Vísir - 21.10.1975, Side 17

Vísir - 21.10.1975, Side 17
VtSIR. Þriðjudagur 21. október 1975 17 Útvarp kl. 21,00: „Úr erlendum blöð- um í síðosta skipti" Fjallað um kvikmyndagerð í Kína, ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og fl. Úrerlendum blöðum er á dag- skrá I síðasta sinn I kvöld. Nú fer vetrardagskrá að ganga i garð, og ekki er gert ráð fyrir þessum þætti þar. Ólafur Sigurðsson ætlar að fjalla um kvikmyndagerð i Kina I þættinum i kvöld, meðal ann- ars. Þar eru margar myndir gerðar, en allar fylgja þær ákveðinni formúlu, svo sem eins og vestrarnir i gamla daga. Að sjálfsögðu þó annarri formúlu. Þvi næst verður tekið fyrir ástandið i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandarískur blaðamaður brá sér þangað og lýsir þeim erfiðleikum sem þar er við að etja. Þá verður tekið úr grein sem birtist i blaðinu Peking review, þar sem fjallað er um hvernig fljót eru beisluð i Kina. Loks verður svo fjallað um eitrun i hafinu við Japan. Iðnaðarúrgangur hefur skapað alvarlegt ástand þar um slóðir, og Japanir eru i meiri vanda staddir vegna þess en önnur lönd. Þátturinn hefst kl. niu i kvöld. Fleiri efni verða ef til vill á dag- skrá, það er að segja, ef timinn leyfir. — EA. Sjónvarp kl. 21,30: Fjallað verður um andstöðuna gegn Franco f sjónvarpinu I kvöld f þættinum „Utan úr heimi”. Sjónvarp kl. 22,20: Spánn, Beirút og Portúgal — í þœttinum „Utan úr heimi" í kvöld Sonja Diego sér um þáttinn „Utan úr heimi” í sjónvarpinu i kvöld. Eins og nafnið bendir til verður fjallað um erlend mál- efni i þessum þætti. Sonja mun fjalla um Spán og Portúgal og átökin i Beirút i þættinum. Varðandi Spán verð- ur sérstaklega fjallað um and- stöðuna gegn Franco og Bask- ana. 1 sambandi við Portúgal mun Sonja ræða við tvær islenskar konur sem báðar fóru þangað i sumar. Það eru þær Birna Þórðardóttir og Jóhanna Krist- jónsdóttir. Báðar 'fóru þær til Portúgal vegna áhuga á þróun mála þar um slóðir, svo að búast má við að þær hafi frá ýmsu fróðlegu að segja. Loks mun Sonja svo fjalla um átökin i Beirút og' að öllum likindum gefst ekki timi til þess að taka fleira fyrir. Auk Sonju munu sjá um erlend málefni i vetur Gunnar G. Schram og Jón Hákon Magnússon. „Utan úr heimi” hefst klukk- an 22.20. — EA. Meira um ástina Ástin og jákvæði maðurinn, Astin og tryllitækið og Astin og piparsveinninn. Þessar þrjár myndir verða sýndar i sjón- varpinu i kvöld, i myndaflokkn- um Svona er ástin. 1 fyrstu myndinni kynnumst við manni sem er ákaflega lágur vexti. Hann verður ást- fanginn af kvenmanni sem er að minnsta kosti hálfum metra hærri en hann, en það virðist þó allt ætla að ganga ágætlega. Onnur myndin: Ástin og tryllitækið, sýnir ung hjón. Maðurinn hefur keypt ógurlega finan bil, og nú gengur allt út á bilinn. Það þarf að bóna hann og pússa stanslaust. Endirinn verður sá að eigin- konunni finnst karl sinn vera farinn að halda við bilinn. Hún hefur ekki fengið að keyra nýja bilinn ennþá, en fær það i lokin. Þá sýnir hún það að hún er ekki siðri ökumaður en eiginmaður- inn. Siðasta myndin, um ástina og piparsveininn, segir að sjálf- sögðu frá piparsveini. Hann hefur gert ýmsar tilraunir til þess að krækja sér i konu, en móðir hans hefur haft lag á þvi að bola þeim öllum i burtu. Hann hittir þó að lokum eina sem sigrar móðurina. My ndaflokkurinn hefst klukkan 21.30 i kvöld, og þýð- andi er Jón O. Edwald. — EA. Útvarp kl. 23,00: Richard Burton í þœtt inum „Á hljóðbergi" Sá frægi maður Richard Burton kemur fram i útvarpinu i kvöld. Hann les þar Ástarljóð eftir John Donne, og má gera ráð fyrir að margir vilji heyra þann umtalaða mann. Hann kemur fram i þættinum Á hljóðbergi, sem hefst klukkan 11. ÚTVARP # Þriðjudagur 21. október 13.30 i léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen. Þorsteinn Matthiasson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lensk tónlist.a. „Ommusög- ur”, hljómsveitarsvita eftir Sigurð Þórðars.on. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög eftir Hallgrim Helga- son. Guðrún Tómasdóttir syngur. Elias Daviðsson leikur á pianó. c. Balletttón- list eftir Árna Björnsson úr „Nýársnóttinni”. Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson, stjórnar. d. Lög eftir Björgvin Guð- mundsson, Áskel Snorra- son, Stefán Ágúst Kristjáns- son og Jóhann Ó. Haralds- son. Sigurveig Hjaltested syngur, Ragnar Björnsson leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Soffia Jakobsdóttir sér um tim- ann. 17.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þáttur úr sögu borgar- skipulags.Liney Skúladóttir arkitekt flytur siðara erindi sitt. 20.00 Lög unga íólksins.Sverr- . ir Sverrisson kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Sinfónia nr. 4 i G-dúr op. 88 eftir Dvorák. Columbia-sinfóniuhljóm- sveitin leikur, Bruno Walter stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (4). 22.35 Skákfréttir 22.40 Harmonikulög 23.00 Á hljóðbergi. a. „The Miller’s Tale eftir Geoffrey Chaucer. Stanley Holloway les. b. Ástarlóð eftir John Donne. Richard Burton les. Dagskrá þessi var flutt i fyrsta þættinum A hljóð- bergi i vetrarbyrjun 1965. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNYARP • Þriðjudagur 21. október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 ÞingmálÞáttur um störf alþingis, sem fyrirhugað er að birtist annan hvern þriðjudag i vetur. Umsjónarmenn eru hinir sömu og Þingvikunnar i fyrra: Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.30 Svona er ástin Bandarisk gamanmyndasyrpa. Þýóandi Jón O. Edwald. 22.20 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok. Fyrstur meó TTTOTf 'l fréttimar \ ÍQÍIt VÍSIR flytur nýjar fréttir \ Vísiskrakkarnir bjóða fréttir sem l;;.\ skrifaðar voru 2 'A klukkustund fvrr. VÍSIR fer í prentun kL hálf eílefu aó morgni og er á götunni klukkan eitt. Smurbrauðstofan Njóisgötu 49 —,Simi 15105

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.