Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 5
VISIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
5
lönd í MORGUN útlöndí MORGUN útlönd í morgun UTL Umsjón: Guðmundur Péfursson
SPÁNVíRJAR HiR-
VÆÐAST í SAHARA
Spánn hefur nú her-
væðst i nýlendu sinni i
Vestur-Sahara þar sem
bærinn A1 Aaiun er nú
kominn með svip her-
búða. Þar úir og grúir
af hermönnum gráum
fyrir járnum meðan
ibúar hafa sumir
hverjir verið fluttir
burt og allir útlending-
ar forða sér.
Spánarstjórn hefur lýst þvi
yfir að hún mæti sérhverri inn-
rás erlendra rikja i Sahara með
hörðu. — Það varð til þess að
Marokkó hefur hikað við að
senda 350.000 manna óvopnað
lið fdtgangandi inn i eyðimörk-
ina eins og ætlunin var.
En hversu lengi gönguher
Hassans konungs biður á landa-
mærunum, þar sem þessum 350
þúsundum hefur verið safnað
saman, treysta menn sérekki til
að segja fyrir um. — I morgun
kom upp kvittur úm að gangan
mundi siga af stað strax á
morgun.
A meðan notar' spænska
varnarliðið i nýlendunni timann
til að styrkja varnirnar.
Sandpokavigjum og vélbyssu-
hreiðrum hefur verið hróflað
upp í skyndi á öðru hverju götu-
homi E1 Aaiun, en þangað er
gönguliðinu stefnt. — Að visu
verða göngumenn óvopnaðir, en
Hassan konungur hefur lýst þvi
yfir að hann muni senda
Marokkoher á vettvang reyni
einhverjir að hefta för göngu-
fólksins um Sahara.
Spánn hefur kúvent i málinu.
Áður hafði Spánarstjórn íátið
liklega um að hún skipti sér
ekki af þvi ef Marokkó og
Mauritania skiptu milli sin ný-
lendunni um leið og Spánn
sleppti af henni hendi.
Um Súez-
skurð til
ísraels
Fyrsti skipsfarmurinn seni
israelum hefur borist i gegn-
um Súez-skurð i átján ár kom
til Eilat i nótt meðan flestir
voru i l'aslasvefni.
S500 lesta griskt flutninga-
skip „Olympus” lagðist að
brvggju með sement frá
Rúmeniu, og voru ekki aðrir á
kajanum en öryggisverðir og
umboðsmaður.
Sigling skipa um Súez-skurð
með flutning til israels var
beiiniluð el'tir samninga milli
Egyptalands og israels, sem
Kissinger utanrikisráðherra
hlulaðist tii um. Egyptar
munu þó ekki lileypa skipum i
gegn sem l'lytja hergögn til
israels.
Geller
hremmdi
vinninginn
við nefíð
á Spassky
Boris Spassky, fyrrum heims-
meisyari i skák, hefur greini-
lega sótt i sig veðrið i skákinni
eftir brúðkaup sitt og frönsku
stúlkunnar sem sove'sk yfirvöld
tregðuðust við að leyfa.
Hann varð þó að láta sér
nægja annað sætið í minningar-
móti Alechins sem lauk i
Moskvu í gær. Munaði þar ein-
ungis skákinni við sigurvegar-
ann sjálfan Yefim Geller sem
Spassky tapaði. — Geller, sem
lengst hefur komist til einvigis
um áskorunarréttinn (fyrir 10
árum), kom mjög á óvart með
þvi að vinna mótið.
Þátttakendur voru flestir
sterkustu og kunnustu skák-
menn Sovétrikjanna og viðar. —
En lesendur geta sjálfir lagt
mat á styrkleika mótsins með
lestri á upptalningu úrslitanna
hér:
1. Geller 10 1/2 vinning. 2.
Spassky 10 vinninga.' 3. Vaga-
nyan, Korshcnoi, Kholmov 9 1/2
vinning. 6. Hort (Tékkósl.) og
Petrosjan 9 vinninga. 8 Beljav-
sky og Tal 8 1/2 vinning. 10.
Forintos (Ungvl.) 7 vinninga.
11. Byrne (USA) 6 vinninga. 12.
Garcia (Kúbu), Lengyel
(Ungv.l.) 5 1/2 vinning. 14.
Planinc (Júgósl.) 5vinninga. 15.
Stean (Engl.) 4 vinninga. 16.
Böm (Holland) 3 vinninga.
