Vísir


Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 5

Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 5
VtSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. 5 FZGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ú1 Umsjón: GP/ABj. Þurfa þau að bíða 10 ár eftir losun? . . * . .,**T ■ ■ ■'■ '■■ • mmm fc«É Illuti skipastólsins, sem liggur yfir utan hafnarbæinn Apapa og bfður losunar. Verra en þegar verst lét á „Rauða torginu” á sildarárunum, enda þarna um að ræða mörg þúsund tonna flutningaskip, en ekki liskibáta. Nigería, sem fyrrum var aðalskreiðarkaupandi okkar is- lendinga, hafði I fyrra 8 mill- jarða dollara tekjur af oliu sinni. Gowon hershöfðingi, þáver- andi leiðtogi Nigeriu, ákvað af örlæti sinu og mildi að verja mestum hlutanum til góða fyrir þegna þessa fjölmennasta lands Svörtu-Afriku. — Keyptar skyldu nauðsynjar og fluttar til Nigeriu. Enginn Móses var til staðar, sem spáð gat fyrir um, að þetta væri upphafið að plágu á borð við þær, sem gengu yfir Egypta- land forðum. Timaritið „Time” greinir frá þvi, að 406 vöruflutningaskip af öllum gerðum og stærðum biði nú fyrir utan hafnarbæinn Apapa, eftir bryggjuplássi til þess að losa vörur til Nigeriu. Og hafa beðið lengi, lengi, eins og skipið, sem kom þangað i febrúar, en er enn með farminn i lestinni. öngþveitið er sagt ægilegt. Rúmlega helmingur þessara skipa flytur sement, 2,4 milljón- ir smálesta af sementi (sem meðal annars skyldi notað til að bæta aðstöðuna i Apapa). Alls gerði Nigeria pöntun á 21 mill. smálesta af sementi, en það er tiu sinnúm meira vöru- magn en Apapa gæti afgreitt á einu ári. — Sumt af þessu sementi er þó ekki talið nothæft eftir að hafa legið 6 mánuði i sekkjunum. Murtala Mohammed, hers- höfðingi, sem bylti Gowon úr valdasessi i júli i sumar, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn, til að ganga úr skugga um, hvort sementskaupin voru „sabotage” (skemmdarverk) á efnahagslifi þjóðarinnar. A meðan greiðir Nigeria 4000 dollara biðgjald á dag hverju skipi, sem liggur og fær ekki losað. — Það gerir 18 milljónir dollara á siðustu sex mánuðun- um. Otborgun þessara biðgjalda virðist eitthvað laus i böndun- um, þvi að einn skipstjórinn fékk bæði greitt biðgjald og flutningsgjald fyrir farminn, og var skip hans þó með tómar lestar, þegar það kom að bryggju — (meðan 406 fullhlað- in skip biðu eftir plássi). t siðustu viku loks hug- kvæmdist Nigeriustjórn að stöðva allar siglingar til Apapa, þar til öðruvisi hefði verið til- kynnt. Ef þetta verður virt, greiðir það ögn fyrir. En að minnsta kosti 50 skip eru á leið- inni I flotann við Apapa. Mönnum reiknast svo til, að siðustu skipin — ef ekki kemur eitthvað alveg sérstakt til — þurfi að biða tiu ár eftir losun. Annað stórslys Fimmtíu og tveir fórust meö bólivískri herflugvél, sem hrapaði viö rætur Andesf jalla i gær. — Meöal farþega voru tveir frænd- ur, Hugo Banzer, forseta Bolivíu. Vélin var fullhlaðin liðs- forðingjum og fjölskyldum þeirra, sem voru að koma frá helgardvöl i sumarbúðum hersins við Tomontca, sem er norðaustur af La Paz.