Vísir


Vísir - 21.10.1975, Qupperneq 9

Vísir - 21.10.1975, Qupperneq 9
VtSIR. Þriöjudagur 21. október 1975 9 Hver er hrœddur við hár- skerann? Það eru ekki sist börn- in sem þurfa að fá að finna fyrir skærunum öðru hverju. Sumum lik- ar það langt i frá vel að heimsækja rakarann, en þegar klippingunni er lokið, eru þau flest hver sammála um það, að þetta hafi nú alls ekki verið svo slæmt eftir allt saman. Það er lika mikill mis- skilningur að halda að maður verði sem næst krúnurakaður hjá fag- manninum. Stundum gerir hann ekki meira en að rétt særa hárið, svo að munurinn sést varla. Það eru vist sérstak- lega strákar með sitt hár, sem ekki vilja fara til rakarans, en þeir ættu bara að prófa i eitt skipti, og sjá hvort það skeður nokkuð hræði- legt. En hvað um það. Eftir frönsku hárgreiðslu- blaði að dæma, sem okkur barst i hendur, hugsa þeir i Paris ekkert minna um barnahár- greiðslu en hárgreiðslu fyrir þá fullorðnu. . Hér á siðunni birtum við myndir af nokkrum frönskum krökkum, sem fagmenn þar um slóðir hafa gert fin og flott um höfuðið. Eða hvað finnst ykkur? Sumum finnst ein hár- greiðslan kannski ekki alveg nógu góð. Þar er hárið nefnilega mjög stutt, svo stutt, að það nægir áreiðanlega að þvo sér um hárið með þvottapoka! En þetta Hún var með sitt hár þessi en kom svona myndarleg frá klippingunni er nú nokkuð skemmti- legt samt sem áður. Hinar myndirnar sýna siðara hár og likara þvi sem krakkar eiga að venjast. Hún er til dæm- is skemmtileg greiðslan sem stúlkan er með, svona nokkurs konar ,,tjásuklipping”. Hér á landi ættu rak- arar og hárgreiðslufólk ekkert að eiga i erfið- leikum með að klippa svona. Hver er svo hræddur við rakara? Striöi tók enda og 1947 kom þessi greiösla fram á sjónar- sviðiö. Svona var hárgreiöslan áriö 1945. Bryjað var aö nota lakk og mikil vinna var lögö I greiösluna. Sjáið hvað toppurinn er tilþrifamikill! 1963 var það Farah Diba, sem réö. Hár-„spreyin” komu fram á sjónarsviöiö meö aiveg nýja möguleika — eins og sést. 1950 átti háriö að líta svona út. Þessi greiðsla minnir á árin um 1930. Háriö er stutt og þægilegt meðferðar. Svo kom 8, áratugurinn. Þessi greiösia kom fram á sjónarsviöiö 1971: „Englalokkar”. Greiðsia þessi heldur enn velli. Þannig breyttist hárgreiðslan Hann er klipptur I Frakklandi þessi, en skyldu þeir ekki geta klippt svona hér? Sumum finnst þetta kannski of s t u t t . E n skemmtilegt er það og áreiðan- lega þægilegt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.