Vísir - 21.10.1975, Page 19

Vísir - 21.10.1975, Page 19
VÍSIR. ÞfíQjudagur 21. október 1975 19 Hjá okkur eru fimleikarnir stjórnmálalegs eðlis — Viðtal við einn kínversku fimleikamannanna Kinverski fimleika- flokkurinn sýnir nú i Reykjavík. Og einn vinsælasti listamaður hans er Wang-Kwei Hua og sýningaratriði hennar: Jafnvægislist með skálastafla. — Segðu okkur svolítið af sjálfri þér, frk. Wang! ' Ég er 25 ára gömul og fædd og alin upp i milljónaborginni Tientsin (Frb. á kinversku Tianjin). Ég byrjaði að æfa sýn- ingaratriði mitt sex ára að aldri. Faðir minn þjálfaði mig og systur mina Wang Chu -Huq sem einnig er i fimleikaflokkn- um. Ég var ráðin sem listamað- ur árið 1960 og þá byrjaði einnig sýningaratriði mitt: Skálastafl- inn. — Hvers vegna er stjórn- málalegur boðskapur svona á- berandi i fimleikum ykkar? Af þvi að við setjum samasem- merki milli fimieika og stjórn- mála. Við framkvæmdum list okkar i þágu alþýðunnar. T.a.m. lærði ég sýningaratriði mitt af bændunum — þeir hafa þannig átt þátt I þróun listgrein- ar okkar, segir Wang skinandi af stolti. Við reynum að endurbæta og efla tækni forfeðra okkar. Pabbi var lika fimleikamaður og hann minntist oft á deyfðina og niður- niðsluna, sem listgreinin var I, áður en byltingin frelsaði landið árið 1949. En ég, systir min og allir aðrir af minni kynslóð höf- um vaxið upp undir merkjum kommúnismans. Flokkurinn og rikið hafa kennt mér og hjálpað mér. Þessir kinversku áróðursfras- ar koma vafalaust frá Wang eigin brjósti og sendiráðsfull- trUinn, Mr. Tsui Tsien-chao (sem talar ágæta sænsku) kink- ar kolli samþykkjandi. Að vera stjórnmálalega virk- ur hefur það einnig i för með sér, að maður á einnig að þjóna alþýðunni. Mér hafa verið fald- ar allmargar pólitiskar trUnað- arstöður. 1 fyrra var ég valin i stjórn kvennasamtakanna i heimaborg minni. Og ég er lika meðlimur byltingarráðs sýning- arflokks mins. Það þýðir, að við erum þjálfuð og skóluð i anda Maó formanns. Jafnvel þó að „rauða kverið” hafi ekki jafnmikla þýðingu nUna og fyrir nokkrum árum. — Hefur þU gengið i einhvern sérstakan fimleikaskóla? Heima i Tientsin hefur nUna i mörg ár verið starfræktur sér- stakur fimleikaskóli, sem tekur fimm ár. Til þess að komast i hann, verður maður að vera orðinn 10 ára. Auk hins venjulega náms- efnis er kenndur dans, tón- list og fimleikar.... Allir hafa jafnan möguleika á inntöku, frá öllum heimilum — þess vegna hafa fimleikar okkar orðið mjög alhliða listgrein. — Flestir sk. „verkamenn með forréttindi” veröa vissa mánuði ársins að fara Ut og vinna „meðal alþýðunnar” i bókstaflegri merkingu. Gildir það lika um ykkur listafólkið? Já, það á við um alla. Flokk- urinn og Maó formaður hafa innrætt okkur þessa heilbrigðu skoðun. A hverju ári vinnum við i verksmiðjum og við jarðyrkju a.m.k. fjóra mánuði. Við tökum þátt i vinnunni, en höldum lika sýningar við og við. A þann hátt vex list okkar fram Ur hugrekki og visku al- þýðunnar, bætir Wang við og herra Tsui kinkar kolli til sam- þykkis. — Er þetta i fyrsta skiptið, sem þU ert erlendis? Nei, ég og nokkrir aðrir Ur flokknum höfum farið Ut áður, en annars hafa þeir flestir aldrei verið erlendis fyrr. Ég hef heimsótt sjö lönd i Afriku og Asiu. Og nUna erum við mjög glöð og hreykin yfir þvi að fá að koma til Sviþjóðar. — Segðu okkur eitthvað af sýningaratriði þinu. Ég byrjaði með það fyrir nokkrum árum. Mér tókst að æfa þetta jafnvægisatriði á þremur mánuðum. Það saman- stendur af tveimur „pagóðum”. Ég stend uppá höfði eins félaga minna og held tólf skálum á höfðinu með aðstoð vinstri eða hægri fótar. — Og þetta geta fáir leikið eftir af þvilikúm glæsibrag seni Wang. Venjulega tekur það heilt ár að læra það! Bein spurning um, hvað Wang hefði i kaup, hefði verið til- gangslaus, svo þess vegna spurði ég hana, hvort laun henn- ar væru jafnhá og t.d. laun verkamanns i verksmiðju? — I menningarbyltingunni var okkur kennt, að drepa meö okkur alla persónulega met- orðagirnd, þ.e.a.s. lita aðeins á listgreinina, sem leið til frægðar og tekjuaukningar. NUna höfum ég og félagar minir álika há laun og öll alþýða. En það fær nU bara ekki stað- ist. Eftir öruggum leiðum hefur blaðið fregnað að frægur kin- verskur fimleikamaður (eins og Wang) hefur um 20.000 kr. i mánaðarlaun að viðbættu fæði, en meðafíaunþegí f mesta lagi 1200. Þvi þrátt fyrir breytingar i launakerfinu við og eftir menn- ingarbyltinguna þá eru. hlut- föllin nokkurn veginn þau sömu með launaskala og „bónus- kerfi”. Stéttaskipting er þvi enn við lýði i Kina i dag, þótt eitthvað annað sé nU fullyrt, og sist af öllu vill Wang hin unga viður- kenna það. Til þess eru of marg- ir ungir upprennandi fimleika- menn heima i Kina.... — Hvernig eyðirðu helst fri- stundum þinum? — Fristundum....? Ég hef nU varla neinar.... Æfi minnst fjóra tima á dag sex daga i viku, svo þarf ég mikið að lesa. En stund- um kemur það þó fyrir að við systir min förum i Utikvik- myndahUs eða leikhUs. — Ertu bUin að sjá mikið af Sviþjóð? Þvi miður ekki mikið... timinn fer mest allur i æfingar og sýn- ingar. En fyrir svolitlu siðan vorum við öll I kinverska sendi- ráðinu hér, til móttöku hjá sendiherranum Chin Li-chen og öllu starfsliðinu. Wang-Kwei Htia segist hafa byrjað að æfa sýningaratriði sitt sex ára að aldri. Fró sýningu Wang-Kwei Hua I LaugardalshöII á sunnudag. — Ljósm.: Einar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.