Vísir


Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 2

Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 2
riSRSm: VÍSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. LESENDUR HAFA Ætlar þú að fó þér litsjónvarp? Steinunn Jónsdóttir, húsmófiir. Alla vega ekki i bráð. Það er dýrt, já, en svo er ég bara ekki svo háö sjónvarpi að mig langi i litsjón- varp. Annars hef ég séð sjón- varpsútsendingar i lit, bæði i Bretlandi og Ameriku. Pétur Þorleifsson, reifihjóla- smifiur. Ja, ég hugsa það bara. Það er auðvitað dýrt, en það er bara allt svo dýrt i dag. Afialsteinn Þórarinsson, umsjón- armafiur. Ekki strax. Ég hef ágætt tæki og það væri þá ekki fyrr en það fer aö gefa sig sem ég færi að hugsa fyrir öðru. Hjörtur Jónsson, járnsmiður. Þegar ég hef efni á þvi, alveg hik- laust. Þaðer miklu skemmtilegra að sjá útsendingarnar i lit. Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri. Það efa ég. Það verður að minnsta kosti dráttur á þvi. Of mikið af myndum Skófinn ótti frumkvœðið Július og Ólafur hringdu: ,,Við höfum verið að fara i gegnum Visi og Dagblaðið og bera blöðin saman. Við höfum tekið eftir þvi að Visir er farinn að birta langar greinar sem almenningur hefur takmarkað- an tima og vilja til að lesa. Einnig finnst okkur of mikið af viðtölum og siðum þar sem eru nær eingöngu myndir, þá eigum við ekki við myndasög- urnar. Annars er Visir ágætisblað, og við þökkum fyrir það, en þetta eru svona vinsamlegar ábend- ingar lesenda.” SS skrifar: Saga úr breskum skóla. Það bar við á s.l. vetri i bresk- um barnaskóla, (kaþólskum) eftir að kennarinn hafði rætt við börnin um Freistingarsöguna úr Bibliunni, að hann benti á að býsna forvitnilegt gæti það verið að vita hvort einhver vildi neita sér um eitthvað óþarft. sem hann þó notaði daglega, i 40 sólarhringa. Þessu tóku börnin vel og vildu sýna hvað þau gæti. Islenskur nemandi, stúlka, var i skólanum og ákvað að smakka ekki sæl- gæti i 40 daga. Og er hún kemur heim úr skólanum og segir frá þessu, spyr hún pabba sinn hvort hann vilji ekki vera með og neita sér um eitthvað sem honum þyki gott i 40 daga? ,,Alveg sjálfsagt” segir hann. „Ég ætla ekki að reykja i 40 daga.” Við þetta stóðu þau bæði. En eftir 40 daga fær barnið sýkkulaðimola i verðlaun en faðirinn þáði ekki tóbakið. liann steinhætti að reykja og hrósar nú sigri. Þarna átti skólinn frumkvæðið. Týnd kvittun = Tvíborgun á sama láninu Kristján Gunnarsson hafði sam- band við blaðið: Sem dæmi um lélaga þjónustu póstsins má nefna útsendingu á tilkynningu um ábyrgðarsend- ingu, verðsendingu, almenna sendingu eða hvað það heitir nú allt saman. Þessar tilkynningar eru villandi og ósannsöglar. Viðkomandi er beðin að koma með persónuskilriki með sér, en er svo einungis stundum spurð- ur um sk'ilriki" þegar sendingar- innar er vitjað (þ.e. þegar um á- byrgðarsendingu er að ræða). A tilkynningunni er póststofan sögð opin virka daga kl. 9—18, Hnakkurinn gleymdist, —ástarbréfum „Vatnspósturinn” skrifar: „Ein er sú opinber stofnun, sem flestir hafa komist i tæri við, og það er Póstur og simi. Ástæða þessara skrifa er þjón- usta sú er þessi stofnun