Vísir - 21.10.1975, Síða 13

Vísir - 21.10.1975, Síða 13
12 VtSIR. Þriöjudagur 21. október 1975 VtSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 13 Ge.org er alveg a5 tapa sér Skammar Andy Mclverfyrir ^ framan alla hina. Horfftu a leikinn. maöur — þa6 er þar sem hlutirnir eru gerast! OPNA ÞEIR ITALIU- MARKAÐINN AFTUR? Eftir jafnteflið við Finnland vilja Italir hleypa erlendum knattspyrnumönnum inn í landið því þeirra menn kunni ekki lengur að skora mörk ttalir eru enn ekki búnir að ná sér eftir jafntefiið við Finnland — 0:0 — i Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu á dögunum. Er nú svo komið, að jafnvel þeir, sem harðast hafa barist gegn þvi, að italir hleyptu erlendum knatt- spyrnumönnum aftur inn I landiö eru farnir að renna á rassinn, og tala um að opna allt upp á gátt. Þeir hafa barist á móti þessu i mörg ár, og sagt að eina leiðin til að gera knattspyrnuna á Itallu góða, sé að italir einir séu um hit- una. En nú horfir málið öðru visi við. Afallið I siðustu heimsmeist- Allt eftir bókinni! Reykjanesmótinu i hand- knattleik var haldið áfram á sunnudaginn og voru þá leikn- ir þrir leikir i m.fl. karla i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þar áttust við annarsvegar þrjú lið úr 1. deild og þrjú lið úr 3. deild. Var það ójafn leik- ur þar sem ekki þurfti að spyrja að leikslokum — liðin úr I. deild fóru létt með and- stæðinga sina. Úrslit leikjanna urðu þessi: Grótta—V íðir 29:16 FH—Afturelding 33:16 Haukar—iA 32:19 arakeppni var mikið, en upp úr sauð við jafnteflið gegn Finnlandi I Róm á dögunum. Nú heimta blöðin, vel studd af þekktustu þjálfurunum , að dyrn- ar verði opnaðar fyrir útlending- ana aftur, en þær hafa verið „lokaðar” siðastliðin tiu ár. Segja þau, að knattspyrnunni hraki I landinu, og eina ráðið til að ná henni upp sé að gera það sama og Spánn, V-Þýskaland, Holland og Belgia hafi gert á undan- förnum árum meö góðum árangri — að hleypa erlendum knatt- spyrnumönnum inn i landið. Þeir kunni i það minnsta að skora mörk, en þvi sé ekki fyrir að fara hjá þeim sem leiki meö bestu lið- unum á Italiu —og þó séu þeir I flestum tilfellum mun hærra launaðir en atvinnumenn annarra landa. Búist er við að ekki verði langt að biða þess að Italir opni aftur markaðinn, og sömuleiðis Aust- urriki, en þar var félögunum bönnuð kaup á erlendum leik- mönnum fyrir tveim árum. Þykir sú ráðstöfun ekki hafa gefið góða raun, og eru menn almennt á þvi I Austurriki að opna aftur fyrir út- lendingana. Ef af þessu verður— sérstak- 'lega opnun „Italiumarkaðarins” má búast við miklum kaupum og sölum I Evrópu, og að verð á leik- mönnum og laun þeirra fari upp úr öllu valdi. Ottast hin fátækari félög þetta mjög, og þá ekki siður þær fáu þjóðir I Evrópu, sem enn eru með áhugamennsku — eins og t.d. danir, svlar, finnar og norð- menn — og við getum örugglega bætt íslandi við þann hóp þótt okkar hafi ekki verið getið i franska blaðinu, sem þessi grein er úr. —klp— Tilbúinn nœsta sumar ef veðrið verður gott — segir Baldur Jónsson vallarstjóri um hina umtöluðu viðgerð á Laugardalsvellinum „Ég get ekki sagt annað en að allar framkvæmdir hafi gengið prýðilega, og haldist tiðin góð, þá höldum við áætlun”, sagði Baldur Jónsson vallarstjóri i viðtali viö Visi I morgun þegar við inntum liann eftir, hvernig viðgerðin gengi