Vísir - 21.10.1975, Side 2

Vísir - 21.10.1975, Side 2
2 VÍSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 vísiBsm: Eftir hverju tekurðu fyrst, þegar þú hittir fólk? Ólafur Sveinsson, atvinnulaus: Engu sérstöku, held ég. Nei, ég spái bara ekkert i það, tek bara eftir manneskjunni allri, eins og hún kemur fyrir. Daniel Agnarsson, nemandi: Hvernig fötum hún er i og svo held ég að ég taki einna fyrst eftir andlitinu. Stefán Magnússon, kaupamaður I sveit: bað er ekki gott að segja. Jú, ætli ég taki ekki helst eftir fötunum. Jóhannes Guðjónsson, verslunar- maður: Það getur verið mjög margt.. Þó held ég að það sé aðal- lega likamsbyggingin, ég hef alltaf verið veikur fyrir henni. Andlitið skiptir ekki svo miklu máli. Erlingur Harðarson, at- vinnulaus: Engu sérstöku. Það er þá kannski klæðnaðurinn, einna helst sem ég tek fyrst eftir. Þórður Friðjónsson, nemi: Veit það ekki, svei mér þá. Jú, hátta- iagi, klæðnaði og yfirbragði. LESENDUR HAFA ORÐIÐ FORPOKAÐ VINNULAG Bifreiðarstjóri skrifar: „Slæm aðstaða til vörumót- töku er við sumar stórverslanir i Reykjavik. Sums staðar eru t.d. aðeins einar litlar dyr sem vörurnar eru settar inn um. Yfirleitt eru stærri heildsalar með vörubila i sinni þjónustu. Þeir hafa vörurnar á litlum brettum, sem eru sett á bilana með lyfturum. Á hverju bretti eru venjulega 100 pk. strásykur lOsinnum 1, 100 pk. moli 10 sinn- um 1 og svipað er með allar aðr- ar vörur. Þessar verslanir þyrftu nú ekki annað en að stækka dyrnar þannig að hægt sé að aka lyftaranum út og taka af bilun- um með þeim. Þá er hægt að sleppa þvi að handlanga hvern einasta pakka milli þriggja, fjögurra manna. Það sér hver heilvita maður hversu forpokað þetta er með núverandi vinnuaðferð.” „Honn vor fullur greyið" Umferðar- slys — orsakir — varnir Aukin og stöðug umferðar- kennsla i skólum undir ströng- um aga, allt frá smábarnsaldri til tvitugs. Ungu fólki er langt- um hættara til að rosaka um- ferðarslys en fullorðnum. Aukin ábyrgð ökumanna. Próf miðuð við þroska i mann- gildi og tillitssemi að dómi sál- fræðinga eða kennara ekki siður en við ökuhæfni og aksturstima. Æfingar i merkjum og fullri hlýðni við þau. Hærri sektir og algjör ökuleyfissvipting eftir endurtekin umferðarbrot. Aukin gæsla lögreglumanna, einkum með leikjum unglinga á vélhjólum og tryllitækjum sem blómstra helst á kvöldum i viss- um hverfum. Sterkari áróður og áminning- arfjölmiðla ekki siður blaða en útvarps. Birt nöfn ökuniðinga miskunnarlaust ef um itrekað hirðuleysi er að ræða. Ákveðin svæðaskipting i borg- inni til fræðslu, eftirlits og þeir staðir merktir og athugaðir sem oftast leiða til slysa. Opinber verðlaun borgarstjórnar, svæðisstjórnar og trygginga- sjóða fyrir ökusnilli. Og að siðustu almennur öku- skólimeð ströngum aga og há- um kröfum til háttvisi.” Árelius Nielsson skrifar: „Alltaf fjölgar slysum i um- ferðinni. Með hverju ári eru slikir dauðadómar fleiri og fleiri á tslandi. Hver verður næst? Einkum er það elda fólk og börn, sem verður þar fyrir örlagadómi. Samt eru hinir miklu fleiri sem biða þess aldrei bætur að verða fórnardýr hraða og hirðuleysis á götum og stétt- um. Hér skulu nú i þessum örfáu orðum nefndar helstu orsakir umferðarslysa: Tillitsleysi. Virðingin fyrir öðrum, jafnvel lifi og limum, þverrar þvi miður óðum á íslandi. Þar eiga fjölmiðlar, einkum sýningar á glæpamynd- um, mikla sök. Of liraður akstur. Einkum þessi keppni, sem oft lætur minútu i mark ráða mannslifi. Frammúrakstur er þarna mesta hættan. Leikur barna á vegum og al- mannafæri. Barn á eða við götu er sama og hættumerki. bað ætti engum að gleymast. Ógætni og leti. Sætisólar ekki spenntar. Horft i allar áttir við stýrið. Hemlar og hjól i ólagi. Afengisneysla. Hún er hin mesta hætta á vegum. Samt eru margir sem mæla slikt upp i fólki og telja allt afsakanlegt með orðunum: „Hann var full- ur, greyið”. Hér koma svo fimm ráð sem f'ara þarf vandlega eftir i upp- eldi og við ökupróf. .. : y’}&

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.