Tíminn - 30.10.1966, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 30. október 1966
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓYTIR
17
SKIN OG
SKURIR í
10 ÁR
E3ns og sagt var frá á íþrótta
síðiumi í gær, eru um þessar
mundir 10 ár liðin frá stofnun
Körfuknattleiksdeildar KR.
NoKkrir leikir fara fram
í Reykjavíkurmótinu í hand
knattlcik i.dag. Hefst keppni
kl. 2 í LaugardalshöUinni
með leikjum í yngri flokk-
unum. Síðan fara fram
tveir leikir í mfl. kvenna
og leika þS Vikingur —Val
ur og Fram—Armann. Mót
inu verður haldið áfram í
kvöld, og fara fram þrír
leikir í meistaraflokki
karla:
ÍR — Valur
Þrcitur — Fram
Vikingur — Ármann
Fyrsti leikur hefst kl. 8.
Þá er knattspyrna á dag
skrá á dag. Kl. 10 f.h. hefst
Ieikur í 2- flokki miUi Fram
og Vals á Melavellinum og
er það aukaleikur í haust
móti. Kl. 2 í dag hefst í
Keflavík leikur á milli heima
manna og Skagamanna, úr-
slilaleikur í Litlu bikar-
keppninni.
Á þeim , 10 starfsárum Körfu-
knattleiksdeildar KR, sem liðin
eru, hafa vissulcga skipzt á skin
og skúrir. Ótal vandamál hafa skot
ið upp kollinum o£ hafa flest
verið leyst. Óleyst vandamál eru
m.a- húsnæðismálin, sem frá stofn
un hafa hrjáð deildina, en mikil
bót hefur samt fengizt nú síðustn
árin, enda hefur árangurinn ekki
látið á sér standa. Þjálfaravand-
ræðin hafa verið annað höfuð-
vandamálið.
• Körífukniattleiksdfeild KR, er
stofnuð 30. óktóber 1956. Stofn-
endur voru 15 áhugasamir piltar.
Á fundi næsta dag var samþykkt
að hefja æfingar fyrir kvenfólk
en mrkill áhugi var þá hjá kven
fólki á körfuknattleik. Þetta reynd
ist mjög happadrjúgt spor því
að auk þess að færa deildinni
fyrsta si-gur í móti þ.e. II. fl.
bvenna í íslandsmeistaramóti.
1960, þá hefur það sýnt sig, að
aldrei er félagslifið betra og ein
ingin sterfcari en einmitt, þegar
kvennaflokkar eru starfandi hjá
deildinni.
Fyrsta opinbera mótið, sem KR
Frúarleik-
fimi Í.R.
Frúarleikfimi fiR í Langholts-
skóla verður í vetur á þriðiudögum
kl. 8.30 og fimmtudögiim á sama
tíma. Kennari verður Aðalheiður
Helgadóttir.
Bikarmeistarar KR í körfuknattleik 1966: Aftari röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, þjálfari, Örn Jóhanrts-
son, Stefán Hallgrímsson, Ágúst Svavarsson, Skúli ísleifsson og Jón Fenger. Fremri röð: Brynjólfur Markús-
son, Árni Ragnarsson, Kristján Ragnarsson, Helgi Ágústsson og Þorvatdur Blöndal.
tekur þátt í er 5. íslandsmótið
1956, en það mót var endurtekið
!í desember vegna kæru og hafn-
aði Mfl. KR í 6. og neðsta sæti.
f 5 leikjum skoraði liðið 91 stig
en fékk á sig 163. Mfl. karla tekur
þátt í ísl. móti 1957, 1958 og
Rvk-móti 1957. Alls staðar hafn
ar hann í neðsta sæti. Leggst
hann þar með niður og er ekkert
keppt í þessum flokki þar til ísl.
móti 1962. 2. fl. karla hefur tekið
þátt í öl'lum mótum frá fsl.móti
1959, og 3. fl. karla frá Rvk móti
1959. en það er sá flokkur sem
flesta sigra hefur fært deildinni.
4. flokk karla hefur deildin átt frá
því keppni _var tekin upp í þeim
flokki eða ísl. móti 1959, að und
anteknum Rvk móti 1960. Tvö
síðustu árin hefur KR verið ís-
landsmeistari.
Meistaraflokk kvenna átti deiid
in frá 1957 til 1960 þá frá 1962
— 1963 og síðan til dagsins í
dag. 2. fl. kvenna hefur ætíð
fylgt í kjölfar meistarafl. kvenna.
Fyrsta stjórn deildarinnar var
þannig skipuð: Pétur Rögnvalds-
son form. Sigurður P. Gíslason
varaform. Hermann Hallgrímsson
gjaldkeri, Helgi Sigurðsson ritari.
Formenn hafa verið:
1956— 1957 Pétur Rögnvaldsson
1957— 1958 Sigurður P. Gíslas.
1958— 1959 Gunnhildur Snorrad.
1069—1964 Helgi Sigurðsson-
1964— 1965 Halldór Sigurðsson
1965— 196 Þráinn Scheving.
Að þjálfaramálum hafa eins
Framhald á bls. 23
Hinn heimsfrægi, belgíski
hlaupari Gaston Roelants,
heimsmethati og Olyinpiumeist
] ari í 3000 m. hindrunarhlaupi
I setti á föstudaginn tvö frábær
heimsmet í hlaupuin, sem að
vísu eru ekki mikið hlaupin,
20 kUómetrum og klukkustund
arhlaupi og bætti met ástralska
hlauparans Ron Ciarke ótrúlega
mikið. 20 km. hljóp hann á
58:06.2 mín. og bæiti metið
um eina mínútu og 15 sck.
Hvora 10 km. hefur Roelants
því hlaupið á 29:03.1 mín. —
en þcss má geta, að ísl. metið
í 10 km. er 31:37.6 mín. Roe-
lants hljóp svo áfram og þegar
hann hafði hlaupið í klukku-
tíma hafði hann lagt 20.614
metra að haki — cða um 400
metrum meir en Clarke, þegar
liann setti heimsmetið.
VS TO - VI TO - VI TO - VI TO - VI TO
V.
TO
Þetta er hinn eftirsótti svefnsófi VI TO, sem er nú framleiddur hér samkvæmt einkaleyfi frá BRÖDR. BRUN-
STAD A.S. í Noregi.
VI TO svefnsófinn er með einu handtaki stækkaður í tveggja-manna sófa og hefur áfasta ábreiðu, sem breiðist yfir
áklæðinu til verndar / * 1
Framleiðum einnig VI TO sófasett, sem er bæði hentugt og glæsilegt.
KJORGARÐI Símar 18-5-80 og 16-9-75