á Laugardalsvellinum. Eins og kunnugt er fékk Knatt- spyrnusamband Islands skeyti frá Evrópusambandinu i sumar um að Laugardalsvöllurinn væri með öllu ónothæfur og gaf KSÍ frest til endurbóta. A ýmsu gekk svo áður en hafist var handa um viðgerð á vellinum, vildu sumir gervigras, aðrir að völlurinn yrðí hitaður upp og enn aðrir að sem minnstu yrði til kostað. Eftir að þjarkað hafði verið um málið i borgarstjórn var fé veitt til viðgerðar og farið eftir tillögu KSI um að setja nýtt undirlag á völlinn og tyrfa hann upp að nýju og eru framkvæmdir hafnar fyrir nokkru „Við erum að visu einum degi á eftir áætlun”, sagði Baldur, — „en við eigum að vinna hann upp i vikunni, og ljúkum verkinu eftir hálfan mánuð. Hvort leikið verður á vellinum næsta sumar, get ég ekki sagt um á þessu st.igi — þar erum við al- gerlega háðir veðri og vindum. Haldist tiðin góð i haust og næsta vor, ætti völlurinn að geta orðið nothæfur i júni, en ef við fá- um svipaða veðráttu og i vor — lofa ég engu”. Það eru stórvirkar vélar og stórvirkir menn, sem keppast við á Laugardalsvellinum þessa dagana. Þar er unnið að krafti við að leggja nýtt undirlag á völlinn og siðan á að tyrfa i haust cf tiðin verður góð. Ljós- mynd Jim. Sviinn Björn Borg sem tryggði sér sæti I keppni sigrinum á Spáni um helgina. „hinna stóru” með Björn Borg í þriðja sœtið — eftir að hann sigraði á spœnska opna meistaramótinu um heigina Sviinn Björn Borg vann sér rétt til að keppa i „Grand Prix Mast- ers” sem haldin verður i Stokk- hólmi I Sviþjóð r desember n.k., með þvi að sigra i opna spánska meistaramótinu i tennis um helg- ina. I Grand Prix koma til með að keppa þeir sem flest stig hljóta i stórmótum á árinu — alls átta menn — og er sviinn ungi sá þriðji, sem vinnur sér þennan rétt. Hinir tveir eru Guillermo Vilas frá Argentinu og Manuel Orantes frá Spáni. Um hin fimm sætin er hörð keppni, og þar berjást margir KINVERSKI LOFTFIMLEIKAFLOKKURINN sýnir í kvöld kl. 20,00 í Laugardalshöllinni Síðustu sýningar flokksins: Verð aðgöngumiðo: Miðvikudag kl. 5,00 Sœti kr. 800/- Miðvikudag kl. 8,00 Stœði kr. 500/- AUKASÝNING VERÐUR MIÐVIKUDAG KL. 5,00 Miðasala í LaugardaL \ ill í dag kl. 5,30 — 8,00 íþróttabandalag Reykjavíkur þekktir kappar. Staðan I „Grand Prix” eftir keppnina á Spáni um helgina er þessi: Guillermo Vilas, Agentinu 754 Manuel Orantes, Spáni 619 Björn Borg, Sviþjóð 520 Arthur Ashe, USA 475 Ilie Nastase, Rúmeniu 415 Jan Kodes, Tékkóslóvakiu 343 Jimmy Connors, USA 340 Paul Ramirez Mexikó 295 Jaime Fillol, Chile 284 Adriano Panatta, Italiu 284 Björn Borg sigraði italann Panatta i úrslitakeppninni i ein- liðaleik á Spáni 1:6, 7:6, 6:3, og 6:2, en i undanúrslitunum sigraði hann Vilas frá Argentinu 6:3, 6:1 pg 7:6. I tviliðaleiknum sigruðu þeir Borg og Vilas þá Fibak (Póllandi og Meiler (Vestur-Þýzkalandi) 3:6, 6:4 og 6:3 I úrslitaleiknum. —klp— glS|j| ■il. Verður mótanefnd KSÍ að segja af sér? r r — Urslitaleikirnir í 3. fl. Islandsmótsins í knattspyrnu voru allir ólöglegir og kœra vegna þessa virðist œtla að draga dilk á eftir sér Allt útlit er fyrir að kæra I ein- um af úrslitaleikjum 3, aldurs- flokks i íslandsmótinu i knatt- spyrnu muni draga dilk á eftir sér, og svo getur farið að móta- nefnd KSt verði að segja af sér vegna þessa máls, þvi að allir úr- slitaleikirnir voru ólöglegir