Vísir - 28.10.1975, Page 3

Vísir - 28.10.1975, Page 3
VÍSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. 3 Þekkingarskortur í matvœlaiðnaði — meginástœða matareitrunartilfella hér ,,Þau matareitrunar- tilfelli sem hafa komið frarn hér, eru yfirleitt sprottin af vanþekk- ingu eða e.t.v. skorti á réttum viðhorfum til matvælaiðnaðar. Spurningin er hvort á að krefjast sérmenntunar i mat- vælaiðnaði almennt, umfram það sem nú er gert, þar sem framleitt er fyrir stóran neyt- endahóp,” sagði Jó'nas Bjarna- son hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins i viðtali við Visi. „bjóðfélagið i dag hefur þró- ast úr bændaþjóðfélagi þar sem menn voru nær sjálfum sér nóg- ir með matvælaframleiðslu, i iðnaðarþjóðfélag, þar sem ein- stakir aðilar taka að sér fram- leiðslu á þjóðarmarkað. Menntunarkröfur i sumum greinum framleiðslunnar hafa ekki vaxið i samræmi við þessar breytingar. Menn taka að sér framleiðslu á vörum, sem margar hverjar eru mjög við- kvæmar frá heilsufræðilegu sjóriarmiði, án þess að hafa þann bakgrunn sem til þarf. Má þar t.d. nefna reykingu á laxi og öðruiri fiski og framleiðslu á ýmsum niðurlögðum matvælum i glösum o.fl.” Niðursuðan i öskustó I greinargerð tillögunefndar um „framgang og væntanlega kennslutilhögun i matvælaverk- fræði og matvælafræði” við Há- skóla Islands segir: „Niðursuða og niðurlagning hefur nánast aldrei risið úr öskustó og fyrst og fremst vegna þekkingar- skorts.” Jónas Bjarnason var einn þeirra er sæti áttu i nefndinni. Visir spurði hann nánar um þetta atriði: „i niðursuðuiðnaðinum er verulegur þekkingarskortur. Það er t.d. þörf á aukinni þekk- ingu á efnum og aðferðum, eínkum þekkingu á viðbótarefn- um sem farið er að nota i vax- andi mæli, t.d. til litunar og til að auka geymsluþol. Allur verksmiðjurekstur á niðurlagðri vöru er ekki lög- bundinn, þ.e. ekki er krafist neinnar sérmenntunar.” Eftirlit kemur ekki í tað þekkingar „Iðnaðarmenntun i matvæla- iðnaði hefur verið á þröngum og afmörkuðum sviðum, þ.e. mjólkuriðnaði, brauðgerð' og kjötiðnaði. Eftirlit með matvælafram- leiðslu hefur verið aukið, en eftirlit kemur aldrei i stað þekk- ingar á framleiðslunni. Það er þvi fyllsta þörf á aukinni kennslu i þessum fræðum,” sagði Jónas Bjarnason. Er tillögunefndin skilaði störfum lagði hún til að reynt yrðiað hefja kennslu i matvæla- verkfræði og matvælafræði við H.í. að hausti 1976, og eins og frá hefur verið skýrt hér i blað- inu er nú verið að vinna að undirbúningi þessarar kennslu. —EB Haust'75 ATHUGASEMDIR AKUREYRINGA Vegna þeirrar auglýsingar sem birt var i Visi miðvíkudag- inn 22. október frá sýningarráði Hausts ’75 og vegna fréttar I blaðinu sama dag sem bar yfir- skriftina „Gagnrýndi sýning- una, en sá hana ekki”, vill sýningarráððið vckja athygli á eftirfarandi: A sinum tima er sýningin var i uppsetningu og fréttatilkynn- ingar voru sendar út var haft samband viö fréttastjóra Dag- blaösins og hann beðinn um frétt af sýningunni i blað sitt. Einnig var hann beðinn um að senda myndlistargagnrýnanda. Fréttatilkynningin birtist aldrei. Þvi næst var haft samband við Aðalstein Ingólfsson og hon- um boðið að koma norður sér að kostnaðarlausu til að fjalla um sýninguna. En cr þetta boð var gert kom i ljós að fréttastjóri Dagblaðsins hafði ekki ámálgað norðurferð við Aðalstein. Vegna anna gat hann ekki komið norður, en kvaðst vilja fjalla um sýninguna á breiðum grundvelli og jafnframt um myndlistarmál almennt á Akur- eyri, þvi það starf sem unnið væri fyrir norðan væri athyglis- vert. Jafnframt væri gott að fá svarthvitar myndir af einhverj- um verkum sýningarinnar i. greinina. A þetta var fallist, enda talið að Aðalsteinn Ingólfs- son væri kunnugur öllum hnút- um, þar sem hann gerði þátt fyrir sjónvarpið á siðastliðnum vetri um menningarmál á Akur- eyri. En svo birtist greinin i Dagblaðinu undir fyrirsögninni „Haust Akureyringa”. Kemur þar I ljós aö Aöaisteinn hefur talið sér rétt