inn til hans á Mokka, þarsenr hann sýnir tuttugu og nlu myndir sinar þessa dagana. Flestar þeirra eru grafiskar óg flestar nýjar. Ragnar hefur alltaf haft gaman af útskurði I dúk enda eru flestar myndirnar á sýningunni þannig unnar. Hann bregður þó nokkuð út frá venju með þvi að hafa þarna einnig þrjár vatnslitamyndir af eld- gosum. — Ég hef upplifað mörg eldgos og mig langaði til að reyna að festa eldgos á blað. Ég málaði fimmtán myndir en fleygði svo öllum nema fjórum. Eina er ég búinn að selja, en þær þrjár sem eftir eru, eru hérna. Börnin eru samt hrifnari af snjóköllunum eins og Stefán frá Möðrudal get- ur sagt þér. Stefán sat við borðið á Mokka ásamt Ragnari: — Það var kona hérna með barn áðan. Þau gengu framhjá myndaröðinni og barnið þagði þar til það kom myndinni út við dyrnar. Þá sagði það: — Nei, sjáðu snjókallinn, mamma. — Þetta er laglegasti snjókall. Barnið varð hrifnara af honum en eldgosinu. Það hlakkar lík- lega til vetrarins. — Það er gott ef börnin verða ánægð, sagði Ragnar. — Jafnvel þótt það sé ekki nema af einni mynd. Stefán var skeggjaður vel og er maður mikilúðlegur. Ragnar vildi þvf endilega frá mynd af honum við eina af myndum sin- um fyrir ljósmyndarann að mynda. Vessgú. -OT Stefán frá Möðrudal, viji eina af myndum Ragnars. (mynd Jim) Þekktustu teikningar Ragn- ars, að öðrum ólöstuðum. eru án efa teikningar hans af Bogga blaðamanni, sem hafa birst I Visi um margra ára skeið. Hann rissaði i snairi upp eina af Bogga og vini sinum. Stefáni. Vorum aðfá glæsilegt úrval af kjólskyrtum í öllum stærðum og ermalengdum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.