— Með vélinni fórust tólf börn. I fyrstu var haldið, að 55 hefðu Norðmenn rússo um Noregur og Sovétríkin hef ja í dag viðræöur vegna vandkvæða við útfærslu efnahagslögsögu Noregs i 200 milur og nýjar fisk- veiöitakmarkanir. Jens Evensen, hafréttarmála- ráðherra norðmanna, ræddi i siðustu viku við bresk stjórnvöld vegna þessara fyrirætlana norð- manna, og snýr sér nú að sovét- mönnum, sem eru andvigir 200 milna-útfærslunni. í flugi í Bolivíu farist með vélinn,i, en það átti þá eftir að sannast, að óstundvisi getur að minnsta kosti á stundum komið sér vel. Tveir liösforingjar og ein kona höfðu misst af vélinni. Vélin hrapaði við rætur Rauða- fjalls fimm minútum eftir flug- tak. Kom strax upp eldur i flakinu og siðan varð mikil sprenging. Þetta er annar stórtollurinn, sem Boliviumenn gjalda i flug- slysum. Er mönnum ekki úr minni liðið enn, þegar 67 menn fórust árið 1969 og þar á meðal sterkasta fyrstu deildar knatt- spyrnulið Boliviu. rœða við 200 mílur Kom það glöggt fram i yfirlýs- ingu sovétmanna, þegar is- lendingar tilkynntu fyrr á þessu ári, að þeir ætluðu að færa út fiskveiðilögsöguna i 200 milur. Formaður viðræðunefndar sovétmanna, sem Evensen mun hitta i dag, er Alexander Ishkov, fiskimálaráðherra. Ekki er búist við ákveðnum niðurstöðum af þessum fundum, frekar en<af fundum Evensens og breta i siðustu viku, þar sem varð ofan á, að ákveða fund aftur i byrjun næsta árs. Mary Ross 44 ára kona frá Toronto var inikil áhuga- m'anneskja um fallhlifastökk, en 108. stökkið liennar cndaði incð ósköpum, eins og ■nýndirnar hér við hliðina bera með sér. — Hrapaði hún 2000 fet án þess að gcta opnað aðal- hlifina, en gat loks losað sig úr ólunum, þegar hún átti 200 fet eftir til jarðar. Reyndi hún þá að opna varahlífina, en átti of skammt eftir. Sögulok. m ^ ^ ^ ^ ^ ^ Franco við betrí líðan Francisco Franco hers- höfðingi lá aftur þungt haldinn í nótt, en í gærdag siðdegis hafði ögn bráð af honum, og haföi hann þá beðið um mat i svanginn. Læknar hans kunngerðu liðan hans ki. hálf átta i gærkvöldi, og var þá hjartsláttur'hans sagður eðlilegur og blóðþrýstingurinn hafði lækkað. — Magablæðingar höfðu hinsvegar ekki stöðvast. 1 gærkvöldi var einvaldurinn ekki verr haldinn en svo, að hann gat spjallað við dóttur sina, Carmen, og tengdasoninn, ■ markgreifann af Villaverde, og börn þeirra, sem heilsuðu upp á afa sinn. En markgreifinn er reyndar læknir hers- höfðingjans. Nú er það ekki lengur Evrópa, sem er aðaluppspretta heróins- smygls tii Bandarikjanna, heldur Mexikó — eftir þvi sem opinberar afbrotaskýrslur i Bandarikjunum þykja sýna. Við athugun fikniefnavarna á heróini, sem gert hefur verið upp- tækt i USA, kom i ljós, að 90% af þvi kom frá Mexikó á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess, að tekist hafi að uppræta „franska sambandið” svonefnda. — Það byggðist á smygli ópiums frá Tyrklandi til Marseilles, þar sem þvi var breytt i heróin i sérstök- um leyniverksmiðjum og smygl- að áfram til vesturheims. Reuter-fréttastofan greinir frá þvi, að tyrkneskum yfirvöldum hafi tekist að herða svo eftirlitið með ræktun ópiumvalmúans, siðan hún byrjaði aftur, að nálega ekkert hafi verið selt á svörtum markaði. Auðvelt er fyrir sérfræðinga að sjá á heróininu, hvaðan það er komið. Mexikanskt heróin er brúnleitt, þvi að það er ekki eins hreint og óblandað og heróinið, sem kemur frá Evrópu, en það er mjallahvitt, enda stundum kalláð „snjór” á götumáli i Bandarikj- unum. Erfiðara er um vik við eftirlit á fikniefnasmygli frá Mexikó, held- ur en frá Evrópu. Daglega fara um hálf milljón manna yfir iandamæri Mexikó. Þingmenn hafa skrifað Henry Kissinger, utanrikisráðherra, bréf, þar sem þeir fara þess á leit, að aukin verði samvinna milli stjórna USA og Mexikó til að sporna gegn smyglinu. Mikil samvinna er með lög- regluyfirvöldum beggja þessara landa gegn eiturlyfjasmygli. Sú samvinna hefur leitt til þess, að iögreglan báðum megin við landamærin hefur verið mjög fengsæl i viðureign við smygl- h'-inga og náð miklu magni af smyglvarningi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.