og skylt að gagn- rýna málverkin eingöngu eftir þeim svarthvftu ljósmyndum er hann hafði undir höndum. | Vafasöm vinnubrögð | Telur sýningarráðið það meira en vafasöm vinnubrögð myndlistargagnrýnanda, enda talar hann viða um liti sem fyrirfinnast ekki i myndunum. Auk þessa eru i greininni all- margar aðrar rangfærslur, og veröur nú fariö nánar út i þær. 1 grein sinni segir Aðalsteinn: „Þvi er kannski skiljanlegt að mikill þorri Akureyringa skuli' ekki sýna myndlist, hvorki reykviskri né akureyrskri, mikinn áhuga enn sem komið er. Þar hefur myndlist ekki verið kennd ýkja lengi....”. Myndlist hefur verið kennd á Akureyri að visu með hléum frá 1912. Meðalfjöldi sýningargesta á undanförnum sýningum er 800-1000 manns. Ahugi hefur einnig speglast i kaupum á listaverkum og ennfremur hefur almenningur tekið mjög vel I þá fyrirætlan myndlistar- manna hér að stofna sjóð til að koma upp sýningarsal og lagt fram peninga I hann. Um forráðamenn Akureyrar- bæjar segir A.I. ,, ... tortryggni og skilningsleysi manna sem sjálfir hafa hvorki haft’ tíma né tækifæri til að njóta listar.” Menningarsjóður Ak. og menningarsjóður K.E.A. hafa báöir keypt myndir af sýning- um. Bæjarráö hefur jafnframt bæði I vetur og fyrravetur veitt styrk til myndlistarkennslu. j Vel meint en....... Ljósmyndir þær sem A .1. fékk voru sem fyrrsegir svarthvitar. Gagnrýni Aðalsteins er eflaust vel meintogvissulega er gott að fá gagnrýni. Hins vegar verður að vekja athygli á eftirfarandi: Hvernig getur A.I. talað um „óþjála meðferð pastels hjá Gisla Guðmanni, þegar hann hefur eina svarthvita ljósmynd sem spannar allar þrjár myndir Glsia? Hvernig getur A.I. sagt að Hallmundur Kristinsson hafi hingað til verið klaufi i teiknun og málun, þegar okkur vitandi hefur hannaldreiséð mynd eftir hann? Hvernig getur A.I. minnt aö myndir óla G. Jóhannssonar séu skærgular og skrautlegar þegar A.I. hefur aldrei séð mynd eftir hann? Auk þess eru myndir óla á þessari sýningu i blásvörtum, gráum og hvitum litum. A.I. segir að Valgarður V. Stefánsson eigi margt ólært i myndlistog „litir (minnir mig) skerandi”. Menn eiga vissulega alltaf mikið ólært i myndlist, en ein þessara mynda Valgarðs er t.d. daufari I lit en nokkur hinna á sýningunni. Að siöustu segir A.I, að Orn Ingi reki lestina með „gróöur- anganmyndir sinar”. Ef A.I. hefði þó ekki nema lesið sýningarskrána hefði hann séð að fyrsta mynd Arnar er Fimbulvetur og önnur ófundin hitaveita i báðum þeásum myndum er skiljanlega litið um gróðurangan, en aðeins i siðustu mynd hans er kalviður i ljós- geisla. • Það skal tekið fram að þcssi athugasemd Akureyringanna barst blaðinu á fimmtudags- kvöld, cn vegna þrengsla í blað- inu var ekki hægt að birta hana fyrr. Ennfremur að millifyrir- sagnir eru blaðsins. Fyrstu íslensku Ijónin Þau eru skelfing uppburðar- laus á svipinn, litlu fósturbörnin hennar Jóhönnu Arndal. Ljóns- ungarnir fæddust á föstudag og laugardag og voru upphaflega þrir. Einn hvarf á mjög svip- legan hátt og liggur ljóna- mamman undir mjög sterkum grun. Henni til málsbóta má segja að hún er mjög ung, hálf- gerður táningur, og að sögn manna I Sædýrasafninu eru Ijónin I það yngsta til að geta af sér afkvæmi. Ljónamömmu er þvi ekki treyst til að annast uppeldið að sinni, en forráðamenn safnsins hafa I huga, ef fjármagn fæst, að stækka búr Ijónanna svo að fjölskyldan geti verið öll saman I framtiðinni. Ungunum er gefið úr pela mjólk, rjómi og lýsi og að sögn starfsmanna þar syðra er ekki annað að sjá en fóstrunin ætli að ganga vel. -EB/Ljósm. Jim. VILJA ÞAKKA ÞEIM MÖRGU Framkvæmdanefndin um kvennafrl fagnar þeirri miklu samstöðu sem islenskar konur um allt land sýndu á degi Sameinuðu þjóðanna 24. októ- ber 1975. Sérstakar þakkir skulu færðar þeim fjölmörgu er lögðu fram starfskrafta sina eða á annan hátt stuðluðu að þvi að dagurinn varð ein- stæður viðburður I þjóðarsög- unni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.