veitir, og þau vinnubrögð, sem viðhöfð eru á pósthúsinu við samnefnt stræti. t fyrrasumar þótti það mikill viðburður er póstur var fluttur út á land með hestum, i tilefni af 1100 ára afmæli Islands byggðar. Þetta vakti að sjálf- sögðu mikla athygli, og mönn- um var hugsað til þess hvilikar geysiframfarir hafa oröið i póstmálum landsmanna. En þó póstyfirvöld séu hætt að nota hestinn við póstflutninga virðist hafa gleymst að taka beislið og hnakkinn úr umferð. Póstkerfiö virðist hafa staðnað á vissum sviðum. en eins og flestir eru búnir að reka sig á, er hún aðeins opin til kl. 17. Auk þess eru þessir snepl- ar hálfútfylltir og ill-læsilegir. Hvernig væri að prenta nýtt eyðublað eða a.m.k. leiðrétta það gamla ef til eru birgöir til aldamóta? Varðandi hinn „króniska” rekstrarvanda stofnunarinnar skal ráðamönnum bent á, að til eru aðrar leiðir en hækka póst- burðargjöldin. Er bíllinn t.d. alltaf hentugasta farartækið viö að flytja nokkur bréf á milli bæjarhluta? Væri ekki hægt að nota mótorhjól (fleiri' en eitt)? En rekstrarkostnaöur sliks seinkar farartækis er lftill. Er húsnæðið ekki fyrir löngu orðið úrelt? o.s.frv. Póstur og simi er þvi miður eitt af þeim fyrirtækjum, sem verða að vera i umsjón opin- berra aðila. Einmitt þess vegna, er það skylda stofnunarinnar að veita sem besta þjónustu, ekki bara til að fullnægja söfnunar- og gróðafikn frimerkjasafn- ara, heldur einnig ástarbréfum almennra borgara, sem að sjálfsögðu eru send i ábyrgð. Pósturinn er ein af lifæðum is- lensks samfélags, og áriðandi er að um þá slagæð gildi ekki lög- málið ”að kalka með aldrin- um”.” „Ég fór á dögunum að borga af húsnæðismálaláni hjá Veð- deild Landsbankans. Þegar ég kom i bankann var mér sagt að ég ætti þarna ógreidda afborgun fyrir árið ’74. Ég sagðist vera búinn að borga hana, en stúlkan hafði i höndum afrit af afborg- unarkvittun, sem gaf það til kynna að lánið væri ógreitt. Ég fór heim og leitaði i fórum minum, fann kvittunina frá i fyrra og framvisaði henni i bankanum. „Þá rifum við þetta bara,” sagði stúlkan, og þar með var máliö úr sögunni af bankans hálfu. Ég vildi hins vegar fá skýringu á þvi hvernig svona tvirukkanir gætu átt sér stað. Var þá kvaddur á vettvang einhver af „æðstu prestunum” og málið lagt fyrir hann. Sá varð hissa við og taldi að blaðið hefði átt að rifast i fyrra. Stúlkan lét þess getið að raun- ar hefði þetta blað, þ.e. afritið af kvittun fyrir ’74 átt að vera komið til borgarfógeta, þar sem ekki var annað vitað en afborg- unin væri ógreidd. Ef ég hefði ekki geymt þessa kvittun frá i fyrra, sem ég geri vegna vondrar reynslu, get ég ekki annað séð, en ég hefði orðið að borga lánið aftur núna.” Visir sneri sér til Veðdeildar Landsbankans til að kanna hvernig væri farið með þessi af- borgunarmál og hvort ekki væri hægt að fá úr þvi skorið hvort fólk hefði greitt af lánunum eða ekki, þótt kvittanirnar væru þvi glataðar. Starfsmenn Veðdeildarinnar neituðu að segja nokkuð um þetta mál nema fá skriflegar spurningar. Spurningarnar voru sendar þeim i pósti og er þvi að vænta svars frá þeim á næstunni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.