Vísir - 25.10.1975, Side 1

Vísir - 25.10.1975, Side 1
VISIR Laugardagur 25. október 1975 — 242. tbl. Alþýðuflokkurinn fékk ekki sœnskar krónur — sjó baksíðu Gunnar Thoroddsen, Roy Hattersley, aSstoðarutanríkis ráðherra Bretlands, og Einar Agústsson, að afloknum samningaviðraeðunum í London. Samningafundum lokið i London: Danir gagnrýna 200 mílur Samningafundi Islend- inga og Breta lauk í Lund únum í gaermorgun, án þess að samkomulag tsekist. Akveðið var að halda ann- an fund, en ekki hvenær. Danska utanríkisráðu- neytið sendi í gær yfir- lýsingu til íslensku rík- isstjórnarinnar, þar sem segir meðal annars, að einhliða útfærsla ísl- ensku landhelginnar í 200 mílur muni valda erfið- leikum við að ná alþjóð- legu samkomulagi um efna- hagslögsögu. Danska utanríkisráðu- neytið lýsir þó skilningi á aðstöðu ríkisstjórnar- innar vegna mikilvægis fiskveiða fyrir Islend- inga. Danir lýsa einnig óán- ægju sinni með þær mið- línur, sem Islendingar hafa dregið á milli Isl- ands annars vegar og Fser- eyja og Grænlands hins vegar. I>eir segja, að þessar línur séu Isíend- ingum meira í hag en Fær- eyingum og Grænlendingum. Jafnframt harma Danir, að þessar miðlínur skyldu dregnar án samráðs við dönsk stjórnvöld og óska eftir viðræðum um málið. -AG Efnahagslegt sjálf- stœði okkar í veði Úr stefnurœðu forsœtisráðherra „Við islendingar eig- um þess ekki kost öllu lengur að þola verðbólguvöxt og viðskiptahalla til þess að tryggj3 fulla atvinnu”. Þetta sagði Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, meðal annars i stefnuræðu sinni á fimmtudagskvöld. Forsætisráðherra fjallaði eink- um um landhelgismálið og efna- hagsmálin. Af ræðu hans er ljóst, að ástand efnahagsmálanna er jafnvel dekkra en álitið hafði verið. 011 ytri skilyrði hafa stór versnað. Forsætisráðherra sagði, að islendingar hefðu nú tækifæri til að kunna fótum sinum forráð i efnahagsmálunum. Þessu tækifæri mættu þeir ekki glata. „Efnahagslegt sjálfstæði okkar, bæði sem einstaklinga og þjóðar- heildar er i veði”, sagði forsætis- ráðherra. Hann sagði jafnframt: „Niður- staðan af vandlegri skoðun á efnahagsmálunum, eins og þau horfa nú við þjóðinni verður sú, að til þess að ná settu marki þurfi að stefna að lækkun þjóðarútgjalda á árinu 1976 til þess að treysta stöðuna út á við og draga úr verðbólgu.” „Til þess þarf samstillt átak á sviði launa- og verðlagsmála, fjármóla og lánamála. 1 þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst, felst að útgjöld heimilanna héldust sem næst óbreytt og einnig samneysluútgjöld hins opinbera. Sú lækkun þjóðarút- gjalda, er nauðsynleg er, hlýtur þvi að verða á sviði fjár- festingar.” Þá sagði forsætisráðherra: „Við hvorki megum né getum treyst á erlendar lántökur til að jafna svo mikinn viðskiptahalla sem undanfarin tvö ár. Úr þvi sem komið er leiðir áframhald- andi verðbólga til stöðvunar at vinnufyrirtækja og atvinnu- leysis.” „Eftir miklar sviptingar i ytri skilyrðum þjóðarbúsins undan- farin ár og hærri verðbólguöldur en dæmi eru um fyrr, er nú kyrr- ara framundan hér á landi, ef við sjálf gefum ekki tilefni til annars.” v J - ££ ! Vel heppnað kvennafrí Gott veður gerði sitt til að útifundur kvenna á Lækjartorgi í gær heppn- aðist mjög vel. Kvenfólk var að sjálfsögðu í meiri hluta á fundinum. Giskað er á að tuttugu til tutt- ugu og fimm þúsund manns hafi sótt fundinn. Þetta er því einn al^tærsti fjöldafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. Landhelgisfundurinn var stærri, þar voru upp undir þrjátíu þúsund manns. Víða mátti sjá konur með hóp af börnum með sér á fundinum, og barnavagn- ar tóku stór pláss. Þess- ar konur fengu ekki aðra til að gæta barnanna fyr- ir sig. Kvennafríið í gær, og útifundurinn hafa vakið mikla athygli erlendis. Allstór hópur erlendra fréttamanna frá sjón- varpsstöðvum og blöðum, var á þönum í gær, til að missa ekki af neinu. Dagskrá útifundarins á Lækjartorgi samanstóð af ávörpum og fjöldasöng að hefðbundnum sið íslenskra útifunda. Fjöldi hvatn- ingarskeyta bárust fund- inum. Hvert borð var þéttskipað hinu "veikara kyni" á veit- ingastöðum borgarinnar á kvennafrídaginn í gær. Skyldu þær vera að skála fyrir karlpeningnum? Myndina tók Loftur á Naustinu í gær.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.