Vísir - 21.10.1975, Side 10

Vísir - 21.10.1975, Side 10
10 VtSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 ÞEKKING EDA VANÞEKKING o . . ; Undirstaöa allrar viðleitni til umbóta I stjórnarfari og þjóðfélags- háttum er þekking og skilningur. Þekking á þeim lögum og reglum, sem I gildi eru, og á þeim venjum, sem í reynd hefur verið fylgt i framkvæmd þeirra. Skilningur á þeim ástæðum, sem liggja til grundvallar lögum og venjum og sem yfirleitt eiga sér djúpar rætur i mannlegu eðli og mannlegri reynslu. Þekking og skilningur leiðir ekki til þess, aö öll gagnrýni falli niður, og allt sé talið gott sem er. Þau leiða hins vegar til þess, aö gagnrýnin getur beinst aö kjarna málsins og stuðlað að endurbótum og framförum. Óþarfi er að taka fram, að blöð og aðrir fjölmiðlar hafa sérstökum skyldum aö gegna I þcssu efni, og að það skiptir meginmáli fyrir heilbrigða þjóðfélags- þróun, hvernig þær skyldur cru ræktar. Brugðist skyldum sinum Tilefni þessara hugleiöinga er föstudagsgrein Vilmundar Gylfasonar i Visi þ. 17. okt. s.l., en þar viröist mér jafnt höfund- ur sem ritstjórn blaösins hafa brugðist skyldum sinum með þeim hætti, sem óvenjulegur er, einnig i islenskum blööum. Þær staöreyndir, sem um er fjallaö, þau lög og reglur, sem i giídi eru og þær venjur, sem fylgt hefur verið, eru alkunnar. Þau rök, sem lágu til grundvallar þess- um lögum og reglum eru einnig vel þekkt og augljós, ekki sist af þvi aö lögin eru tiltölulega ný, sett fyrir tæpum hálfum öörum áratug. Samt er fjallaö um þessi mál á þann hátt, sem raun ber vitni. stofnun, hins vegar að úrslita- valdið i stjórn efnahagsmála sé hjá rikisstjórn landsins. 1 stööu Seðlabankastjóra eru að sjálf- sögðu hvergi valdir aörir menn en þeir, sem sérstaka þekkingu og reynslu hafa til að bera og njóta einstaks álits bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Séu stjórnmálamenn valdir til þess- ara starfa er það ekki vegna stjórnmálaframa þeirra heldur vegna annarra kosta, og þeir hætta þá einnig um leið afskipt- um af stjórnmálum. Þýðing þess, að miklir hæfileikamenn skipi slikar stöður, veröur vart ofmetin. Sú þýðing verður ekki sist ljós, þegar alvarlegir efna- hagsörðugleikar steðja að og mikið er komið undir trausti á erlendum fjármagnsmörkuöum og á alþjóðavettvangi yfirleitt. Jónas H. Haralz skrifar: IMikrar kugleiiinyor í tilefni af grein VilaiuiMlar Gylfasonar leyti, að úrslitaábyrgðin hvilir* hjá rikisstjórn landsins. Telji menn áhrif Seðlabanka,. eða annarra embættismanna rikisins of mikil, er ekki við neinn að sakast nema rikis- stjórnina sjálfa og þann þing- meirihluta, sem hún hvilir á. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þegar stjórnmálamenn taka við þeirri miklu ábyrgð, sem seta i rikisstjórn felur i sér, fara þeir fljótlega að lita hiutina svipuðum augum og stjórn Seðlabanka og aðrir embættis- menn. Samræmi i sjónarmiðum ráðherra og þessara embættis- manna er þvi ekki aö kenna' óeðlilegum áhrifum hinna siðarnefndu, heldur stafar blátt áfram af þvi, að stjórnmála- mennirnir komast að raun um, að heimurinn litur öðru visu út frá tröppum stjórnar- ráðshússins en tröppum Alþingishúsins, svo að svipuð samliking sé notuð og Magnús Jónsson, prófessor, gerði eitt sinn á sinn snjalla hátt. Sem embættismaður hefi ég sjálfur ýmist verið ásakaður fyrir að vera of ráðrikur gagnvart stjórnmálamönnum eða of leiðitamur við þá. Þaö er erfitt að varast þá hugsun, að slik ósamkynja gagnrýni byggist á /tSIB. l' östudagur 17. október 1975. IHHHIÍHRflHHHHHHBHlHliBHHHHHHHBS ö-Sí .. . HVER HEFUR KOSIÐ JÓHANNES NORDAL? Vilmundur Gylfason skrifar I frakkneskri sögu segir ra því, að upp úr miðbiki 7du aldar, á valdatima ólkonungsins Loðvíks (IV, var þar I landi f|ár- nálaráðherra maður að afni Fouquet. Hann var læmigerður fulltrúi slns fma og sinnar stéttar. 