Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 2
vteutro Ferðu oft i leikhús? Sigurgeir Jóhannsson, sendibii- stjóri: Nei, sjaldan, kannski tvisvar til þrisvar á ári. Siðastsá ég Kristnihaldið i Iðnó. bað er ekkert sérstakt i leikhúsunum sem heillar mig þessa dagana. Elin Eva Grimsdóttir, 11 ára, Visissölumaður: Stundum. Síðast sá ég Kardemommubæinn i Þjóð- leikhúsinu. Það var i fyrra. Finnbogi Pétursson, nemandi: Aðeins á skólasýningar. Siðast sá ég Höfuðsmanninn frá Köpernik i fyrravetur. Annars er ég litið gefinn fyrir leikhús. Kristjana Hreinsdóttir, af- greiðslustúlka: Nei, mjög sjald- an. Siðast sá ég Kardemommu- bæinn. Ég ætla að sjá Carmen i Þjóðleikhúsinu. Halldór Þorsteinsson, verslunar- maður: Nei, sjaldan. Égskilekki biómyndir né leikrit, nema þau leikrit sem ég les. Siðast sá ég Kristnihald undir Jökli eftir Lax- ness en það var bara vegna þess að við erum bræður i pólitikinni. Sólveig Jónsdóttir, blaðamaður Timans: Eins oft og ég get. Næstu leikrit sem ég ætla að sjá eru Carmen og Saumastofan. LIGGUR ÞÉR EITTHVAÐ Á HJARTA Visir. Mánudagur 3. nóvember 1975. Hver ber óbyrgðina á eitraða saltinu? Hulda Magnúsdóttir hringdi: Það hefur verið rætt og ritað um eitrað salt sem selt hefur verið hér i verslunum ob m.a. eyðilagt matvæli fyrir fólki. Mig langar til að vita hverjir flytja þetta salt inn og einnig hverjir beri ábyrgð á innflutn- ingnum og sölunni? Upplýsingar fengust ekki um hver væri innflytjandi á þessu umrædda salti. Hins vegar mun það vera ljóst að innflytjendur bera ábyrgð á þeirri vöru sem þeir flytja inn og verslanir bera ábyrgð á þeirri vöru sem þær selja. f þessu tilviki mun þó að sögn fróðra manna dregið i efa að verslunin sé skaðabótaskyld vegna skemmda af þessu salti þar sem ekki var um neinar villandi upplýsingar að ræða á umbúðunum. Utanáskriftin er: VÍSIR „lesendur hafa orðið" Síðumúla 14 - Reykjavík Akureyrar- strœtó og Donny Osmond H.J. Akureyri skrifar: „Ég fer oftast þrisvar i strætó á dag, bara til að fara i og Ur skóla. Ef ég fer ekki með strætó heim i mat þá kem ég of seint i skólann. Þeirsem búa úti i Glerárþorpi þurfa fjórum sinnum i strætó og það kostar 30 krónur i hvert sínn. Það gera um 2.400 krónur yfir mánuðinn eða upp undir 20.000 krónur yfir skólatimann. Þetta finnst mér nú einum of mikið yfir unglinga sem kannski hafa enga vinnu fengið i sumar. Getur rikið ekki borgað far- gjaldið fyrir skólakrakka? Svo vil ég bæta við að sá sem skrifaði um að Donny Osmond væri úreltur, hann er mjög fáfróður, þvi Donny er nefnilega finn söngvari. Hins vegar þekki ég engan sem hefur áhuga á David Bown.” LESENDUR: Sími okkar er 8 66 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.