Vísir - 04.11.1975, Síða 3
VtSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
3
Borgar sig
að prjóna
lopapeysur?
Hvað er tímakaupið?
Ætli þaö borgi sig að prjóna
lopapeysur og selja i verslanir?
Ég get auðvitað prjónað ínér til
ánægju á kvöldin, það er nyt-
samara cn að gera ekki neitt.
En frá peningalegu sjónarmiði
(núverandi algildu sjónar-
miði?) verður dæmið frekar
óhagstætt.
Lausleg athugun leiðir i ljós
að verslanir borga frá 2.200 upp
i 2.800 krónur fyrir hverja
peysu, mismunandi eftir þvi
hvað hún er stór og hvort hún er
heil eða hneppt. Efniskostnaður
verður frá ca. 550 upp i 580 krón-
ur á peysuna, ef ég kaupi lopann
i þeirri verslun sem ég ætla að
selja peysuna i. Annars er lop-
inn tvö þrjú hundruð krónum
dýrari hvert kiló.
Kaupiðmitt er þvi frá ca. 1650
til 2.100 fyrir hverja peysu, og
hvaða timakaup fæ ég út úr þvi?
Ég er nú ansi lengi að prjóna, en
þó ég væri fljót hlyti ég að vera
10-15 tima með peysuna, prjóna
hana og ganga frá henni. Þetta
verða liklega engin uppgrip i
peningum. En viti menn, tarna.
er svolitið skrýtið. Ef ég harka
þessu nú i framkvæmd og fer
með peysuna mina i verslun, þá
er visast að einhver kaupi grip-
inn i búðinni fyrir rúmar fjögur
eða jafnvel tæpar fimm þúsund
krónur.
Verslunin fær þá eftir allt
saman meira fyrir að selja
peysuna heldur en ég fæ fyrir að
prjóna hana. Ég held ég stein-
hætti við þetta.
— EB
Ekkí olvarleg hœtta
á atvinnuleysi
fram að óramótum
,,Ég tel ekki alvar-
iega hættu á atvinnu-
leysi fram að áramót-
um. Hins vegar verður
atvinnuástandið
iskyggilegt ef frysti-
húsin stöðvast og
togarar fara almennt
aö sigla,” sagði Guð-
mundur J. Guðmunds-
son, varaformaður
Dagsbrúnar, þegar
Visir spurði hann um
atvinnuhorfur i vetur.
„Segja má að atvinna hafi
verið næg siðan togaraverkfall-
ið leystist. Viða hefur jafnvel
vantað verkamenn til vinnu. Ef
tið helst sæmileg er ekki nein
hætta á atvinnuleysi i bygg-
ingariðnaðinum og sums staðar
innan hans vantar fólk til vinnu.
Mönnum hefur verið sagt upp
i Sigöldu. Þvi má búast við
nokkurri lægð um miðjan
nóvember. Enn er óráðið hversu
margir munu vinna á Grundar-
tanga.”
Um atvinnu sl. sumar sagði
Guðmundur:
„Það sem bjargaði atvinn-
unni sl. sumar voru stórfram-
kvæmdirnar. Ég man hn)dur
varla eftir þvi ef undan eru skil-
in sildarárin að fólk héðan úr
Reykjavik leitaði i svipuðum
mæli út á land til þess að vinna
og það geröi nú i sumar. Það má
segja að varla hafi verið til það
frystihús þar sem ekki unnu
fleiri eða færri unglingar úr
Reykjavik.”
Um atvinnuhorfurnar eftir
áramótin sagði Guðmundur:
„Það er varla nokkur til sem
þorir að spá svo langt fram i
timann. Nú i sumar hefur ekki
verið byrjað á jafn-mörgum
nýjum húsum og undanfarin ár.
Þess vegna er ég hræddur um
byggingariðnaðinn seinni part-
inn i vetur. Að auki er það sýni-
iegt að framkvæmdir úti á landi
eru að dragast saman.
En það er greinilegt að menn
sækja i æ rikara mæli i stór-
framkvæmdir þar sem unnið er
á vöktum og þénusta er mikil.
— EKG
— segir Guðmundur J. Guðmundsson
Til foreldra vangefinna
barna í Reykjavík
Skólataiinlækningar Iieykjavikur hafa til-
kyniit aö sökuin tannlækiiaskorts veröi
ekki liægt aö annasl tannviögerðir vangef-
inna barna á skólaskyldualdri á vetri
komanda.
Aðstandendur þessara barna verða þvi að
sjá um að þau fái nauðsynlega tannlækna-
þjónustu. Jafnframt er bent á að Sjúkra-
samlag Reykjavikur endurgreiðir að fullu
kostnað við tannviðgerðir vangefinna
barna á aldrinum 6-15 ára.
Styrktarlelag vangefinna.
Skortur á skólatannlœknum:
Vangefnum
börnum er
vísað fró
„Okkur vantar sjö til átta
tannlækna i viðbót til að geta
sinnt fyllilega hlutverki okkar.
Fimm tannlæknar hættu i fyrra,
og ekki hefur tekist aö fylla i
skarð þeirra.”
Þetta sagði Óli A. Bieltvedt
yfirskólatannlæknir i Reykjavik
i viðtali við Visi i morgun.
Hann sagði, að vegna þessa
gætu skólatannlækningar
Reykjavikur liklega ekki sinnt
tannviðgerðum barna eldri en
10 ára i vetur. Að þvi er stefnt að
skólatannlækningar sinni i
framtiðinni öllum börnum á
aldrinum 6 til 15 ára.
„Eldri börnin verða i vetur að
sækja til annarra tannlækna i
borginni. En Sjúkrasamlagið
greiðir að sjálfsögðu tannvið-
gerðirnar,” sagði Óli.
Skortur á skólatannlæknum
hefur m.a. valdið þvi að þurft
hefur að visa vangefnum börn-
um frá. Styrktarfélag vangef-
inna hefur bent foreldrum van-
gefinna barna á að þeir geti ekki
leitað til skólatannlækna með
börn sin.
—ÓH
VERÐLAGSDÓMUR ÍHUGAR
HVERNIG Á SKULI TEKIÐ
Verðlagsdómur athugar nú
óleyfilega háa álagningu iðn-
meistara á mælingataxta.
Sverrir Einarsson, sakadómari
i Reykjavik, formaður dómsins,
skýrði Visi frá þvi, að dómurinn
væri m.a. að hugleiða hvernig
taka skyldi málið fyrir.
Málið er sérstætt að þvi leyti,
að ekki er neinn einn aðili kærður,
heldur stéttir manna, aðallega
húsasmiðir, múrarar, pipulagn-
ingamenn, málarar og vegg-
fóðrarar. Eins og fram hefur
komið, hafa þessar stéttir
iðnaðarmanna orðið uppvisar að
þvi að hafa álagningu i mælinga-
töxtum of háa.
Gunnar Eydal héraðsdómslög-
maður starfar ásamt Sverri
Einarssyni i verðlagsdómi.
— ÓH
FASTEIGN
TIL SÖLU
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Til sölu er í borginni 300 ferm. húsnœði sem innréttað hefur verið
fyrir skrifstofur og fundorsali. Eignin selst í einu lagi eða skipt.
ÍBÚÐA-
SALAN
Gegnt Gamla Bíói sími 12180
Kvöld- og
helgarsími 20199