Spassky og hin nýja eiginkona
hans, Maria. — Eftir óþökkina
sem heimsmeistarinn fyrr-
verandi lenti i þegar hann
missti titiiinn hefur honum
vegnað verr i skákiþróttinni
þar til núna.
FRANCO
Læknar Francos hafa
þungar áhyggjur af líðan hans, en
þeir neyddust til að gera á honum
aðgerð i nótt til að stöðva heiftar-
legar magablæðingar.
Það var með hálfum huga sem
þeir lögðu hinn 82 ára gamla
Fyrsta konan sem sótt
er til saka fyrir tilrœði
við forsetann
Lynette Fromme,
fyrsta konan sem sótt
er til saka fyrir tilraun
til að ráða Bandarikja-
forseta af dögum,
kemur fyrir rétt i dag,
og er mikill öryggisvið-
búnaður hafður á.
Þessi meðlimur morðingjafjöl-
skyldu Charles Mansons á yfir
höfði sér allt að ævilangt fangelsi
fyrir að munda skammbyssu að
Ford forseta þegar hann var á
ferð i Sacramento i Kaliforniu.
Mál þetta verður fyrir ýmsar
sakir prófmál i bandariskum
rétti. Þetta verða fyrstu réttar-
höldin þar sem forsetinn ber
sjálfur vitni, en að visu kemur
hann ekki fram i eigin persónu,
heldur birtist á myndsegulbandi.
ÞRAUKAR ENN
sjúkling sinn undir skurðhnifinn
þar sem hann hefur legið þungt
haldinn i tvær vikur eftir hjarta-
áföll.
En hershöfðinginn heyr sitt
dauðastrið af sömu hreystinni og
hann sýndi i borgarastyrjöldinni
á Spáni fyrir 40 árum.
Aðgerðin heppnaðist vel, en
viðnámsþróttur sjúklingsins fer
dvinandi eftir þung veikindin —
auk þess sem hann er ekkert ung-
lamb lengur.
— Framburður hans var hljóðrit-
aður i 19 minútna yfirheyrslu
verjandans sem sóttu forsetann
heim til Hvita hússins á laugar-
daginn.
Þetta er ennfremur fyrsta mál-
ið sem höfðað er eftir að sett voru
ný lög 1967 um tilræði við Banda-
rikjaforseta.
I upphafi réttarhaldanna (sem
hefjast kl. 6 i dag) verður valið i
kviðdóminn sem búist er við að
taki eina þrjá daga. Þar verður
án efa dregið strax fram i dags-
ljósið mál Charles Mansons,
hippahöfðingjans sem ásamt sjö
fjölskyldumeðlimum sinum
myrti leikkonuna Sharton Tate i
eiturlyfjavimu hippanna. Leik-
konan gekk með barni og vakti
morðið mikinn hrylling, en Man-
son var dæmdur i ævilangt fang-
elsi.
Fjölskylda hans, eins og hippa-
hópurinn var nefndur, hefur hald-
ið saman siðan, og sumir meðlim-
ir hennar verið fundir sekir siðan
um önnur morð. — Fylgikonur
Mansons hafa haldið mikilli
tryggð við hann og aldrei linnt
látunum til að reyna að fá yfir-
völd til að sleppa honum úr fang-
elsi. Stendur almenningi I Banda-
rikjunum nokkur stuggur af
„fjölskyldunni” sem hefur spilað
á þá strengi i bréfi til meðfanga
Mansons að biðja þá að létta
Manson fangavistina. Með nekt-
armyndum af fylgikonum Man-
sons er látið i veðri'vaka, hverja
umbun þeir muni hljóta, er þeir
reynast hippahöfðingjanum vel.
Það er búist við þvi að á siðari
stigi málflutningsins muni verj-
andinn byggja vörnina aðallega á
þvi vafaatriði, hvort Lynette
Fromme hafi ætlað að hleypa
skoti af þegar hún mundaði byss-
una að Ford forseta.
Saksóknarinn getur leitt vitni
að þvi að hún tók i gikkinn og bóg-
urinn small af, en ekkert skot var
i hlaupi byssunnar. — Var það af
klaufaskap að Lynette gleymdi að -
renna skoti úr hleðsluhylkinu upp
i hlaupið, eða var það að yfirlögðu
ráði vegna þess að hún ætlaði sér
aldrei að skjóta forsetann?
Takist verjandanum að sann-
færa kviðdóminn um hið siðar-
nefnda, getur skjólstæðungur
hans vænst miidari dóms.