Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 19
VÍSIR. Þriðjudagur 4. nóvember 1975
19
Mynidir og texti:
Matthías Gestsson
,,Ég fékk hugmyndina
aö þessu h jól i í vor, og hef
síðan melt hana með mér,
þangað til ég gerði alvöru
úr því að smiða það".
Þetta segir hinn 18 ára
gamli Eiður Jónsson, á
Árteigi í Kinn, Suður-
Þingey jarsýslu, sem
hefur smíðað sér sitt
eigið torfærumótorh jól.
Eiður lauk við smíði
hjólsins fyrir rúmri viku
og fór þá í reynsluakstur
á því.
Hjólið hentar sérlega
vel íslenskum aðstæðum.
Það er með jeppahjól-
barða á nöglum. Mótor-
inn er hins vegar í slapp-
ara lagi, aðeins þrjú
hestöf I.
,,Ég þarf að fá annan
stærri. Krafturinn í þess-
um er allt of lítill, og ég
kemst of hægt yf ir", seg-
ir Eiður.
„Tætum og tryllum”, syngja Stuðmenn I einu laga sinna, og Eiður þarf ekki að láta endurtaka það
tvisvar fyrir sig áður en hann þeysir út í toríærurnar við Arteig.
Eiður smíðaði sjálfur
grindina um hjólið. Dekk-
in útbjó hann þannig, að
hann skar innan úr felg-
um jeppadekkja og setti
teina í staðinn.
Eiður hefur ekkert
hugsað út í það að láta
skrá mótorhjólið sem lög-
legt ökutæki. Enda þarf
þá talsverðu að bæta við
það.
,,Ég nota þetta fyrst og
fremst sem leikfang
hérna i kring um Árteig,"
sagði Eiður.
Faðir Eiðs er hinn
kunni rafstöðvasmiður
Jón Sigurgeirsson. Eiður
hefur allt frá því hann
man eftir sér haft að-
gang að vel búnu verk-
stæði. Hann er áhuga-
maður um fleira en
mótorhjól. Hann hefur
mikið ekið á snjósleðum.
Um snjósleðana segir
Eiður, að þeir séu mun
hættulegri ökutæki en
bæði bílar og dráttarvél-
ar. „,Mér finnst að öku-
menn snjósleða eigi alveg
skilyrðislaust að hafa
sérstakt próf á þá", segir
Eiður.
—MG/ÓH
Stór og breið jeppadekkin gera
það að verkum, að mótorhjólið
livtur vel yfir alla aurbleytu og i
mvrum.
Kiður að ieggja lokahönd á smiöi mótor-
hjólsins. Þarna rafsýður liann hluta af
dril'búnaðinum.
Dril'reimin sett á. Útbúnaðurinn er ekki
flókinn, en liann stendur fyrir slnu. Eiður
segir þó aö mótorinn sé i kraftminnsta
lagi.
Ilér má vel sjá hvernig hjólin eru útbúin.
Eiður hefur skoriö innan úr l'clgunni og
sett þar i stað teina úr steypustyrktar-
járni.
Þrýstilofts-
knúnir kapp-
akstursbílar
A myndinni sjást fremst tveir
Porschekappakstursbilar. Þeir
eru þrýstiloftsknúnir og er ekið
af Tim Schenken (t.v.) og Ernst
Kraus... Þeir liafa um 1000 hest-
afla vél og var ekið til sigurs á
Hockenheim-brautinni i Þýska-
landi. Tim Schenken — sem
varð sigurvegari, ók að meðal-
tali á 240 km hraða á klukku
stund... Porschebilarnir liafa
einnig oft sannað ágæti sitt i
Can-Am kappaksturskeppni i
Bandarikjunum og Interserie-
kappaksturskeppni i Evrópu.