Vísir


Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 6

Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 6
6 VÍSIR. Þriöjudagur 28. október 1975. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Borgarleikhúsið Leikfélag Reykjavikur hefur með góðu starfi sinu i Iðnó skapað sér fastan sess i hugum borgarbúa. Reyndar gera fæstir sér grein fyrir, að Leikfélag Reykjavikur er þegar i raun orðið borgarleikhús. Félagið á undir Reykjavikurborg að sækja um fjárhagslega tilveru sina. Borgin greiðir föst laun allra fastráðinna starfsmanna L.R. Sennilega verða þessar greiðslur nálægt 40 milljónum á næsta ári, og eru þær greiddar félaginu i formi styrkja. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þetta styrkjaform er ekki orðið ófært, og raunhæfara sé, að fastráðið fólk L.R. verði i orði borgarstarfsmenn eins og þeir eru á borði að verulegu leyti. Slikri breytingu þyrfti alls ekki að fylgja stjórnunarbreyting á leikfélaginu enda óæskilegt. Reykjavikurborg hefur lengi stefnt að byggingu borgarleikhúss. Lengi var álitamál, hvar það ætti að risa, og niðurstaðan varð sú að setja það i nýjan miðbæ. Teikningar hússins eru vel á veg komnar, og hafa þær verið kynntar almenningi og samþykktar i borgarráði. Ekki hefur útlit hússins verið gagnrýnt og menn almennt samdóma um að húsið sé glæsi- legt að ytra útliti og bæjarprýði. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um þá stefnu sem að baki byggingarinnar býr. örlað hefur á þeirri gagnrýni, að húsið sé staðnað og ósveigjanlegt og heyri jafn- vel fortiðinni til. Talað er um, að réttara hefði verið að byggja minna hús með færanlegu sviði og útbún- aði. Virðist þá einkum miðað við, að leikhúsið sýni aðeins eitt verk i einu, en ekki sé haldið gangandi 4-5 sýningum.i senn eins og nú er gert. Þessar hug- myndir eru varla raunhæfar hér, þó þær gefist vel erlendis, þar sem mikið er um ólika leikflokka, sem skiptast á um að heimsækja leikhúsin á vixl. Engu að siður eru slikar umræður ákjósanlegar, þótt óneitanlega séu þær nokkuð siðbúnar. Teikningarn- ar hafa þegar verið samþykktar i borgarráði. Borgarleikhúsið hefur lengi verið á döfinni og æski- legt hefði verið ef þessar raddir hefðu heyrst fyrr. Þó er ekki öll nótt úti og enn er hægt að breyta um stefnu, ef mönnum svo sýnist. Er þvi athugunarefni fyrir borgaryfirvöld og leikfélagsmenn hvort ekki væri skynsamlegt að efna til dálitillar ráðstefnu um Borgarleikhúsið, þar sem sjónarmið aðila yrðu kynnt rækilega. Borgarleikhúsið er geysilegt mann- virki og rika nauðsyn ber til, að eining sé um bygg- ingu þess. Greinargerð leikfélagsins var ekki full- nægjandi andsvar við þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, og er nauðsynlegt að rök og gagnrök komi skýrt og greinilega fram. Fagnaðarefni Skipin eru komin á miðin á nýjan leik og lausn fengin i bili á deilum um fiskverð og sjóðamál sjávarútvegsins. Rikisstjórnin sýndi festu og lét ekki knýja sig til óraunhæfra nauðungaraðgerða. Hins vegar sýndi hún ekki óþarfa stifni. Ljóst er að nauðsynlegt er að endurskoða það kraðak sem sjóðakerfið er orðið og slikri endurskoðun verður hraðað. Þá mun rikisstjórnin leitast við að tryggja það að fiskverðshækkunin verði i raun 3,5%. Það er fagnaðarefni að heimatilbúinni vá hefur nú verið bægt frá með þessum hætti. Þjóðin stendur höllum fæti efnahagslega og þolir enga stöðvun á þeim verkfærum sem einkum draga björg i bú hennar. Umsjón: GP Juan Carlos prins, sem iullvist er talið að verði arf- taki hins dauðvona einræðis- herra, Francisco Franco, er spáö ýinsum erfiðleikum á komandi stjórnarferli sin- um. En prinsinum munu hins vegar bjóðast ýmis tækifæri, sem Franco gáfust ekki, vegna óánægju umheimsins meö stjórnskipan einvalds- ins. tekur við af Franco? Að Franco burtföllnum opnast spánverjum möguleikar um inngöngu i Efnahagsbandalagið, NATO, samtök lýðræðisþjóða, stjórnmálatengsl við Sovétrikin eru innan sjónmáls og liklegt er að bretar afhendi spánverjum Gibraltar aftur. En áður en Juan Carlos getur tekið við konung- dæmi, verður hann að tryggja sér að hann sé ör- uggur i sessi. Hann verður að fullvissa jafnt rikis- stjórnina sem þjóðina um að hann sé fær leiðtogi. Baskahéruðin