Vísir - 04.11.1975, Síða 9
VÍSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
9
cyyienningarmál
Laugarásbió
7 morð (The Crimes og the
Black Cat)
ttölsk.
Enn ein ítSlsk trfþreying
OSVIKIN
ÁNÆGJA
— í sviðsljósi Chaplins
Hafnarbió
Limelight — Sviðsljós.
Bandarlsk, 1952
Höfunduur framleiðandi
og ieikstjóri: Charlie chaplin
Meistari Chaplin svíkur aldrei
neinn og allra sist með þessari
mynd sinni. Hann hefur verið
aldeilis i essinu sinu, þegar
hann vann að henni enda höfund-
' ur alls sem þar sést JTann er sér
fræðingur i að spila á
tilfinningar manna, annað
veifið framkallar hann
hjartanlegan hlátur, hitt skiptið
eru menn gráti nær.
Og hann er aldeilis i essinu
sinu i Sviðsljósi, þvi þar er hann
heimavanur og einhvern
veginn finnst mér að hann hafi
með þessari mynd verið að gera
smá-úttekt á sinu eigin lifi.
Myndin fjallar um uppgjafar-
grinista, sem hefur nær gefið sig
Bakkusi á vald. Einn daginn er
hann kemur heim finnur hann
gaslykt og stafar hún af þvi að
ung stúlka i húsinu er að reyna
að fremja sjálfsmorð. Calvero
(Chaplin) bjargar Terry (Clarie
Bloom) og reynir að endurvekja
með hennl lifslöngun.
Það gengur illa en i baráttu
sinni hrjóta mörg gullkornin af
vörum Calveros. Um siðir snýr
stúlkan aftur til starfa en hún
hafði verið dansmær. Hún
vinnur sig brátt upp, en siðasta
tækifæri Calveros i Middlesex-
leikhúsinu endar með þvi' að
allir áhorfendur ganga út nema
þeir sem sofa. Calvero verður
niðurbrotinn maður og nú er það
Terry sem notar hans rök til að
reyna að endurvekja bartsýni
hans.
Hann nær sér brátt aftur og
Terry vill ólm giftast honum.
Hann vill það ekki, þvi hann veit
að hugir Terryar og ungs hljóm-
listarmanns dragast hvor að
öðrum. Terry nær hátindi
frægðar sinnar og Calvero
stingur af og lifir með flæking-
um um tlma uns Terry finnur
hann aftur. Hún fær fram-
kvæmdarstjóra leikhússins til
að halda sérstaka hátiöar-
sýningu fyrir Calvero og I
slðasta sinn heillar hann
áhorfendur þannig að um
munar.
Munurinn á þessari mynd
Chaplins og nýjum myndum
er við sjáum I bió i dag er aðal
lega I þvi fólginn að á þeim tima
sem hún var tekin var
kvikmyndin ekki orðin eins fjar-
læg leikhúsinu og hún er I dag.
Menn hafa fundið henni það til
foráttu. Þeir segja að leikurinn
sé stundum full-dramatiskur en
tilfellið er að dramatikin nær til
áhorfenda alveg inn að hjarta
og stemningin i bióinu er
ósvikin. Ég vona þvi að sem
flestir verði þeirrar ánægju
aðnjótandi að sjá þessa mynd
Chaplins.
Calvero og Terry (Clare Bloom) ræðast við. Calvero reynir að
vekja með henni lffslöngun.
Blessuðu Itölsku myndirnar
gera það ekki endasleppt þessa
dagana. ítölsk mynd með ensku
tali tekin i Kaupmannahöfn.
Heldur slæmur kokteill, enda
kemur það á daginn.Þessi mynd
fjallar um unga konu,
Francoise, sem rekur tisku-
verslun á Kongens Nytorv í
Kaupmannahöfn. Hún hefur
komið sér vel fyrir og er vell-
auðug. Einn daginn er ein
sýningarstúlkna hennar myrt
og siðan hver á fætur annarri og
auk þess einn- ljósmyndari.
Lögreglan reynir að upplýsa
málið en eins og venjulega
stendur hún ráðþrota en ungur
maður, Peter Oliver, sem er
blindur leysir gátuna með þef-
skyni slnu að þvi er virðist.
