Vísir


Vísir - 21.10.1975, Qupperneq 4

Vísir - 21.10.1975, Qupperneq 4
4 VÍSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 IOÐ Á FULLNEGLDUM SNJÖDEKKJUM. 13<num VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) RADIAL c Kr. 145 SR 12 OR 7 5.950.— 165 SR 14 OR 7 8.990.— ^HcutVUn VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) DIAGONAL Kr. 520 12/4 OS 14 4.720.— o 550 12/4 OS 14 5.520.— 590 13/4 OS 14 7.010,— 640 13/4 OS 14 8.310,— 615/155 14/4 OS 14 6.750.— 700 14/8 OS 14 9.920.— 590 15/4 OS 14 7.210,— 600 15/4 OS 14 9.210.— 640/670 15/6 os 14 9.530,— 670 15/6 os 14 9.530,— 600 16/6 NB 16 m/slöngu 10.070.— 650 16/6 TP 7 m/slöngu 11.790,— 750 16/6 O TP 7 m/slöngu 13.240,— TÉKKNESKA BIFREIDA UMBODIÐ Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarðl Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar Atvinnuhúsnœði U.þ.b. 400 ferm. húsnæöi, mjög vel frá- gengið með fallegu útsýni til allra átta, til leigu. Hentugt fyrir félagssamtök, skrif- stofur, lager, o.fl. o.fl. Til greina kemur að leigja húsnæðið i fleira en einu lagi. cdlwiGirÍóh&lF verslunarfélagið, Tunguhálsi 7, Reykjavik. Sími 82700. Sölukynning — Stúlkur Óskum eftir vönum stúlkum til sölu- og kynningarstarfa á heimsþekktri vöruteg- und. Sjálfstætt starf sem krefst öryggis og starfsreynslu. Kjósum helst stúlkur með kunnáttu i sýn- ingarstörfum (model) Umráð yfir bil æskileg. Góð laun i boði fyrir rétta stúlku. mmrr. oQmeriók&Z — Simi 82700. Vilium selja 4ra herbergja jarðhæð, i Laugarásnum, ibúðin er laus strax. Uppl. i sima 53179 eftir kl. 17. Pyrstur meö fréttimar vísml Það er mikið að gera I Tryggingastofnuninni, þegar lifeyririnn er borgaður út. Flestir sækja aurana sfna á fyrstu útborgunar- dögunum, þótt þeir þurfi að standa lengi { röðum. Tryggingar eru að verða æ stærri og umsvifameiri þáttur i þjóðarbúskap Is- lendinga. Nú er svo komið að tæpum einum þriðja af útgjöldum rikisins er varið til tryggingamála. Sú stofnun sem um tryggingamálin fjallar á Islandi er Trygginga- stofnun rikisins. For- stjórihennar, Sigurður Ingimundarson, svaraði nú fyrir STOFNUN Á ÍSLANDI skömmu spurningum Visis. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Sigurð var hve miklar upphæðir færu til hinna ýnsu þátta trygginga- málanna. Helstu þættir tryggingamála. „Aðaldeildir Almanna- trygginganna eru lifeyr- istryggingar og sjúkra- tryggingar. Til lifeyris- trygginga munu fara um 9 milljarðar á næsta ári og til sjúkratrygginga 10 milljarðar króna. Ekki koma allar þessar upphæðir ' úr rikissjóði þar sem atvinnurekendur borga um 14% lffeyristrygginganna og sveitar- félögin 10 sjúkratrygginga. Auð auki má nefna slysa- stryggingadeildina, en til hennar eru veittar um 500 milljónir króna. Þessar þrjár deildir, slysa- tryggingadeild, sjúkra- tryggingar og lifeyris- tryggingar heyra undir Tryggingaráð, sem skipað er af Alþingi. Atvinnuleysistryggingasjóður er undir sérstakri stjórn. Fjár til hans er aflað þannig að rikið greiðir helminginn, at- vinnurekendur 1/4 og sveitar- stjórnir 1/4. Sá háttur er hafður á að fyrst er lagt á atvinnurek- endur og framlag hinna svo reiknað út frá þvi. Framlag rikisins til sjóðsins á þessu ári var 530 milljónir króna. Skipulag stofnunar- innar „Yfirstjórn Tryggingastofn- unarinnar er hér i Reykjavik. Hér vinna u.