sam- kvæmt reglum um knattspyrnu- mót yngri flokkanna. Fyrstu mistök mótanefndar var að skipta liðunum fimm, Vikingi, Olafsvik, Þór, Akureyri, Reyni Sandgerði, Hugin Seyðisfirði og Breiðabliki Kópavogi I tvo riöla. En samkvæmt reglunum áttu allir að leika viö alla ef liðin væru færri en sex. Vikingur og Þór voru saman I riðli og eru það Þórsararsem valda fjaðrafokinu. Þeir kærðu leik sinn við Viking, sem Vikingur vann eftir fram- lengdan leik, en framlenging var ólögleg samkvæmt reglunum. (Nýr leikur átti að fara fram). Breiðablik sigraði svo i hinum riðlinum og lék siðan við Viking um Islandsmeistaratitilinn og unnu Blikarnir örugglega 4:0 og þeir siðan útnefndir Islands- meistarar. Nú hefur dómur fallið I kæru- máli Þórs og segir i dómnum, að leikur þeirra við Viking skuli leik- inn upp aftur. Það næsta sem skeði var, að Ólafsvikingar sögð- ust ekki kæra sig um að leika við Akureyringa, og sögðu að besta liðið (Breiðablik) Jiafi unnið og þeir hefðu engan áhuga á að reyna aftur og gáfu leikinn við Þór. Nú hefur mótanefnd svo sett leik Þórs og tslandsmeistaranna á laugardaginn, en Breiðabliks- menn segjast ekki mæta til leiks. „Við vorum sæmdir íslands- meistaratitlinum 19. ágúst og hann hefur ekki enn verið tekinn af okkur, og á meðan svo er mæt- um við ekki til leiks,” sagði Ás- geir Þorvaldsson þjálfari 3. flokks Breiðabliks i viötali við Visi I morgun. „Við höfum ekkert til saka unnið i þessu máli nema siður sé og ætlum þvi að láta hart mæta hörðu.” „Sökin er min,” sagði Helgi Danielsson, formaður móta- nefndar. „En þetta var ekki með vilja gert, ég vildi aðeins vel. Það er ljóst að liðin utan af landi urðu að leggja I mikinn kostnað vegna þessara umræddu úrslita sem fóru fram i Reykjavik. Mitt sjón- armið var aðeins að reyna að minnka þennan kostnað eins mik- ið og hægt væri með þvi að keyra úrslitaleikina i gegn á sem skemmstum tima. Þetta er leiðindarmál, sem ekki er útséð um hvaða afleiðingar getur haft,” sagði Helgi að lok- um. Það er greinilegt á öllu að Akureyringar hafa þarna komið höggi á formann mótanefndar, Helga Danielsson, og segja má að þeir séu komnir með höfuðið á honum undir „fallöxina” — það eina sem þeir eiga eftir að gera er að kippa i spottann. —BB Nú verða þeir andstœðingar! Tveir góðir vinir verða and- stæðingar á morgun þegar fyrstu leikirnir i annarri umferð Evrópumótanna i knattspyrnu fara fram. Það eru þeir Gunnar Nordahl og Nisse Liedholm — sviarnir tveir sem voru i hinni frægu „Gre-No-Li” keðju i itölsku knattspyrnunni fyrir mörgum árum. Nisse Liedholm er nú þjálfari og framkvæmdastjóri italska liðsins AC Roma, en Gunnar Nordahl er með sænska liðið Vaxjö. Þessi lið drógust saman i 2. umferð i UEFA keppninni og mætast i fyrri leiknum á morgun. Þeir urðu báðir mjög ánægðir þegar þeir fréttu af drættinum — enda hafa þeir ekki séð hvor annan i mörg ár. Til að gera þctta enn skemmtilegra fyrir þá, hefur eitt blað i Sviþjóð boð- ið þriðja hlekknum — Gunnari Gren — að sjá báða leikina, og til að ná þessu fræga triói saman eftir öll þessi ár. > fyrsta sinn i sögunni verða tvö 2. deildarlið i úrslitum I bikarkeppninni I knattspyrnu I Noregi á sunnu- daginn kemur. Eru þaöliðin B odö-Glimt og Vard, en það siðarnefnda er frá Haugasundi. Þessi lið hafa slegið hvert 1. deildarliðið af fætur öðru út úr