Tíminn - 30.10.1966, Síða 1

Tíminn - 30.10.1966, Síða 1
ERLENDAR FRÉTTIR 5000 MANNS MISSTU HEIMILl SÍN í JARÐSKJÁLFTUM í GRIKKLANDI í GÆR: 1000 hús hrundu Þess er sérstaMega getið, að 300 metra löng brú norður af Alþenu hafi hrunið í jarðskjálft unum. \ Þá er og símasambandslaust á jarðskjálftasvæðinu og á það sinn þátt í ónáfcvæmum frétt- um af jarðskjálftunum. Smábærinn Katouna varð verst úti, að því er skýrt var frá í Aþenu í dag. Þar hrundu 80% húsa í bænum, en alls voru íbúðarhúsin þar 800. Gjafir streyma til námabæjarins Aberfan í Wales: TÍU ÞÚSUND PAKKAR Á PÓSTHÚSI BÆJARINS NTB—Aþenu, laugardag Tíu ára gömul telpa fórst og meira en 20 manns slösuðust í miklum jarð- skjálftum, sem urðu í vest ur-hluta Grikklands í morg un. Að minnsta kosti 5 þús. manns misstu heimili sín í náttúruhamförunum. Fréttir af jarðskjálftunum eru enn óljósar en talið er, að um eitt þúsund hús hafi hrun- ið eða eyðilagzt svo mifcið, að þau séu ekki íbúðarhæf. Þeir, sem slösuðust voru fluttir í sfcyndi til bæjanna Agrinion og Mesoloniki Ekki liggur enn ljóst fyrir, hve margir bæir og þorp lentu í j arðskj álftunum. Vegir miMi Aþenu og norð- ur-hhita Grifcklands skemmd- ust sivo, að gersamlega sam göngulaust varð við mörg hér uð. Féllu skriður á vegina, brýr brotnuðu o. s. frv. LEYSIST STJÓRNARKREPPAN EFTIR NTB-Aberfan, Wales, iaugardag. Unnið er áfram við björgunar- störf í námabænum Aberafn á Wales, þar sem slysið mikla varð á föstudaginn í fyrri viku, er gjallskriða færði hluta bæjarins í kaf. Stórvirkar vélar eru notaðar til að hreinsa til í bænum. Talið er, að aldrei verði fund- in Mfc allra þeirra er fórust, en jarðarfarir hinna hafa farið fram annaðhvort sameiginlega eða ein- ar sér. Gjafapakkar með mat, fötum og leifcföngum til þeirra bama, er af komust, er skriðan færði skóla bæjarins í kaf, streyma til Aber- fan hvaðanæva að úr heiminum. Systir Bretlandsdrottningar, Margrét, prinsessa, hefur hvatt fólk í Bretlandi til að senda gjaf- ir til barna bæjarins og drottn- ingin sjálf lét syni sína tvo, And- rew og Edward senda leikföng til barnanna í Aberfan. Talsmaður pósthússins í Cardiff stærstu borgarinnar á Wales. sagði í morgun, að hjá honum lægju tvö þúsund sekkir með Framhald á bls. 23 Tvídálka myndin hér til hliðar sýnir framkvæmdir við hreinsun rústanna í Aberfan. Stórvirkar vélar eru notaðar til þess, svo sem siá má. Sjóliðinn f forgrunni er af herskipinu HMS Tiger, og stendur hann á hæðinni fyrir ofan skólahúsið, sem lagðist f rúst. KOSNINGAR í HESSEN 0G BA YERN? 4TB—Bonn, laugardag. Forustumenn þingflokks Cristilegra demókrata í V- •ýzkalandi komu í dag saman il skyndifundar til að ræSa standið innan stjórnarinnar ftir afsögn fjögurra ráðherra :rjálsra demókrata. Ludwig irhard, kanslari, var ekki á undinum, þar sem hann átti S flytja ræðu í Essen í dag. í sambandi við kosningarnar, sem þar fara fram hinn 6. nóvember n. k. Framtíð þýzku stjórnarinnar er enn óráðin og má segja að hin mesta upplausn ríki í þeim her-| búðum. Fjárlagafrumvarp stjómarj innar, sem að síðustu varð orsök vinslitanna, var fellt í Sambands- ráðinu, efri deild Sambandsþings- ins í Bonn, í gær og virðast því litlar lfkur til, að Erhard takist að koma því í gegn í sjálfu þjóó'- þinginu. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum, að Erhard, kanslari, lifi í þeirri von, að honum tafcist að ná sáttum við Frjáisa demókrata og mynda stjórn með þeim að nýju, eftir að kosningar hafa farið fram í Bayern, en þær kosningar verða 20. nóvember n. k. Eins og áður hefur verið skýrt frá, telja stjórnmálafréttaritarar, að raun- verulega ástæðan fyrir stjórnarslit unum séu kosningarnar, sem í hönd fara í Essen og Bayern og sé afsögn ráðherranna herbragð Frjálsra demókrata. Framan-greind von Erhards virð ist þó veik, þar sem Frjálsir demó kratar hafa lýst því yfir, áð þeir myndi ekki nýja samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum, a m. k. ekki með Erhard sem kansl Um öll þessi atriði var rætt á fundinum í dag og svo ýmis forms atriði í sambandi við áframhald- andi minnihlutastjórn. Kristilegir demókratar hafa 245 þingsæti, jafnaðarmenn 202 og I frjálsir demókratar 49 þingsæti. Myndirnar eru af líkani rannsókn arstöðvar, sem væri þeim kostum búin að rísa sjálfkrafa upp, eftir aS hafa lent á öðrum hnefti. Líkanið var gert af Pilco-Ford-félaginu f Newport Beach í Kaliforniu og hef ur það vakið töluverða athygli. Á fyrstu myndinni sést „rannsóknar- stöðin" nýlent á yfirborðl hnattar og er hún í laginu eins og venjuleg ur gervihnöttur. Á næstu tveim myndum sést, hvernig sjálfvirk tæki stöðvarinnar opna hjúpinn um hana og udnirstöðurnar koma f Ijós. Á sið ustu myndinni sést stöðin fullreist og tilbúin til að senda upplýsingar um þau atriði, sem vfsindamenn ætla henni. > \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.