Vísir


Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 24

Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 24
vísm Þriðiudagur 28. október 1975. FÓRUST ÞEGAR JEPPI VALT Tvennt beiö bana þegar Bronco-jeppi valt ofan I Vatns- dalsá f Vatnsfiröi á sunnudag- inn. t jeppanum voru Þórhildur Jónasdóttir, Markarflöt 41 i Garðahreppi, og Svavar Helga- son, Fornuströnd 5 á Seltjarnar- nesi. Þau voru bæði barnakennarar og voru i erindum Sambands is- lenskra barnakennara. Þórhild- ur og Svavar voru látin þegar brúarvinnuflokkur kom að slys- staðnum. Þá var töluvert um liðið frá því slysið varð, að þvi er talið er. Þau Þórhildur og Svavar láta bæði eftir sig maka og börn. — ÓT. Aðgöngu- miðor sof n- gripir Konur úr Njarðvíkum, Höfnum, Kcflavik og öðrum stöðum sunnan Hafnarfjarðar unnu saman að skemmtun i Stapa á kvennafridaginn. A skemmtuninni voru númeraðir aðgöngumiðar þar sem annars vegar var kvennamerkið en hins vegar frimerki kvennaársins, stimplað i pósthúsinu Hvammi i Höfnum. Þetta pósthús mun nú á næstunni verða lagt niður, og þvi má gera ráð fyrir að þessir að- göngumiðar geti orðið eftir- sóttir og verðmætir með timanum. Skemmtunin i Stapa þótti takast mjög vel og var þátt- taka þar syðra mjög góð. -EB CARMEN frumsýnd Óperan Carmen eftir Bizet verður frumsýnd i Þjóðleik- húsinu á föstudag og er það i fyrsta sinn sem óperan er sett á svið hérlendis. Carmen er I hópi þeirra verka sem vinsælust hafa verið með almenningi. Þorsteinn Valditnarsson hefur þýtt textann, en Baltasar sér um leikmynd og búninga. Leikstjóri er Jón Sigurbjörns- son, en hljómsveitarstjóri Bohdan Wodiczko. Sigriður E. Magnúsdóttir og Rut Magnús- son hafa æft hlutverk Carmenar, en finnski barintonsöngvarinn Walton Grönross fer með hlutverk Escamillos á fyrstu sýningum, en siðan tekur Jón Sigurbjörns- son við þvi. Meðal annarra söngvara eru Magnús Jónsson, Ingveldur Hjaltested, Svala Nielsen, Elin Sigurvinsdóttir, Kristinn Halls- son, Garðar Cortes, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vilhelmsson. Erik Bidsted hefur æft dans- atriðin. Þjóðleikhúsinn syngur að sjálfsögðu i óperunni og auk þess drengjakór. Þegar er uppselt á fyrstu sýningar Carmen. Skjálftar í Kröflu þurfa ekki að boða eldsumbrot Sérfræðingar velta þvf nú fyrir sér hverjar kunni að vera ástæðurnar fyrir þeirri jarð- skjálftahrinu, sem að undan- förnu hefur oröið vart i Mývatnssveit, og þá einkum á Kröflusvæðinu. Ýmsir hafa leitt að þvi getum, að þessar hræringar kynnu að boða eldsumbrot, en Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur hjá Raunvisindastofnun, sagði i morgun, að svo þyrfti alls ekki að vera. Hann sagði að jarðskjálfta- kippurinn i gærmorgun, sem mældist 3,8 stig á Richters-kvarða, hefði átt upp- tök sin á eins kilómetra dýpi á vinnusvæðinu við Kröflu. Sérfræðingar eru nú að rannsaka hvort þessar hræring- ar geta verið I beinum tengslum við boranir á Kröflusvæðinu. Helsta tilgátan er þá sú, að boranirnar hafi losað um spennu i berginu vegna breytinga á þrýstingi i vatnsæð- um. Verið getur, að vatn, sem dælt hefurveriðofanl holurnar, undir þrýstingi, virki örvandi til að leysa skjálfta úr læðingi. Upptök skjálfta hafa mælst viðar en I Kröflu, til dæmis norð-vestur af henni. Sveinbjörn sagði, aö skjálftahrina hefði verið I gangi I sumar, svæðið væri „lifandi” og þetta væri ekki ósvipað þeim skjálftahrin- um, sem vitað væri um á undan- förnum árum. Slíkir skjálftar yrðu I gosbeltum, án þess að kvika væri að nálgast, og aðeins i örfá skipti boðuðu þeir eldsum- brot. Vel er fylgst með Kröflu — og Námafjallssvæðinu. Nýjum mæli hefur verið komið fyrir I Kröflu, og simsendir hann merki til Reykjahliðar. Fleiri mælar eru I nærliggjandi héruð- um. í Kröflu hefur verið borað i virkt ■ eldfjall, og þvi hafa Mývetningar ákveðið að hafa vaðið fyrir neðan sig með eðli- legum og nauðsynlegum al- mannavörnum. — AG. Þessi niynd er lekiti við Hringbrautina á hlýji£.októJp>*:- kvöldi. Það er farið að dimma og Ijós bflanna og götuljósin renna sainan i eitt Ijóshaf. Myndina tók SkúliÞ. Ingimund- arson. Það er sýnilegt að október vikan að visu nokkuð svöl, en úr mánuður nú i ár verður óvenju- þvi rættist, og frá 7. október hlýr sé hann borinn saman við hefur hitinn alltaf verið fyrir hitann i sama mánuöi á uridan- ofan meðallag nema þann 16. gengnum árum. Vikuna 18.