Vísir


Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 4

Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 4
MIKIÐ STÆRÐARURVAL V %+IERRA ftflRÐURINN »V AflALSTRŒTI 8 - SÍM1 12234 Viltu láto þér líða vel allan sólarhringinn? Undirstaða fyrir góðri líðan er að sofa vel. Hjá okkur getur þú fengið springdynur í stífleika sem hentar þér best. Og ef þú ert í vandræðum með að f inna hjóna- eða einstaklings rúm, þá ertu viss um að f inna það hjá okkur. VERTU VELKOMINN! Springdýnur Helluhrauni 20, Sími 53044. Hafnarfirði iionnar* vugna sta'öbundins raímagns. ^ Hykiö skemmir hijómplutufia, veldur ™ É brcstum í hátölui’um 0/4 rýrir tón^u*Sin. w Mi*Ö því að nota kolplötuna, liveríur- hiö staðbundnu ralinagn, l.’ir þá auðvclt aö l'jarlægja i’ýkiö meö þurrum burstá. Anti-static kolplatan cr því ómissándi hlutur tyrir, þann, sem nerir miklar krölur tii tónga*ða og góörar ending'ar á dýrmætum hljómplötum. - l'ast aöeins’í HAKiMNDAXÆKl, GLÆSIIiÆ, Sendum gogn ppatki’öi'u >_ pafeinóstaeM Glæsibæ Sími 81915 VÍSIR. Þriöjudagur 4. nóvember 1975 ap/ntEbR ^UN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Liðsauki Fords HINN NYI FORSTJÓRI CIA Hinn nýi yfirmaöur CIA, George Bush, sem Ford hefur sett til aö taka viö af William Colby á aö baki iitrlkan — og líka um leiö brokkgengan — feril. Þessi myndarlegi og sjálf- öruggi diplómat er af vell- auöugri Texas-fjölskyldu kom- inn og þykir draga keim af þvl I dagfari sinu. Fyrirmannlegur, en um leið heimsmannslega ljúfmannlegur. Um Bush skrifaði einn Texas- búi einhvern tima: „Akafur, einlægur og metorðagjarn synd- ir hann í gegnum skituga pen- inga lifsins með glæsilegri lip- urð.” Þrátt fyrir auðinn hefur_ Bush mátt kyngja ýmsum’ beiskum ósigrinum i áhrifastig- anum. Til að mynda þegar hon- um mistókust óopinberar til- raunir til að hljóta- útnefningu Fords sem varaforseti hans. Eða þegar hann tapaði kosningu til öldungadeildarinnar (eftir að hafa setið 2 ár I fulltrúadeild- inni,) og hafði hann þó mokað i kosningabaráttuna milljónum dollara. En velgengni hans sfðar þykir meira en vega slika ósigra upp. Að loknum kosningunum þar sem hann laut i lægra haldi var Bush gerður að sendiherra U$A hjá Sameinuðu þjóðunum 1964. Það sem Bush skorti i reynslu, þótti hann vinna þar upp með áhuga sinum, kimni og vinnu- semi. Atján mánuðum siöar gerði Nixon hann að formanni lands- nefndar repúblikanaflokksins. Þar gat Bush sér orðs sem lipur milligöngumaður. Þegar Ford forseti gekk framhjá Bush og valdi Nelson Rockefellar fyrir varaforseta setti hann Bush yfir sendinefnd USA I Peking. Þótti þeirri veg- semd fylgja meiri vandi en öðr- um sendiherrastöðum þrátt fyrir að ekkert stjórnmálasam- band væri milli rikjanna. Bar mjög á Bush I Peking I þessu embætti. Þessi hávaxni Texasbúi gnæfði yfir mann- fjöldann, þar sem hann fór dag- lega á reiðhjóli sinu um stræti Peking, hvort sem það var til viðhafnartækifæra þar sem hann var tiður gestur, eða til tennisleikja að kvöldi þar sem hann þykir meðhöndla spaðann fimlega. Þrátt fyrir þrjú embætti þykir hann nokkuð reynslulitil fyrir forstjórastöðu CIA, leyniþjón- ustu Bandarikjanna. En flestir búast við þvi að hann bæti sér það upp með eldmóði og elju- semi, eins og ávallt. NÝI VARNARMÁLA- RÁÐHERRANN Donaid Rumsfeld sem Gerald Ford