Vísir - 21.10.1975, Síða 14

Vísir - 21.10.1975, Síða 14
14 VÍSIR. Þriöjudagur 21. október 1975 Drykkjuskapur bandarískra skólabarna sívaxandi vandamál meira en 1,3 milljón barna á aldrinum frá 12 til 17 ára fara á fylliri að minnsta kosti einu sinni i viku. SU tala ætti aö gera hvern ein- asta mann dauðskelkaðan. Þess- ar 1,3 milljónir eru aðeins þeir sem spurðir voru. Það er ekki vit- að um hve margir drekka, án þess að við vitum af þvi. Og það er jafn-hry llilegt til þess að vita, að þegar nemendurnir komast i 10. bekk, þá neyta um 50% þeirra áfengis reglulega.” Charles Cox, er skipuleggur áfengisvarnir i skólum Balti- moreborgar, tjáði blaðinu: „Drykkjuskapur er nú svo al- gengur, að drukknum nemanda er rangíar eftir göngunum'er ekki veitt nein sérstök athygli af öðr- um nemendum.” 1 Coatesville, einni af Utborgum Philadelhiu, hefur skólastjórn ein fest kaup á tæki til könnunar á andardrætti nemenda. Dr. Samu- el DeSimone, yfirumsjónarmaður skóla, hafði þetta að segja: „Skólakerfi okkar á við meira áfengisvandamál að striða en nokkurt annað. Við ákváðum nU að gera eitthvað i málinu. Það voru of margir farnir að mæta drukknir i skólann, falla i yfirlið eða kasta upp.” I Kaliforniu sagði Roger Tayl- or, yfirmaður fræðslu um eitúr- lyfjanautn: „Ég er með krakka hérna, sex- tán ára gamla, sem fá krampa á leiðinni I matsalinn og verða að fara i fataskápinn sinn eða Ut i bil til að fá sér sopa, til þess að þeir geti haldið Ut. Við erum lika alltaf að rekast á pappirspoka með tómum vin- flöskum.” Richard Green, yfirmaður öryggisgæslu i Los Angeles greindi ástæðuna fyrir þessari auknu áfengisneyslu: „1 fjölmörgum tilfellum, drekka krakkarnir og taka pillur um leið. Með þvi vilja þeir leyna áhrifum eiturlyfjanna. Þeir vita það vel, að refsing fyrir áfengis- neyslu er ekki likt um þvi eins ströng og fyrir neyslu eitur- lyfja.” A einum fegursta staönum i Sochi stendur þetta heilsuhæii sem nefnist „Kirovsky Zavod”. Myndin synir dvalargesti i sólbaösskýli á einu af heilsuhælunum i Sochi. Oft hefur heyrst að nútima arkitektum takist ekki sem best upp þegar þeir ætla að láta nýjar byggingar falla inn i gamalt umhverfi. Myndin sýnir okkur hvernig slikt getur tekist með miklum ágætum. Stórbyggingin aftast á myndinni er ráðhús sem nýlega var byggt i bænum Rensberg i V.-Þýskalandi. Þetta mikia steinbákn, sem reist var á grunni kastala frá 12. öld, pass- ar ágætlcga við hin aldagömlu hús, sem standa frernst á mynd- inni. M.a.s. var þess gætt aö turn ráðhússins passaði viö kirkjuturninn sem er við hliðina á honum. Þeir hafa báðir óregiulega lögun. Helmingur bandariskra skóla- nemenda neytir áfengis reglulega er þeir komast i 10. bekk. Að minnsta kosti 1.3 milljón nemenda á aldrinum frá 12 til 17 ára neytir áfengis einu sinnii viku eða oftar. 1 San Diego fá 16 ára unglingar oftlega drykkjukrampa og verða að fara i fataskápa sina eftir hressingu. Skólastjórn nokkur i Pennsyl- vaniu hefur tekið i notkun tæki til að kanna andardrátt barna, er koma drukkin i skólann á morgn- ana. Að þessu komst vikuritið EN- QUIRER er það kannaði nýtt þjóðfélagsböl — áfengisneyslu ungra skólabarna. Rannsókn, er nýlega var gerð i rikinu öllu afhúpar hryllilega, en þvi miður sanna mynd af börn- um, þjórandi i skólum um allt landið. Dr. Morris Chafetz forstöðu- maður Áfengisvarnarstofnunar- innar, sagði i viðtali við blaðið: „Rannsókn okkar sýnir að Iloward Owen bruna- málastjóri og Thomas Burke slökkviliðsstjóri kynna reykmælana. Ódýrír reykmœlar geta bjargað fjölda mannslífa Það mætti bjarga helmingi þeirra mannslifa, er tapast vegna innöndunar af eldi eða reyk, ef fólk vildi notast við ódýrt reykmælikerfi — að sögn brunayfirvalda. „Það nálgast þjóðarhneyksli, að fólki hefur ekki verið sagt frá þessum mælum,” sagði að- stoðarslökkviliðsstjóri Baltimoreborgar, Bert Bedford. Mælarnir hafa verið auglýstir árum saman i timaritum slökkviliðsmanna. En Bedford kvartaði undan þvi, að meira en tólf framleiðendur uppfinning- arinnar tilkynna ekki almenn- ingi um hana. Mælarnir setja á stað ýlfur eða flaut innan tiu sekUndna eft- ir að þeir hafa fyrst orðið varir við reyk. „Það heyrist nógu hátt i þeim til að geta vakið dauða upp úr gröfum sinum,” sagði slökkviliðsstjóri Baltimore, Howard Owen. Mælarnir kosta á milli 30 og 100 dollara, ganga fyrir raf- hlöðum eða rafmagni og eru til i stærðum allt niður i stærð venjulegs base-bolta. Owen ráð- lagði fólki að festa þá i svefn- herbergisloftið — en þangað berst banvænn reykur fyrst, og ekki fjær en i 30 skrefa fjarlægð frá rúminu. Að sjálfsögðu verður að taka mælana úr sambandi, séu reykingamenn viðstaddir. Mælarnir gætu bjargað lifi „um 60% ” þeirra 11.000 manna er deyja árlega i Bandarikjun- um af völdum reykeitrunar. Viðvörunin gæti einnig bjarg- að þúsundum frá meiðslum, að sögn Owens og minnkað tjón á innbUi um margar milljónir dollara. 1 viðtali i NCB reyndi Owen að fræða fólk um reykmælana, sem hægt er að fá keypta i járnvöru- bUðum, eða hjá sérstökum verslunum, er selja þjófabjöllur og annað slikt. „Og siðan ég kom fram i þeim sjónvarpsþætti hefur bruna- varnadeildin fengið meira en 1.000 fyrirspurnir um hvar mæl- arnir fáist”, sagði Owen blaða- manni. Owen kvaðst siðan ætla að koma fram i sjónvarpi um land- ið allt til þess að kynna þessa nýju uppfinningu. 29 þúsund manns hugsa um velferð 2 milljóna gesta á heilsuhœlum við Svartahaf Sochi er einn af vinsælustu hressingar- og dvalarstöðum við Svartahafið. Þar er um 60 heilsuhæli, sem tilheyra sovéska verslanasambandinu. Þangað konia árlega um 2 • milljónir mannaxtil hvfldar og hressingar en heilsphælin eru opin allan ársins hrihg. Sumargestirnir hafa til umráða 140 km langa strand- lengju og vetrargestir getavalið á milli 12 innanhússsundlauga sem eru með upphituðum sjó. Hvorki meira né minna en 29 þUsund læknar og hjUkrunarfólk sér um heilsu gestanna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.