keppninni, og hefur árangur þeirra vakið mikla athygli I Noregi. t undanúrslitunum, sem voru leikin um siðustu helgi, sigr. Böde Glimt I ieiknum við Start 1:0 og Vard gerði sér litið fyrir og sigraði Rosenborg 4:2. A myndinni sjást leikmenn Haugasundsliðsins fagna sigri i þeim leik. Þeir hafa nú einnig unnið sér rétt til að leika I 1. deild næsta ár og er þvi ekki að undra þótt þeir séu ánægðir. Pan-Am í Mexíkó: Voru nálœgt heimsmeti! Bandarikjamenn komu á óvart á Pan-Am leikunum i Mexikó i gærkvöldi og unnu þá i flestum greinum á siöasta degi frjálsiþrótta- kcppninnar, og hafa þeir nú hlotið 53 gull, Kúba er i öðru sæti með 33 og þriðju eru Kan- adamenn með 11 gull. Bandarikin réttu þvi nokkuð úr kútnum i lokin og unnu 18 gull af 35 í frjálsiþróttakeppninni, en á leikunum I Cali 1971 hlutu þeir 24 gull. Boðhlaupin voru sérgrein bandarikja- manna I gærkvöldi og voru þeir nálægt báð- um heimsmetunum i4x100 m boðhlaupunum. Karlasveitin hljóp á 38.31 sek. eða 0.11 sek. frá metinu, en munur kvennasveitarinnar var aðeins meiri, 0.30 sek. Þá unnu banda- ríkjamenn i 4x400 m boðhlaupi karla, stang- arstökki og 1500 m hlaupi. 1 4x400 m boðhlaupi kvenna urðu kanadisku stúlkurnar sigurvegarar eftir harða keppni við þær bandarisku og I maraþonhlaupinu sigraði Kúbumaðurinn Rigoberto Mendoza. Úrslitin i sundinu verða i kvöld og komust bandarikjamenn I úrslit i öllum greinunum — þurftu Htiö að hafa fyrir þvi og er búist við að þeir sigri I öllum greinum. —BB Einn 18 ára í landsliðið „Ég bjóst ekki við að komast i liðið svona fljótt, þetta er einn skemmtilegasti dagurinn i lifi minu,” sagði 18 ára unglingur i liði Man- chester United, David McCreery i gær þegar hann var valinn i 16 manna landsliðshóp Norður-lrlands sem á að leika gegn Norð- mönnum i Evrópukeppninni i knattspyrnu i Belfast 29. október. Er McCreery yngsti leik- maðurinn sem valinn er i liðið siðan 1964, en þá lék George Best sinn fyrsta leik, aðeins 17. ára. Þannig litur 16 manna hópurinn út: Pat Jennings (Tottenham), Ian McFaul (New- castle), Pat Rice (Arsenal), Sammy Nelson (Arsenal), David Craig (Newcastle), Allan Hunter (Ipswich), Chris Nicholl (Aston Villa),Tommy Jackson (Manch. Utd.), Dave Clements (Everton), Bryan Hamilton (Ips- wich), Johnny Jamison (Glentoran), David McCreery (Manch. Utd.), Derek Spence (Bury), Sammy Mcllroy (Manch. Utd.), Tom Finney (Sunderland) og Sammy Morg- an (Maneh. Utd.). —BB Var ekki konunni að kenna Eftir fimmtán mánuði án sigurs i tennis- keppni, náði bandarikjamaðurinn Stan Smith, sem fyrir nokkrum árum var skæð- asta stjaruan i Iþróttinni, að sigra I ástralska opna tennismótinu innanhúss um helgina. Smith sigraði þar landa sinn og féiaga — I tviliðaleik — i úrslitaleik mótsins 7:6 og 6:2 og komu þau úrslit mikiö á óvart þvi Smith, sem kallaður hefur verið „prúðasti tennis- leikari heims” hcfur átt við meiðsli að striða að undanförnu. Hann sagði við áhorfendur, sem fylltu hið stóra iþróttahús þar sem keppnin var háð, cftir sigurinn, að hann væri i sjöunda himni yfir sigrinum — ekki sin vegna heldur konu sinnar Margie, sem hann giftist á siðasta ári. „Hún var farin að halda að það væri sér að kenna hversu illa mér gekk, þvi ég hef ekki unnið eina einustu keppni siðan við gift- umst.” —klp—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.