þ.b. 100 manns. Að auki starfa 25 umboðsmenn um landið sem sjá um lifeyris- tryggingarnar. Þessir umboðs- menn eru sýslumenn og bæjar- fógetar viðkomandi sýslna og kaupstaða. Sýslumenn sjá um sjúkra- samlög sýslanna en i kaupstöðum starfa sérstök sjúkrasamlög með eigin stjórn. Alls eru sjúkrasamlögin 40 á öllu landinu. ölll starfsemin úti um landið fer fram undir yfirstjórn og eftir leiðbeiningum héðan.” Útborgun ellilifeyris Hefur verið rætt um að breyta fyrirkomulaginu á útborgun ellilifeyris? „Fyrsti útborgunardagur á ellilifeyri er 10. hvers mánaðar Það hefur veriö reynsla okkar að fólk þyrpist hingað 3 fyrstu útborgunardagana til þess að sækja lifeyrinn sinn. Af þessu hljótast vandræði, sérstaklega fyrsta daginn. Fyrir þremur árum fórum við Siguröur Ingimundarson, for- stjóri Tryggingastofnunar rikisins. að hvetja fólk til þess að sækja Hfeyrinn i banka. Þ.e. að við legðum peningana á reikning þeirra i banka og gæti fólk slðan sótt þá þangað. Þetta myndi auðvitað auðvelda alla af- greiðslu og yrði sist verra fyrir lifeyrisþega þar sem hægt væri að sækja peningana i banka, jafnskjótt og útborgun hæfist hér i Tryggingastofnuninni. Nú erum við að tölvuvæða bókhaldið og munum við þá leggja enn meiri áherslu á að fólk sæki lífeyrinn i banka.” Trýgging eða fátækrahjálp. Hugmynd um svokallaðan neikvæðan tekjuskatt hefur skotíð upp kollinum. 1 stuttu máli er átt við að aðeins þeir sem þess þurfa með fái tryggingabætur. Við spyrjum Sigurð um hans álit á þessum hugmyndum. „Hér er komið að þeirri grundvallarspurningu hvort við eigum að lita á þetta sem tryggingu eða fátækrahjálp. Núverandi tryggingakerfi er til orðið á þann hátt að menn greiddu sin gjöld tíl rikisins og eignuðust tryggingu i staðinn. Þannig hagar til núna að allir fá grunn-ellilifeyri. 1971 var hins vegar i tekin upp tekjutrygging og er henni ætlað að bæta þeim meira upp sem hafa engar tekjur fyrir utan hinn almenna lifeyri. Núverandi ellilffeyrir er 16 þúsund krónur á mánuði. En þeir sem engar tekjur hafa geta haft allt að 13 þúsund krónur þar fyrir utan i tekjutryggingu. Þannig má segja, að kerfi það sem viö búum nú við sé sam- bland af hugmyndinni um tryggingu og neikvæðan tekjuskatt.” Er Trygginga- stofnunin bákn? En skyldi sú stofnun sem út- deilir 1/3 fjárlaganna ekki vera ómanneskjulegt bákn? „Tryggingastofnunin hefur æriö mörg verkefni að vinna. Hér i Reykjavik vinna tæplega 100 manns hjá stofnuninni. Ekki er svo þægilegt að áætla starfs- mannafjpldann úti um landið, en ég get vel hugsað mér að allt i allt vinni um 170-180 manns hjá stofnuninni. Miðað við ýmsar aðrar stofnanir hér á landi eru það ekki svo margir starfsmenn. 1 Sviþjóð starfa 11-12 þúsund manns og i Noregi og Finnlandi 5500-6000 manns i hvoru landi hjá hliðstæðum stofnunum. 1 þessum löndum starfa þvi tiltölulega mun fleiri starfs- menn við tryggingakerfið en hér á landi.” Breytingar á lögum um almanna- tryggingar 1 frumvarpi þvi til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir breytingum á lögum um almannatryggingar, bæði varðandi sjúkratryggingar og lifeyristryggingar. Sigurður Ingimundarson er spurður um hverjar hugmyndir hafi helst verið ræddar I sam- bandi við fyrirhugaðar breytingar. „Það liggur fyrir að fjár- veiting til lifeyristrygginga og sjúkratrygginga verða lækkaðar um 1 milljarð hvor á fjárlögum fyrir árið 1976. Enn hafa tillögur til breytinga á tryggingakerfinu ekki verið mótaðar. Enda er þessi hugmynd um breytingar á tryggingakerfinu ný til komin. Mér er það þó fullkomlega ljóst að breytingin verður ekki auðveld. -EKG.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.