'öld hans í fjármálum irtust ómæld, hann var inur lista og visinda eins g þeirra tíma var tiska, og ann var lifandi tákn þess •ruðls sem átti sér stað við irð sólkonungsins. Hér /kur raunar samanburði ið Islenska samtfð, en lergsteinn Jónsson segir I öguriti sinu um þetta ímabil: ,,Og þegar f|6r- nálaráðherrann hugðist eilla húsbónda sinn, varð ann þvert á móti til að lýta fyrlr falli sfnu. Bar að svo til, að haustið 1661 áreiftanlega margt vel i sinni stofnun, Seft’.abankanum. En valdahrokinh ieynir sér ekki. Og valdahorkinn er afsprengi eftir- litsleysis. Jóhannes Nordal hefur ekki verift kjörinn til stöftu sinnar. Samt er þaft lika fjarri mér aft vilja fcra alla hluti til þeirrar lágkúru sem beinar kosningar oft eru. Efta áft vilja gera Iftift úr Frá aðalfundi Alþjóftabankans. Hefftl ekkl verift hógvcrara af ráftgef- andl bankastjóra aft tylla sér I aftarl rttft, en láU kjttrnnm fjármálaráft- herra forsctift eftlr? dcmi um slfkan mann er Seftla- bankastjórinn, Jóhannes Nordal. Völd hans eru mögnuft — og ó- skert, hvernig sem sviptivindar stjórnmálanna ganga hverju landift og íramtlft þeirra. Vift hin verftum aft treysta sllkum niftur- stöftum og erum háft þeim. En Jó- hannes Nordal — og bankastjóra- hópurlnn f rfkisbákninu — hefur störfum embcttismanna. 1 eru nauftsynlegir vift hliftin kjörnum fulltrúum en um le þaft aft vera skylda hinna kjt fulltrúa aft hafa opinbert og b eftirlit meft störfum embc manna. Þaft er vlsasti vegui til betra þjóftfélags. Og góft b un vcri aft taka fyrlr bruftl Seftlabankanum. Þessar buxur viröasl vera eins og allar hinar. IÞœr eru þaö ekki. Þetta eru vno ITDAKI Seölabankinn sé tiltölulega óháð stofnun Samkvæmt lögum um Seðla- banka Islands frá 29. mars 1961, er rekstur bankans i höndum þriggja manna bankastjórnar, sem skipuð er af þeim ráðherra, sem meðbankamál fer, þ.e. við- skiptaráöherra, að fengnum til- lögum bankaráðs, sem kjörið er af Alþingi. Lögin setja reglur um verkefni og ábyrgð hvors aðila um sig, bankaráðs og bankastjórnar. Þau fjalla einnig á skýran og ótviræðan hátt um tengsl Seðlabankans við rikis- stjórnina. Annars vegar er stefnt að þvi, að Seölabankinn sé tiltölulega óháð stofnun, sem farið geti með þau vandasömu verkefni, sem henni eru falin, án utanaðkomandi afskipta I einstökum atriðum. Á hinn bóg- inn er gengið út frá þvi, að höfuðábyrgðin á stefnunni i efnahagsmálum hvili á rikis- stjórn iandsins og eitt megin- hlutverk bankans sé að vinna aö þvi, að stefna rikisstjórnarinnar nái tilgangi sinum. Mér er vel kunnugt um, að á þeim tæpum fimmtán árum, sem bankinn hefur starfað, hefur stjórn hans verið I fullu samræmi við þessi ákvæði og þau sjónarmið, sem að baki löggjöfinni lágu. Það þarf enginn maöur að spyrja um þaö, hver hafi ráðið eða kosið bankastjórn Seðlabankans, eða á hvers ábyrgð hún starfi. Svar- ið við þeirri spurningu er aug- ljóst. íslensku lagaákvæðin skýrari. Sá háttur, sem hér á landi er haföur á um stjórn Seðlabank- ans, er, eins og að likum lætur, i meginatriðum sá sami og tiðk- ast i öðrum löndum. Þó eru is- lensk