forseti hefur valiö fyrir eftirmann Schlesingers varnar- málaráöherra, er af flestum tal- inn mikill vinnuþjarkur, met- oröagjarn en þó meöal aögengi- legri stjórnmálamanna repú- bllkana. Sem starfsmannastjóri Fords I Hvita húsinu, hefur hinn 43 ára gamli Rumsfeld getið sér orö fyrir röggsama stjórnun, góöa skipulagningu og fyrir að hafa OPNAÐ Hvita húsið, en skrif- stofur forsetans höfðu þótt ein- angrast mjög I tið Nixons. Hafi bandamenn USA i NATO kviðið þvi að sá sem við tæki af Schlesinger kynni að vilja draga úr framlagi Bandarikjamanna til sameiginlegra varna NATO, þá mun skipan Rumsfelds gera þeim hughægra aftur. Rumsfeld (sem var flugmað- ur og slöar flugkennari i flotan- um) var ambassador USA hjá NATO frá 1972 til 1974 ,og þótti þá eindreginn talsmaður styrkra varna Vesturlanda gegn herveldi Sovétrikjanna. Þaö er talið að hann sé enn sama sinn- is. Þeger Ford forseti tók viö stjórn Nixons i molum varhann ekki höndum seinni aö kalla Rumsfeld heim og setja hann starfsmannastjóra i stað Alex- anders Haigs hershöfðingja. NÝI VIÐSKIPTA- MÁLARÁÐHERRANN Elliot Richardson sem Ford Bandarik jaforseti hefur nú skipaö I embætti viöskiptamála- ráöherra var meöal þeirra embættismanna Nixons, sem slapp frá Watergatemáiinu meö æruna. Hann varö jafnvel um- talaöur sem hugsanlegt fram- boösefni til forsetakosninga. Viröinghansogálitútá við óx feiknarlega þegar hann sagði af sér embætti dómsmálaráð- herra Nixons 1973 fremur en hlýða fyrirmælum forsetans um að reka Archibaid Cox sak- sóknara sem vann að rannsókn Watergatemálsins og virtist ekki ætla að vægja stjórn Hvita hússins í rannsókn sinni. Þótti afsögn Richardsons hafa átt ekki litið þátt i þvi að Nixon hætti við að liggja á hljóðritun- um og öðrum gögnum heldur af- henti þau rannsóknaraðilum. Nú siðustu vikur heíur þó komið skuggi á skjöld Richard- sons þegar hljóðritanir frá sam- tölum hans við Archibald Cox leiða i ljós að dómsmálaráð- herrann hafi á fyrstu vikum rannsóknarinnar lagt að sak- sóknaranum að vera ekki aö grufla of nærri Hvita húsinu. Það mun hann hafa endurtekið nægilega oft i' simtölum við Cox til að valda sér óþægindum, ef dregið yrði fram i sterkt sviðsljósið — einsog hugsanlega yrði gert ef hann færi einhvern tima I forsetaframboð. Ennþá hefur það þó ekki bagað embættisframa Richardsons neitt. Richardson er meðal reynd- ustu stjórnmálamanna i embættisliði Hvita hússins. Hann hefur gegnt embættum varnarmálaráðherra, heil- brigðis- félags- og menntamála- og auðvitað dómsmála. Elliot Lee Richardson er skyldur Cabot-f jölskyldunni frægu, fæddur i Boston 1920. Eins og Cabot, Lowell og Lodge-f jölskyldurnar eru Richardsonarnir þekktir I Boston undir nafninu „Brahminarnir” — eins og Indverjar kalla æðstu stéttar- fólk. Hann nam lög við Har- vard-háskóla, vann til heiðurs- peninga fyrir hetjudáðir i fót- gönguliðinu þar sem hann tók meðal annars þátt i landgöng- unni á D-degi á strönd Normandi. Richardson lét af lögfræð- ingsstörfum upp úr 1950 til að helga sig stjórnmálum. Hann var aðstoðarráðherra i stjórn Eisenhowers. Hann var kosinn aöstoðarfylkisstjóri Massa- chusetts 1964 og siðar saksókn- ari fylkisins. — Hann reis aftur til hærra embætta, þegar Nixon náði forsetakjöri 1968.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.