Vísir - 01.11.1975, Side 14

Vísir - 01.11.1975, Side 14
14 VtSIR. Laugardagur 1. nóvember 1975 . Þurfti óður að boða sig í gömlum bala, hefur nú innanhússsundlaug ... George Kennedv og Charlton Heston við töku myndarinnar Earth- quake sem varð nærri þvi að raunverulegum harmleik. Þó var ég hrœddastur George Kennedy segir fró er hann var hœtt kominn við töku myndarinnar „Earthquake" Söngvarinn Tom Jones hefur tryggt foreldrum sinum áhyggjulaus elliár. „Tom erokkur indæll sonur — okkur þarf aldrei að skorta neitt”, sagði faðir hans Tom Woodward. „Við þurfum engar áhyggjur að hafa.” Aður en Thomas Jonas Wood- ward, eins og söngvarinn heitir fullu nafni, varð frægur, þrælaði faðir hans i kolanámunum i Wales, og móðir hans reyndi að fá endana til að ná saman. I dag búa Woodward hjónin i húsi, sem hinn frægi sonur þeirra keypti handa þeim fyrir um 18 mánuðum siðan. Það er rétt hjá setri sonar þeirra i út- jaðri Lundúna. „Þetta hefur allt verið einna draumi likast”, sagði Freda, móðir Tom, en hún er nú sextug að aldri. Húsinu fylgir fagur garður innanhússsundlaug og golf- braut. Faðir söngvarans, sem nú er 65ára segir: „1 húsinu, þar sem við bjuggum áður, var ekkert baðherbergi. Á kvöldin eftir að ég kom heim úr vinnunni, bað- aði ég mig i gömlum bala fyrir framan eldinn.” „Tiu árum eftir að Tom gaf út sina fyrstu hljómplötu, bauð hann okkur þessi konunglegu lifskjör. En við vildum biða að- eins með að þiggja þau.” En ári siðar skipaði Tom föð- ur sfnum að hætta vinnu i nám- unum og keypti handa þeim hús i útjaðri Lundúna. Þá ók faðir hans — sem var 56 ára gamall — bil i fyrsta sinn. Woodwardhjónin halda enn tengslum við gamla vini sina og heimsækja Wales oft i bil sinum. Þegar Tom er á hljómleika- ferðalögum, er faðir hans bil- stjóri hans. Foreldrar Tom hafa einnig kynnst vinum hans úr skemmt- anaheiminum, en á meðal þeirra má nefna Elivs Presley, Andy Williams, Osmonds og Liberace. „Tom hefur verið okkur indæll sonur, alveg dásamleg- uij” sagði móðir hans stolt. „Hann verður að vinna mikið, og nú hefur hann gefið okkur allt þetta. En þegar við litum yfir hið liðna, eru erfiðu árin okkur samt minnisstæðust.” Hún sýndi blm.litinn, svartan málmfil, sem Tom hafði gefið henni, barn að aldri. „Sá f 111 kostaði um 500 kr. sem voru miklir peningar i þá daga. Tom sem var 10 ára þá, hafði heimsótt dýragarðinn og safn- aði siðan peningunum fyrir gjöfinni. Ég sagði honum, að hann hefði ekki átt að eyða þeim en hann sagði þá. „Þú ert þess virði, mamma.” Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, að vatnið i göngunum stigi of hratt. Sfðan heyrði ég mikil óp og þá virtist sem allar flóðgáttir vitis opnuð- ust. Við Charlton Heston og 150 fleiri vorum að taka upp atriði i „Earthquake” þegar eitthvað fór úrskeiðis og við höfðum næstum þvi drepist af raflosti. í atriðinu, áttum við aðvera innikróaðir i neðanjarðargöng- um og með þúsundir litra vatns streymandi inn. Ég hugsaði: „Þetta er nú aldeilis fint. Vatnið alveg flæðir inn.” Þá byrjuðu öskrin og að- stoðarleikstjórinn okkar, Fred Simson kallaði: „Takið rafalinn úr sambandi.” Þá vissi ég að við vorum i mikilli hættu staddir. Skyndilega stóðum við allir i vatni upp undir höku þarna i göngunum. Seinna komst ég að þvi, að vatnið, sem hafði átt að streyma framhjá okkur og i geymi bak við sviðið, skolaðist þess i stað til baka, vegna þess að einhver hafði gleymt að opna geyminn. Ég hef lent i ýmsu á 25 ára leikferli minum, en aldrei hef ég orðið jafn hræddur og þarna. Við Charlton gripum i stál- brikur, sem þarna voru og héld- um okkur dauðahaldi. Tveir kvenstatistar flutu framhjá öskrandi, ég gat gripið i þær og lyft þeim upp á brikurnar. Vatnið flæddi yfir myndavél- arnar og rafkerfið sem gaf mörg þús. volta straum fyrir ljósin og annan útbúnað. Við hefðum öll fengið raflost, hefði Fred ekki náð að taka rafalinn úr sambandi. Loksins þegar ég skreið út úr göngunum úrvinda, mætti ég öðrum leikara, sem hafði fengið taugaáfall. Hann muldraði: „George við vorum nærri dauð. Gerirðu þér grein fyrir þvi?” Ég fylltist yfirþyrmandi löng- un til að gráta af fögnuði. Mér hefur aldrei fundist ég jafn- tengdur konu minni og börnum. Þetta atvik, var óumdeilan- lega það hræöilegasta sem ég hef lent i um ævina. Kaðirinn fyrir utan stórhýsiö sein kostaði næstum 30 rnillj. kr. Foreldrar Tom Jones eiga áhyggjulausa daga fram undan. Leikn- usty vllrit arar heises ■HOHBnBaaBHtgn Rodalben er smábær i Rhineland-Palatinehéraðinu, hér um bil miðja vegu milli Pirmasens og Kaiserslautern. Þartilfyrirnokkrum vikum var þetta litla samfélag óþekkt og ekki i fréttum. Rodalben varð fyrst frægt af 11. alþjóðakeppninni i vélritun, sem haldin var i Budapest ný- lega. Lið bæjarbúa vann tvö heimsmet og hópur ungmenna frá Rodalben lenti i hópi færustu vélritara heims i yngri flokkun- um. Af tiu fljótustu vélriturum i keppninni, voru fimm úr liði bæjarbúa og fjórir lentu i hópi þeirra vandvirkustu. Vandvirkasti vélritari heims er nú Liane Klein (t.v.) sem sló 476 stafi á minútu, án þess að gera eina einustu villu. Fljótasti vélritari er Gunther Matheis (t.h.) sem sló 581 staf á minútu. Þjálfari liðsins er Josef Buschine (i miðju) en þrir i liði hans eru nýlega orðnir þrettán ára. ■■■■■■■■

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.