lagaákvæði um þetta efni skýrari en viðasthvar annars staðar. Astæðan er sú, að lögin eru tiltölulega ný og að þess vegna var unnt að byggja á við- tækri reynslu annarra landa og á þeim skoðunum, sem mótast höfðu af þessari reynslu og vanda vel til löggjafarinnar. Seðlabankastjórar eru mér vitanlega hvergi I heiminum kosnir af löggjafarvaldinu, og þvi siður i almennum kosning- um. Þeir eru alls staðar, beint eða óbeint, valdir af rikisstjórn landsins eöa forseta þess, fari forsetinn með framkvæmda- valdið. Alls staðar er I grund- vallaratriðum stefnt að þvi sama, annars vegar að Seðla- bankinn sé tiltölulega óháð Sinnir alþjóðlegri samvinnu i peninga- og fjármálum. Eitt af verkefnum Seöla- banka er að sinna þeirri alþjóð- legu samvinnu i peningamálum og fjármálum, sem hefur orðiö æ mikilvægari og að verulegu leyti fer fram á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóöa- bankans. Það er þvi viðtekin venja hvarvetna i heiminum, að aðalfulltrúar i stjórn þessara stofnana séu annars vegar sá ráðherra, sem fer með stjórn efnahagsmála, fjármálaráð- herra eða viðskiptaráöherra, hins vegar aöalbankastjóri Seðlabanka. Varafulltrúar eru siöan ýmsir embættismenn ráðuneyta eða Seðlabanka, eða aðrir ráöherrar, eftir þvi sem aðstæður segja til um. Siðastlið- in tiu ár hefur sú skipan verið höfð á i þessum efnum hér á landi, að sá ráðherra, sem fer meö málefni þessara alþjóða- stofnana, viðskiptaráðherra, hefur verið aðalfulltrúi landsins i stjórn Alþjóðabankans en fjár- málaráðherra hefur verið vara- fulltrúi hans. Aðalbankastjóri Seðlabankans hefur verið aðal- fulltrúi I stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, en ráðunautur rikisstjórnarinnar i efnahags- málum, nú hagrannsóknastjóri, hefur veriö varafulltrúi hans. Bæði aðalfulltrúar og varafull- trúar sitja jafnan ársfundi þess- ara stofnana. Seðlabanki mál- svari forsjálni, aðhalds og aga. Það lætur að likum, að oft á tiðum sé ágreiningur um stefn- una I efnahagsmálum og stefn- una i peningamálum. Eðli málsins samkvæmt hlýtur Seðlabanki að vera málsvari forsjálni, aðhalds og aga i þess- um efnum og flytja rikis- stjórninni þau sjónarmiö. Málsvarar annarra sjónarmiða beina þá stundum skeytum sin- um að Seðlabankanum sjálfum og telja áhrif hans á stjórn efna- hagsmála of mikil. Verulegur styr hefur þvi stundum staðið um Seðlabanka landa og einstaka forustumenn þeirra. Þetta er ekki óeðlilegt, og varla annars að væntan en að Seðla- bankinn sé á stundum dreginn inn i deilur á þessum vettvangi. Hitt verður að hafa hugfast, að lög hafa verið sett og venjur myndast einmitt til að leysa mál af þessu tagi. Þessi lög og venjur eru ótviræðar, að þvi litilli þekkingu á raunveruleg- um aðstæöum og sé fram sett at miklu meiru kappi en forsjá. 111 nauðsyn Þaö er alkunna, að stofnun- um, sem miklu ábyrgðarhlut- verki sinna, eru oft falin verk- efni utan eiginlegs verkahrings þeirra. Sama máli gegnir um menn i miklum ábyrgðar- stöðum. Þetta á að sjálfsögðu alveg sérstaklega við I landi eins og Islandi, þar sem þjóðfélagsbygging af alkunnum ástæðum er að ýmsu leyti ófull- komin. Um það þarf i sjálfu sér ekki að vera ágreiningur, að æskilegt og eðlilegt sé að dreifa slikum verkef-num á milli fleiri stofnana og manna, séu þær stofnanir fyrir hendi, sem geti sinnt þeim og hæfir menn sem geti tekið þau að sér. Jafnframt verður þó að gæta þess, að al- menn yfirsýn um málefnin og eðlilegt aðhald i stjórn þeirra