á NV-Spáni eru gott tækifæri fyrir Juan Carlos til að sanna sjálfstæði sitt sem stjórn- anda. Aðskilnaðarsinnar meðal baska hafa löng- um litið á hann, sem handbendi Francos, og þar með jafn ábyrgan fyrir aftökum baskanna tveggja fyrr i þessum mánuði. Andstaða gegn Juan Carlos er einnig hugsanleg i Katalóniuhéraði, sem hefur lengi litið á sig sem sjálfstætt riki. ,,Juan Carlos verður að binda endi á allan hér- aðsrig, ella getur sameining Spánar ekki kom- ið til greina,” sagði lögfræðingur nokkur frá Katalóniu. á Spáni, þrátt fyrir sivaxandi óvinsæidir. „Aðalvandamálið nú,” segir einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrans, ,,er ekki lengur spurningin um stefnumið, heldur hve fljótt eigi að fram- kvæma þau.” En aukinn hraði á framkvæmdum gæti raunar lægt óánægjuöldurnar hjá spænskum verkalýð, sem hefur löngum verið andvigur Franco vegna tregðu hans til að leyfa verkföll og kosningar inn- an verkalýðssamtaka. Rikisstjórn Arias hefur sýnt nokkra viðleitni til að auka frelsi i verkalýðsmálum, en siðan komm- únistar og sósialistar settu fram kröfu um leyni- lega aðild að verkalýðssamtökum, hefur þörfin á auknum umbótum orðið mun brýnni. Juan Carlos verðúr einnig gerður ábyrgur fyrir stefnu i efnahagsmálum, þótt áhrif hans á þvi sviði séu litil. Verðbólgan á Spáni á þessu ári er talin munu aukast um 20%, viðskiptahallinn vera um 6 milljarðar dollara, en hagfræðingar spá þvi, að náttúruauðlindir verði drýgðar með auknum oliu- Juan C'arlos prins liorfir til framtiöar Spánár yfir öxlina á „gamla manninum”, Franco Að sögn kunnugra ætti það ekki að verða nein- um vandkvæðum bundið fyrir Juan Carlos að láta þjóðina gleyma þvi, að hann var kjörinn eftirmað- ur Francos og alinn upp til að fylgja þvi stjórnar- fari sem hann kom á. „Geti prinsinn komið á viðunandi stjórnmála- frelsi, haft sterka en frjálslynda rikisstjórn, og sigrað andstöðuna, þá væri hann ekki aðeins léleg eftirliking Franco’s heldur gæti hann einnig i- lendst i valdastóli,” sagði opinber talsmaður ný- lega. „Juan Carlos verður að telja þjóöinni trú um, að hann hafi umbætur i huga.” Það gæti reynst erfitt fyrir þjóð, sem er litt vön stjórnmálum, eftir að hægrisinnuð stjórn Franco's hefur verið við völd i 36 ár. „Ein versta villan, sem Franco gerði, var að veita okkur aldrei neina reynslu i stjórnmálum,” sagði blaðamaður nokkur i Madrid. Eitt fyrsta meginviðfangsefni Juan Carlos ætti þvi að vera að koma i verk lögum um aukið stjórn- málalegt frelsi á Spáni. Lögum þessum var komiö á pappirinn fyrir um ári, en þau voru svo tak- mörkuð i þáverandi framkvæmd sinni að þau voru eiginlega aldrei samþykkt. Og þar eð vinátta rikir á milli Carlos Arias Navarro forsætisráðherra og prinsins, gæti aukiö frelsi orðið fyrsta verk Juan Carlos. En einnig verður hann að fara með gát fyrst i staö, til að styggja ekki leifarnar af hinu gamla skrifstofuveldi Francos, sem enn er mjög voldugt innflutningi. Opinber tala atvinnulausra er 2,3% af áætluðum 13 milljónum vinnandi manna i land- inu. Rikisstjórnin álitur 2% vera hæfilegan há- marksfjölda, en á sumum sviðum svo sem bygg- ingariðnaði og i landbúnaði er tala atvinnulausra álitinn nema um 8—10%. En sökinni fyrir þessu var skellt á rikisstjórnina en ekki einræðisherrann sjálfan. Þannig verður þvi þó ekki farið um Juan Carlos, segja stjórn- málamenn. Þar eð helmingur spánverja er fæddur eftir 1939, eða eftir að spænska borgarastriðinu lauk, hefur verulega kulnað i glóðum haturs og ótta I landinu. „Þegar við höfum selt appelsinurnar okkar, þá getum við rætt fagrar hugsjónir,” sagði leigubil- stjóri nokkur og fjögurra barna faðir. Það hefur verið rætt sem hugsanlegur mögu- leiki að herinn verði versti höfuðverkur Juan Carlos. Sjálfur segist hann hafa haldið tengslum við yngri herforingjana, en einnig sýnt þeim hers- höfðingjum Francos er enn gegna valdamiklum stöðum, viðeigandi virðingu. Yngri herforingjar hafa nýlega verið að berjast fyrir breytingum á skipulaginu, og sjálfur segist Juan Carlos munu vinna að þeim, En ef honum mistekst, er það álit margra stjórnmálamanna og æöstu manna hersins, að þá muni herinn taka við stjórn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.