-24. október var Samkvæmt upplýsingum óvenju hlýtt i veðri miðað við Veðurstofu isiands var fyrsta árstima. — EKG. Samdómo ólit sjómanna og forsœtisráðherra: Viðrœður sjó- manna og rikis- valds til gagns „Rikisstjórnin itrekar þá skoðun sina að tilgangurinn með þessum aðgerðum (samningum rikisstjórnar og sjómanna) sé fyrst og fremst sá að draga úr óvissu um tekjubreytingar sjó- manna á þessu hausti og nánast að ábyrgjast að forsendur fisk- verðsákvörðunar yfirnefndar Verölagsráðs frá 1. okt. til 31. des. standist. Þetta segir m.a. i yfirlýsingu þeirri er rikisstjórnin lét frá sér fara með samþykki samstarfs- nefndar sjómanna eftir að þess- ir aðilar höfðu orðið sammála um deiluatriði sin. Á blaðamannafundum sem þessir aðilar héldu kom m.a. fram að viðræðurnar hefðu orð- ið til hins mesta gagns. Gagn- kvæm upplýsingaskipti hefðu verið orsök þess að sættir náð- ust. Sjómenn lögðu áherslu á það á sinum fundum að rýr kjör sjó- manna væru i þann mund að út- rýma sjávarútvegi sem at- vinnugrein hér á landi. Nú orðið væri nám I Stýrimannaskóla lé- legasta fjárfesting sem fundin yrði. Undanþágumenn færu 'á sjóinn en réttindamennirnir 'i land þar sem þeim byðust betri kjör. Sjómenn sögðu aðgerðir sinar bæði hafnar yfir lög og pólitik. Lög um undanþágur hefði rikis- valdið sjálft brotið æ ofan i æ, og allir stjórnmálaflokkar hefðu staðið að gerð sjóðakerfisins. Að lokum sögðu sjómenn að þeir vildu færa þakkir til við- semjenda sinna vegna skjótra lykta málsins og eins vildu þeir þakka sjómönnum fyrir þá miklu samstöðu sem þeir hefðu sýnt. Hún færði heim sanninn um að samstöðumáttur sjó- manna væri til. Það eitt væri mikill ávinningur i þessari deilu. Kauphækkun sjómanna hliðstæð og hjá landverkafólki A blaöamannafundi sinum sagði forsætisráðherra m.a. að sjómenn hefðu tekið gilda yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar um að þeir fengju hliðstæða hækkun á timabilinu 1. okt. til 31. des, og fólk i landi. I verðlagningu yfirnefndar verðlagsráðs var það lagt til grundvallar að fiskverðshækk- un næmi 3,5% að meðaltali. Niðurstöður aflaskýrslna benda hins vegar til þess að fremur sé of lágt áætlað en of hátt. Ef ríkisstjórnin hefði orðíð við kröfum sjómanna um hækk- un fiskverðs hefði það þýtt um eins milljarðs kostnaðaraukn- ingu, og miðað við að Verðjöfn- unarsjóður var tómur var ekki hægt að risa undir henni. Það hefði og haft þær afleiðingar að verðlagningarkerfi það sem við nú búum við hefði verið brotið niður. En I viðræðum sjómanna og rikisvaldsins kom einmitt fram samstaða um að það héld- ist óbreytt. —EKG Harðorðir í garð Alþingis og Sjónvarpsins srr" „1 dag er nánast engin leið fyrir okkur að fara út I gerð heimildakvikmynda vegna fjár- skorts. Aðstööuleysi islenskra kvikmyndagerðarmanna er nær algjört, og hér ríkir hið einkennilega ástand að engin kvikmyndalöggjöf er til, við er- um u.þ.b. þrjátiu árum á eftir Itinum Norðurlöndunum,” sagöi Gisli Gestsson kvikmyndagerðarmaður i viðtali viö Visi. Þingi norrænna kvikmynda- gerðarmanna lauk i Norræna húsinu á sunnudagskvöld. Þar var formlega stofnuð Norður- landadeild Fistav (alheims- samtök kvikmyndagerðar- manna). Að sögn Gisla kom fram mikill stuðningsvilji hinna Norðurlandanna við isl. kvik- myndagerðarmenn, en islenskir félagar eru nú 33. A þinginu voru gerðar ályktanir, þar sem m.a. var skorað á Alþingi að taka föstum tökum gerð lög- gjafar um kvikmyndir og kvik- myndasjóði, sem er sjálfsagt grundvallarskilyrði fyrir þróun alþjóðlegrar kvikmyndagerðar á Islandi.a I annarri ályktun segir svo: „Norðurlandadeild Fistav lýsir yfir fullum stuðningi við félag kvikmyndagerðarmanna i baráttu þeirra fyrir samningi við islenska sjónvarpið. Hin jákvæðu áhrif sem rikis- sjónvarp ætti að hafa á menningarlif hafa hingað til ekki komið i ljós. Það er okkar skoðun, að rikissjónvarp ætti að lita á það serh frumskyldu sina að hafa nána samvinnu við innlenda kvikmyndagerðar- menn, til þess að auka gæði dag- skrár. Er það kappsmál hverrar þjóðar að stuðla að bættri aðstöðu kvikmyndagerðar- manna sinna.” Gisli sagði að það væri von og vilji félagsins að þessi mál leystust hið fyrsta á frijsam- legan hátt, en ef i ha'. t færi hefðu önnur aðildarlönu Fistav lýst yfir eindregnum stuðningi við islenska kvikmyndagerðar- menn. -EB.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.