fari ekki forgörðum. Þegar slikar aðstæður eru ekki til staðar, getur það hins vegar verið ill nauðsyn að margvisleg og mikilvæg verkefni safnist um skeið fyrir hjá einstökum stofn- unum og einstökum mönnum. Það er misskilningur að telja, að þetta hafi farið i vöxt á undanförnum árum,- Þvert á móti hafa stjórnvöld og Alþingi leitast við að setja á laggirnar nýjar stofnanir til að taka viö bæði gömlum og nýjum verk- efnum. Þetta hefur haft mikinn kostnað I för með sér, og þvi miður einnig leitt til þess, að dregið hefur úr yfirsýn og aðhaldi. Þess er skemmst að minnast að rekstur Fram- kvæmdasjóðs rikisins var færður frá Seðlabankanum og rekstur Atvinnujöfnunarsjóðs (nú Byggðasjóðs) frá Lands- bankanum. Það þarf engum blöðum um það að fletta hvaða afleiðingar þessi breyting hefur haft I för með sér og litill vafi á þvi, hvaða þátt hún hefur átt i þróun lánamála og efnahags- mála að undanförnu. Með þessu er ég ekki að segja, að rétt sé að hverfa aftur til fyrra skipulags. Hitt skiptir meginmáli, að við- leitni til umbóta i þessum efnum stefni að heilbrigðu skipulagi þar'sem nauðsynlegrar yfirsýn- ar, samræmingar og aðhalds gæti af hálfu bæði fram- kvæmdavalds og löggjafar- valds. Laxveiöar alvörumál á íslandi Það getur virst undarlegt að blanda laxveiði inn i alvarleg málefni af þvi tagi, sem tekin hafa veriö til umræðu i þessari grein. En laxveiðar eru al- vörumál á íslandi og best, að þær séu einnig nefndar i þessu sambandi. Bæði Seðlabankinn og Landsbankinn taka si og æ - á móti allmiklum fjölda erlendra gesta. Sumir eru sérstaklega boðnir, aðrir koma i heimsóknir. Báðir bankarnir hafa talið það skipta miklu máli fyrir þá sjálfa og starfsemi þeirra, og þá um leið fyrir þjóðina alla að vel sé tekiö á móti þessum gestum. Þeir hafa litið svo á, að það fé, sem til slikrar gestamóttöku sé varið, skili rikulegri ávöxtun I aukinni þekkingu og skilningi á landi okkar og þjóð og aðstæðum öll- um. Með þessu móti er stuðlað að þeim nánu tengslum við er- lendar fjármálastofnanir og forustumenn þeirra og þvi gagnkvæma trausti, sem er ein af forsendum lánstrausts þjóðarinnar erlendis. Reynsla beggja bankanna hefur verið sú, að flestir hinna erlendu gesta meti það sérstaklega mikils að geta stundað laxveiðar i nokkra daga. Með þvi móti kynnast þeir ekki aðeins skemmtilegri Iþrótt, heldur einnig Islenskri náttúru i bliðu og striðu og islensku fólki á þann hátt, að þeir telja sér mikils virði. Andi upplýsinga eöa formyrkvunar Ég hefi ekki lagt það I vana minn um dagana að svara árás- um á sjálfan mig eða þær stofnanir, sem ég hefi veitt for- stöðu eða taka þátt i blaðadeil- um. Að ég nú bregð frá þessum vana stafar af þvi að mér finnst ærið tilefni hafa gefist til. Ég á einnig hægara um vik, þar sem hvorki ég sjálfur né sú stofnun, sem ég er tengdur, eru beinlinis tilefni þessara árása. A hinn bóginn held ég, að það varði alla Islendinga miklu, hvernig um þessi mál er fjallað, hvort um þau er skrifað af þekkingu eða vanþekkingu, skilningi eða skilningsleysi, hvort i blöðum og öðrum fjölmiðlum rikir andi upplýsingar eða formyrkvunar. Gæti þessi pistill stuðlað að þvi, að um þessi mál verði fram- vegis fjallaö af meiri þekkingu og skilningi en áður, er tilgangi hans náð. Þá hefur gatan jafn- framt verið greidd fyrir endur- bótum og framförum i stjórnar- fari okkar og þjóðfélagsháttum. (Millifyrirsagnir hlaðsins) BBHD

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.