Vísir - 28.10.1975, Page 8

Vísir - 28.10.1975, Page 8
8 VtSIR. Þriðjudagur 28. október 1975. Laugaból i Laugardal. Síðustu bœirnir í Laugardalnum i miðri iðandi höfuöborginni eru tveir litlir bónda- bæir. Það eru siðustu bæirnir i Laugardalnum. Við ör- an vöxt Reykjavíkur hefur steypan gleypt marga bú- jörðina, eða hrakið býlin á undan sér, lengra og lengra. En Laugaból og Reykjaborg hafa orðið inn- lyksa. Hraðbrautirnar liggja sitt hvorum megin við býlin. út um litla gluggana á lágvaxna húsinu sem heitir Laugaból má sjá háhýsin teygja sig til himins. Blikkbeljurnar þenja sig eftir maibikinu. Á Laugabóli eru aðrar beljur. Þær standa á básum sinum og jórtra makindalega. Þær eru löngu orðnar ónæmar fyrir hamagangi málmskrímslanna. Texti: Óli Tynes Myndir: Loftur Asgeirsson Tröllin ekki langt undan Eins og i sögunni eiga bænd- urnir á siðustu bæjunum i Laug- ardal við sin tröll að glima. Tröllin heita framfarir, breyttir timar og öðrum slikum nöfnum. Þau hafa lagt marga bæi i eyði og sækja nú hart að siðustu bændunum tveimur. Gunnar Júliusson hefur búið á Laugabóli þau fimmtiu og átta ár sem hann hefur lifað. Fyrstu árin var það aðeins sumarbú- staður. Þá var „aðalbúið” við Lindargötu. Þar voru kindur, kýr og hestar. En frá þvi fóstur- móðir hans dó, 1946 hefur hann búið allt árið i Laugardalnum. En tröllin herða stöðugt sókn- ina. ,,Fæ engan frið" — Ég fæ engan frið hérna. Það er vist ekki pláss fyrir mann lengur. Borgin vill mig burt og hefur verið að reyna að hrekja mig héðan i mörg ár. Það er lika farið að kreppa að mér. Það er búið að byggja niu hús og svo Laugardalshöllina á þessari jörð, og ég get orðið ekki heyjað nóg. — Ég verð að kaupa hey handa skepnunum. Hestaeig- endurnir, finir sportmenn, fá að hirða grasið handa gæðingum sinum. Ég hef ekki nema litinn skika til afnota, og ég verð að beita á hann á sumrin. Það er þvi ekkert eftir fyrir veturinn. „Mamma hugsaði mest um þetta" —• Fósturforeldrar minir keyptú þessa jörð 1916. Þau voru Ari Antonsson og Guðriður Magnea Bergmann. Þau tóku mig i fóstur þegar foreldrar minir dóu úr spönsku veikinni. Þá var ég eins árs gamall. — Pabbi var verkstjóri hjá Kol og Salt og hafði litil afskipti af búskapnum. Það var mamma sem sá um hann að langmestu leyti. Þetta var aldrei neitt stórbú og verður aldrei. En ég á ekki að fá að vera i friði með það litla sem ég hef. Kýr og hænsni Bústofninn á Laugabóli er sex kýr, tvær kvigur og um fimmtiu hænsni. Svo er þar auðvitað hundur og tveir kettir. — Ég mjólka sjálfur, með höndunum, það þarf stærri bústofn en þetta til að standa undir vélvæðingu. Ég sel mjólk- ina beint til samsölunnar, en eggin sel ég hinum og þessum aðilum. Það eru ekki stórar fjárhæðir sem fást fyrir þetta, en með þvi að lifa sparlega kemst ég af. Og það er eins gott að lifa sparlega þvi það er eng- inn sem hjálpar. — Og ekki fæ ég neina peninga fyrir það land sem er tekið undir hús. Ég skil það ekki. Jörðin er þinglýst mér en svo geta menn þinglýst sér hús á henni án þess að mér komi það nokkuð við. Fjósið i Laugardalnum Gunnar Júliusson og Tryggur Þeir hafa smámsaman verið að saxa af mér landið. ,,Ég nota Farmalinn til að fara með mjólkina og snúast ýmis legt.” Bústofni fækkað með lögregluvaldi — Það er heldur ekki bara land sem þeir taka. Þeir tóku lika kindurnar árið 1968. Þá tóku þeir kindurnar með lög- regluvaldi af mér og Stefni Ólafssyni á Reykjaborg. Það þýddi ekki fyrir okkur að segja neitt. Það er vist svona að vera ofaukið. Einmanalegt oft á tiðum — Jú, það er oft einmanalegt hér. Þótt maður sé i miðri stór- borginni. Ég hlusta töluvert á útvarp. En ég les ekki mikið og ég hef ekkert sjónvarp. — Ég get oftast fundið eitt- hvað til að dytta að svo ég þarf ekki að vera aðgerðarlaus. En þaö er ekki endalaust hægt að una sér við að dúlla einn. Ég fer oft i heimsókn að Reykjaborg, við erum góðir vinir. En einbúar eru jú einir, og þegar maður hefur ekki önnur afskipti af meðborgurum sinum en að reyna að verjast árásum þeirra, þá er oft einmanalegt. — En það þýðir vist ekki að fást um það. Það fer vist svona fyrir mönnum sem ekki er pláss fyrir lengur. —ÓT

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.