Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 3. nóvember 1975. 9 Vinsælu Barnaoci unglingaskrifborðin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KOPAVOGI SÍMI 44600 Suöurnesjamenn athugió: ViÓ flytjum nú frá Hafnargötu 31 Vatnsnesveg 14 V6RZIUNARBANKIÍSLANDS HfÆ ÚTIBÚ KEFLAVÍK SÍMI 1788 í MESTA SPRENGING SEM SÖGUR FARA AF Sprengingin sem varö þegar eldíjalla- eyjan Krakatá sprakk i lol't upp áriö 18S3 jafn- gilti einni milljón vetn- issprengja. Hún heyrðist i um 3000 milna ijarlægð og þeytti ösku, gufu og mold allt að 55 km i loft upp. Að minnsta kosti 38.380 manns létust af völdum flóðbylgjunnar, sem myndaðist i sprengigosinu. Franskt herskip var hafið á loft og lenti 3,5 km inn i landi. Tveim vikum eftir gosið, 27. ágúst 1883 voru slökkviliðsmenn i New York-riki og Connecticut- riki i Bandarikjunum enn að leita að eldi, sem þeir töldu vera. Reykský, sem borist höfðu 16.000 km leið úr suðurhöfum voru völd að þessu. Aska, glóandi fosfór og hraun- molar lentu á skipum cr voru á ferð um Indlandshaf. Himinninn varð svartur eins og um nótt og megn brenni- Tcikning cr synir gossúluna á Krakatá 1883, en gosdrunurnar licyrðusl i nær 5000 km ijarlægð. steinsstækja fyllti loftið. Sprengigos’ þetta var hið mesta sem sögur fara af. NÝJAR AÐFERÐIR VIÐ ÚTRÝMINGU TSETSE-FLUGUNNAR Vlsindamenn i Vestur-Þýska- landi eru að undirbúa liffræði- lega herferð gegn tsetseflugunni sem flytur svefnsýki milli manna. Með fjárstuðningi frá sam- bandsstjórninni hefur verið fund- in upp ný aöferð til útrýmingar flugunni — semsé sú að vana karlfluguna. Starfsfólk við þrjár þýskar til- raunastöðvar vonar að vönunin, ásamt skordýraeitri, muni hindra fjölgun tsetseflugunnar verulega. Karlflugur eru gerðar ófrjóar með geislum. Þessar ófrjóu karl- flugur eru svo látnar eöla sig með kvenflugum, fækkar eggjum tset- se flugunnar niður i ekki neitt. Ofrjó karlskordýr sem sleppt er. fækka smátt og smátt kynstofnin- um. Eini ókosturinn er sá, að kostnaður við ræktun tsetse- flugna i rannsóknastofum er mjög mikill. Á þeim þrem mán- uðum sem hún lifir, verpir tsetse- flugan aðeins úm tiu eggjum. Þess vegna þarf ótölulegan fjölda, til að fjöldaframleiðsla á flugum geti komist af stað. Og það verður einnig að fæða flugurnar. Þar sem tsetse flugur nærast nær eingöngu á blóði, þarf hundruðir eða jafnvel þúsundir kanina til að þær fái nægilegt fæði. Fáar rannsóknastofur hafa efni á þessu. Sumar þeirra eru i Bretlandi, Hollandi og Tanzaniu. I Hannover hafa tveir starfs- menn við sníkjudýradeild dýra- læknaháskólans þar fundið upp nýja og efnilega aðferð til fæðu- öflunar þessum gráðugu skordýr- um. Andstætt öllum skordýrum er nærast á blóði, geta tsetseflugur aðeins drukkið blóð, hafi þær fyrst þurft að bora sig gegnum húðina. Visindamennirnir i Hannover hafa fundið upp gervi- himnu, sem getur komið i staðinn fyrir raunveruiega húð. Undir himnunni er blóðmagn, sem haldið er við eðlilegan lik- amshita. A einni klukkustund geta allt að þvi þúsund flugur nærst úr himnu, sem er 40x40 cm á stærð. Það veltur þvi aðeins á fjölda himnanna, hitaplatnanna og þvi blóðmagni, sem fáanlegt er, hve margar tsetseflugur má rækja i tilraunastofunum. Visindaráðuneyti Bonnstjórn- arinnar áætlar nú i samvinnu við Alþjóða kjarnorkumálastofnun- ina að útrýma tsetflugunni meö aðstoð þessarar nýju aðferðar á afmörkuðu svæði i Afriku. Þannig er vonast til að hægt verði að út- rýma hinni hræðilegu svefnsýki og náskyldum sjúkdómum i naut- gripum sem nagana nefnist. • • AL RI BIÐROÐ / 10% AFSLATTUR Veitum 10% afslatt af öllum vöurm verslunarinnar í dag, mánud. 3. nóv. og á morgun þriðjud. 4. nóv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.