Höfuðgalli þessarar myndar
er sá, að það kemur aldrei
nægjanlega vel fram hver
tilgangur morðanna sé fyrr en I
lok myndarinnar en á klaufa-
legan hátt er verið að reyna að
gera sem flesta leikarana sem
tortryggilegasta alveg að
ástæðulausu. Sennilega hefði
þessi mynd verið sæmileg og vel
á hana horfandi ef hún hefði
verið betur útfærð og með betri
leikurum. Það var aðeins eitt
atriðið sem var reglulega hroll-
vekjandi og það var síðasta
morðið. Það virðast engin tak-
mörk fyrir þvl hvað fram-
leiðendurnir eru hugmynda-
rikir, þegar morð eru annars
vegar.
En mikið væri annars gaman
að fá aðrar afþreyingarmyndir
heldur en þessar itölsku og
amerisku i bióin..
Pcter Oliver, liinn blindi (Anthony Steffen) og ein af tiskusýn-
ingarstúlkum Krancoise ieita að morðingja.
VER FRABIÐJUM
BOKMENNTIR
Vér vitum ei hvers biðja ber.
Skúli Guðjónsson
Hcimskringla
Þrlr menn koma i hugann,
þegar minnst er dægurmála I
bókum, þeir Skúli Guðjónsson á
Ljótunnarstöðum i Hrútafirði,
Helgi Haraldsson á Hrafnkels-
stööum og Benedikt Gislason á
Hofteigi. Þessir menn reifa mál
sin jöfnum höndum I blööum og
bókumá meðan minni spámenn
'láta blöðin nægja og þing-
tiðindin. Allir þrir eru þeir
mjög vel búnir til ritstarfans og
allir hafa þeir nokkur hjartans-
mál aö flytja. Benedikt berst
með Pöpum, Helgi setur bókfell
Njálu undir hendur Snorra og
Skúli greinir i sundur torf og
gras þeirra, sem koma I út-
varpið i gervi jólasveina, svo
notuð sé liking Steins Steinarr.
Auk þess aö skrifa útvarps-
gagnrýni i ÞjóÖviljann hefur
Skúli ritað margar greinar al-
menns eðlis, gefið út einar þrjár
bækur fyrir utan þá, sem hér er
getið og samið erindi um daginn
og veginn, en sú erindagjörð er
eitt helzta viöfangsefni út-
varpsráðs og er skipt niöur á
flokka.
Hér á árum áður varö Skúla
margt tilefni blaðagreina, Og i
einn tima gerði hann svo-
nefndan Hermannsbilstjóra að
meiriháttar pólitiskri persónu,
þeirra er áttu leið um Hrúta-
fjörðá Strandir. t þeim greinum
og öörum brá fyrir nokkurri
fyndni, og skemmtilegum and-
mælum viðýmsu, sem öfugt for
I tlðinni að mati höfundar.
Sú bók, sem nú er komin ut,
eftir Skúla. er samsafn erinda,
er flutt hafa verið I delluþætti út
varpsins sem kenndur er við
dag og veg. Og ósköp er efnis-
viðurinn fátæklegur að þessu
sinni. Vel getur vérið að þættir
þessir hafi borið af, þegar þeir
voru fluttir I útvarpið og er
raunar trúlegt. En þegar þeir
eru komnir i bók, verka þeir á
mann eins og ógnarstórt dag-
blað, sem maöur flettir en les
varla, vegna þess að búið er að
tala um þetta allt saman áður.
Blöðin á Islandi virðast hafa
þeim erindum helzt að gegna
við lesendur, að flytja þeim
sama nöldrið aftur og aftur, unz
það eitt gæti orðið til
tilbreytingar að prenta allan
textann á hvolfi. Ekki er þessu
þó þannig farið hjá Skúla. Til
þess erhann of góður rithöfund-
ur og frásegjandi. Hins vegar
verða honum dægurefnin efst i
huga, þegar semja á útvarps-
erindi með þeim árangri að i
þessu safnriti er fjallað um
veðrið, verðbólguna, kal og
bjargráðasjóð, listamannalaun
og óþurrka innanlands , jafn-
vægi i byggð landsins og skipt-
ingu þjóðartekna.
Og hverju erum við nær og
hverjuer jafn ágætur maður og
Indriði G.
Þorsteinsson
skrifar
Skúli nær? Ég veit það ekki.
Sjálfsagt er að gefa út bækur i
lif og blóð á meðan öndin
blaktir I þjóðarbrjóstinu. En
okkur riður á öðru i bókum en
„blaðagreininni miklu” i
hundrað þúsundasta sinn.
Indriði G. Þorsteinsson.
cTMenningarmál
OSRAM
OSRAM
BÍLA- ’
PERUR
Heildsölubirgðir
ávallt fyrirliggjandi
Jóh.Úlafsson&Co.,hf.
43, Sundaborg, sími 82644