Vísir - 04.11.1975, Qupperneq 24
Þótt Pcter Spencer geti ckki flogiö siöan hann lenti í slysinu eru llugvélar eitt uppáhalds-viöfangscfni hans. Hér sýnir hann hvernig
liann fór að þvi að mála þessa mynd af Boeing 727 þotu Flugfélagsins. (Mynd BG)
Við erum listomenn
en ekki krypplingor
VISIR
Þriðjudagur 4. nóvember 1975
Laxinn
hœkkar
í verði
Mikil eftirspurn er eftir laxi
suöur i Evrópu eftir þetta heita
sumar, aö sögn manna hjá út-
flutningsdejld SÍS. Verð á laxi
hefur veriö lágt undanfarin tvö
ár en er nú tvímælalaust betra,
og má segja að frekar sé vöntun
á laxi til útflutnings heldur en
hitt.
Hjá kaupfélagi Borgnesinga
fékk Visir þær upplýsingar að
salan á þessu ári hefði gengið
bærilega, mest hefur farið á
innlendan markað, en stærsti
laxinn hefur verið seldur út á
betra verði. Að sögn kaupfé-
lagsstjórans eru birgðir með
minnsta móti og búið að lofa
mestu af þeim á innanlands-
markað. Veröið hefur að sögn
hans stigið nokkuð frá þvi i
fyrra.
Veiðimenn á Arnessýslusvæð-
inu önnuðust að mestu sölu á
sinum laxi sjálfir, en Sláturfé-
lag Suðurlands sá um meðferð
og pökkun. Hjá Sláturfélaginu
fengust þær upplýsingar að
salan hefði gengið vel, mest af
laxinum var selt jafnóðum og
mikið af honum fór til Frakk-
lands fyrir gott verð.
Þess má geta að þrátt fyrir
þessar verðhækkanir á laxi,
bjóða nú sumir matsölustaðir
borgarinnar upp á graflax á fast
að þvi ótrúlega lágu verði, eða
rétt um tvö hundruð krónur
skammtinn fyrir hvern mann.
—EB
— Viöerum alltaf að leita að
nýjum málurum og ég held að
þaö hljóti að vera einhver á ts-
landi sem ekki getur notað
hendurnar, en sem vill læra að
mála mcð munninum eöa fótun-
um, sagöi Peter Spencer, list-
málari, við Visi i morgun.
Peter Spencer var flugmaður
i breska flughernum i strfðinu
en flugvélarhreyfill tók af hon-
um hægri handlegginn og sá
vinstri lamaðist, árið 1945*
þannig að framtið hans sem
flugmanns var úr sögunni.
Hann var aðeins tvitugur og
fannst framtiðin ekki glæsileg.
En svo byrjaði hann að mála
með munninum og gerðist félagi
i samtökum Munn- og fótmálara
og þar með hóf hann nýtt lif.
Erindi hans hingað nú er að
afhenda forseta tslands mál-
verk af Islandi, sem forseti
samtakanna, Eric Stegmann,
málaði þegar hann var hér i júni
siðastliðnum.
— Það eru um 150 félagar i
samtökum okkar, i ýmsum
löndum. Þó nokkrir eru i
Skandinaviu. Við keppum við
aðra listamenn á jafnréttis-
grundvelli. Jólakort okkar,
dagatöl og málverk eru seld
eins og verk annarra lista-
manna. Þau eru ekki auglýst
sem verk veslings krypplinga
sem sé gustuk að hjálpa.
Reiðubúnir að hjálpa
— Listamennirnir fá regluleg
mánaðarlaun og i flestum til-
fellum árlegan bónus, af þvi fé
sem kemur inn fyrir sölu lista-
verkanna. Þeir geta þvi helgað
sig list sinni áhyggjulausir.
Samtökin eru reiðubúin að
hjálpa öllum þeim sem vilja
IWIHMFn
— segir Peter
Spencer, sem
málar með
munmnum
iæra að mála. Menn fá hins veg-
ar ekki inngöngu f þau fyrr en
óháð dómnefnd hefur úrskurðað
verk þeirra nógu góð til þess.
Fram að þeim tima eru þeir
nemendur og er hjálpað fjár-
hagslega við listnámið.
— Það hófst nýr kafli i lifi
minu þegar ég komst i samtök-
in, segir Peter Spencer. — Mér
er þvi umhugað um að hjálpa
þeim sem eiga við svipaða
erfiðleika að etja og ég átti.
Spencer er kvæntur og eiga þau
hjónin tvö börn.
— ól
HALKAN KOM
í MORGuN....
Geysileg hálka var á
Breiðholtsbraut i morg-
un. Margir bilar sem
voru á sumardekkjum
runnu hægt og rólega
niður hana, með fram-
hjólin læst i bremsu. Þar
varð þó aðeins eitt smá-
vægilegt óhapp. Sendi-
ferðabill snerist i hálk-
unni, fór út fyrir götuna
með afturhjólin og rakst
i leiðinni utan i litla
fólksbifreið. Litlar
skemmdir urðu og engin
meiðsli. Saltbill var far-
inn að bera á götuna
laust fyrir kl. niu.
Mikil örtröð myndaðist á hjól-
barðaverkstæðum I Reykjavík i
morgun um leið og þau voru opn-
uð. Það er reyndar algengt þegar
fyrsti snjórinn sést hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er eins og
menn hafi gleymt þvf að Vetur
konungur hlýtur að vera i nánd,
þegar komið er fram i nóvember.
ÓT/RJ
Aðeins þrír órekstror
Aðeins þrir árekstrar urðu i
Reykjavik i morgun. Menn
liafa þvi fariö mjög varlega i
þessari fyrstu liálku vetrarins.
Arekstrarnir urðu á timabil-
inu frá klukkan sjö til klukkan
hálf tiu, einmitt á þeim tima
sem menn eru að koma sér til
vinnu.
Enginn áreksturinn var
harður og engin slys urðu á
mönnum. Einn áreksturinn
varð i Breiðholti, annar á Bú-
staðavegi og sá þriðji i Elliða-
vogi.
Hálkan var mjög mikil i
Breiðholti i morgun, og lentu
margir f erfiðleikum. Allt
leystist þetta þó vel, en það er
kannski ekki fyrr en menn
verða öruggir að aka i hálk-
unni að árekstrarnir verða,
eins og einum varð að orði i
morgun. —EA
Hráefnislaust í frysti-
húsum á Suðurnesjum
Vinna liggur nú niðri i frysti-
húsunum á Suöurnesjum vegna
hráefnisleysis” sagði Einar
Kristinsson i Sjöstjörnunni I
Keflavik i samtali viö VIsi i
morgun.
„Bræla hefur verið hjá minni
bátum og togarar eru á veiðum,
og vegna stoppsins sem varð
þegar bátarnir sigldu i land var
ekkert hráefni til fyrir.”
Svo sem kunnugt er fóru fram
viðræður frystihúsmanna og
færisætisráðherra vegna hins
alvarlega ástands sem hefur
verið að skapast I frystiiðnaðin-
um, og sagði Einar að fundur
væri fyrirhugaður á morgun kl.
11. Væntanlega skýrir forsætis-
ráðherra þá frá niður'stöðum
viðræðna sem hann hefur átt við
bankastjóra undanfarið. EKG.