Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 20
-*>r P >m- r -□□mini -uo§ 020; tnmuD2> ucrroiji <tDii—^ tj-d 2>ndm 20 Vísir. Mánudagur 3. nóvember 1975. Ég — ég veil þaö ekki stamaBi Pindes ViB heyrB um þetta hræBilega öskur svo fundum viB ljóniB dautt og Tarzan var horfinn. \ Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 4. nóvember. Hrúturinn 21. mars—20. april: Ef þú sýnir framúrskarandi kurteisi og hefur þig ekki alltof mikið i frammi f dag verður þetta góður dagur. Þú hittir einhvern og verður það þér til ánægju. Farðu varlega i kvöld. Nautift 21. april—21. mai: Ef þig langar i skemmtilegan félagsskap í dag verðurðu ekki i neinum vandræðum með að finna hann. Hugsaðu raunhæft um fjár- málin i dag. m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Fyrrihluta dagsins ættirðu að leggja áherslu á að snyrta til i kringum þig i fleiri en einum skilningi. Taktu tillit til and- stæðings þins ef hann verður á vegi þinum seinni partinn. Krabbinn _________ 21. júni—23. jútí: Eftir að þú hefur lokið af skyldu- störfum skaltu sinna hugðarefn- um þinum og leggja þig vel fram. Stattu fastá þinu og krefstu þess að aðrir fari að ráðum þinum. Ljónift 24. júií- 23. ágúst: Kynntu þér skoðanir þeirra sem þú verður að setja allt traust þitt á i dag. Morgunninn er heppileg-[ ur til þess að versla. Gerðu' ráðstafanir til þess að taka þér uppbyggileg verkefni fyrir hend- ur. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Athygli þin beinist að vandamál- um einhverra nákominna vina eða ættingja i dag. Reyndu að ljúka verkefnum af fyrripartinn. Þú verður að vera vinum þinum til huggunnar i kvöld. Vogin 24. sept.—23. okt.: Þetta er góður dagur til þess að sinna erindum sem krefjast ein- hverra ferðalaga. Vinur þinn endurgeldur þér greiða. Heim- sæktu ákveðna persónu sem er miður sin. Drekinn _________ 24. okt.—22. nóv.: Dagurinn er heppilegur til þess að hitta fólk og fara i heimsóknir. Þú kynnist liklega nýrri persónu. Seinna i kvöld skaltu athuga fjár- mál þin gaumgæfilega. Bogmafturinn 23. nóv.—21. des.: Þú ættir að trúa ákveðinni per- sónu fyrir málum þinum. Vertu óspar á að hæla þeim sem i kring- um þig eru. Þú færð einhverja góða hugmynd seinni hluta dags- ins. u Steingeitin 22. des.—20. jan.: Vertu ekki að fara út fyrir það venjulega daglega i dag. Kjaftaðu ekki frá leyndarmáli sem þér var trúað fyrir. Þér er óhætt að vera gjalfmildur i kvöld. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: Eftir að hafa lokið af skyldustörf- um i dag notaðu þá timann til þess að gera framtiðaráætlanir. Hagsýni og lærdómur sem byggð- ur er á reynslu kemur sér vel i dag. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Þér bjóðast ný tækifæri i sam- bandi við vinnu þina og frama. Vertu ekki með óþarfa áhyggjur af þvi sem liðið er, horfðu heldur fram á veginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.