Tíminn - 04.11.1966, Síða 5
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug.
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar Í830O—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Vonlausu klifin
Það er talið mannlegt að skjátlast. Mönnum getur yfir-
sézt, stefna reynzt röng og ríkisstjórnum mistekizt. En
slíku er unnt að taka með manndómi, beygja sig fyrir
réttum rökum, viðurkenna staðreyndir og augljósar or-
sákir og læra af mistökum, þegar bezt lætur. En þegar
sjálfsumhyggjan blindar svo, að mistökin leiða til enn
meiri villu, feluleiks, blekkinga, vantrausts á landi, þjóð
og eigin atvinnuvegum og þar er leitað orsaka stjórnar-
farsmistaka, hafa menn kvatt færa vegi og lagt á vonlaus
klif og hrapandi fell.
Þau tíðindi hafa nú gerzt, þegar ófarir stefnu og
stjórnar síðustu sjö ára eru orðnar þjóðinni svo aug-
ljósar, að það er orðið ráðherrum athlægisverk eitt að
reyna að bera í bætifláka fyrir hana, að forsætisráðherr-
ann bregður yfir sig sjálfsvarnarkufli smámennskunnar
og tekur til fótanna út á þau vonlausu klif að kenna land-
inu, þjóðinni og atvinnuvegunum um, hvernig til hefur
tekizt. í þessum búningi kom hann fram fyuir flokks-
menn sína og flutti þeim í langri ræðu ófagra iátningu
um ástandið en fullyrti jafnframt, að stefnan hefði verið
rétt, stjórnartökin góð og foringjarnir í ráðherrastólun-
um sannir öndvegismenn. En iafnvel ofurmenni geta ekki
stjórnað svona mikilli smáþjóð í svona hörðu landi með
svona bágborna atvinnuvegi. Það er skýring forsætis-
ráðherrans. Hann sýknar siálfan sig. flokkinn og stefn-
una af öllu, en kennir þjóðinni, landinu og atvinnuveg-
unum um.
f stað þess að líta í eigin barm oe horfast í auau við
augljósar staðrevndir. fárast hann yfir bví. hve dýrt sé
að halda við siálfstæði hiá svona lítilli biéð. hve örðugt
sé að halda stöðugu verðiaei með sveiflukennda og ein-
hæfa atvinnuvegi, iðnaðurinn sé ósamkénnnisfær og
landbúnaðurinn eftirbátur. Það er vant.raustið á landi og
bióð, sem mótar ailt viðhorf forsætisráðherrans. Enginn
íslenzkur forsætisráðherra hefur smánað bióð sína og
land með þeim hætti að gera hana og atvinnuvevi henn-
ar að allsherjar syndahafri. er skella má á mistökum og
vandræðum ríkisstjórnarinnar.
Um þessi vonlausu klif unngjafar og smámennsku ráf-
ar forsætisráðherrann um þessar mundir. Hann leggst
svo lágt í lítilsigldri vörn sinni að Srafa undan siálfs-
trausti þjóðarinnar, trú hennar á siálfstæði. land sitt og
atvinnuvegi og bendir henni á, að eina vonin sé að trúa
á erlendan gullkálf. Honum segist hann hafa rutt veg-
inn inn í landið, og þar séu úrræði íslenzku þjóðarinnar
í framtíðinni
Vegabréf kommúnista
' Þjóðviljinn birtir í gær lög Alþýðubandalagsins, sem
samþykkt voru á landsfundinum á dögunum. Segir þar,
að Alþýðubandalagið sé „landssamtök um stjórnmál,
sjálfstæð og óháð“ og svo sem því til frekari áréttingar
hljóðar 5. gr. svo:
„Hver sá íslenzkur ríkisborgari, sem samþykkir lög og
aðhyllist markmið Alþýðubandalagsins, getur gerzt með-
limur þess, enda þótt hann sé jafnframt meðlimur ann-
arra stjórnmálasamtaka, sem styðja Alþýðubandalagið".
Þannig eru inntökuákvæði Alþýðubandalagsins fyrst
og fremst sérstskt vegabréf fyrir flokksbundna kommún-
ista inn í samtökin, og það fer ekki milli mála, hver sá
ambassador er', sem stimplar og áritar þetta vegabréf í
hið ,,óháða og sjálfstæða“ Alþýðubandalag.
TÍMINN s
ERLENT YFIRLIT
De Gaulle vinsælli nú en í fyrra
Líklegt, að hann fái hreinan meirihluta í þingkosningunum
De Gulle á blaðamannafundinum.
DE GAULLE hélt langan
blaðamannafund síðastl. föstu
dag og sýndi iþar glögg merki
þess, að ellin hefur enn ekki
neitt bugað (hann. Hann svaraði
skýrt og skorinort eins og áð-
ur, vék sér fimlega undan því
sem hann vildi ekki svara, og
var toress og reifur eins og hans
er vandi við slák tækifæri. Eng
inn gat haft á tilfinningunni,
að hér væri hálfáttræður mað
ur á ferð. t>ó töldu sumir sig
sjá eintover merki þess, að sjón
hans væri farin að daprast.
De Gaulle sá um það eins og
endranær, að blaðamennire.ir
fengju fréttnæmt efni til að
skrifa um. Hann deildi hart á
loftárásir Bandaríkjanna á
Norður-Vietnam, en jafnframt
því, sem hann deildi þannig á
Bandaríkin, kvaðst hann þó
vilja þeim hið bezta. Hann
gagnrýndi einnig óbeint stjórn
Erhards og gaf i skyn, að hún
legði of mikið kapp á sam-
vinnu við Bandaríkin en of litla
átoerzlu á samvinnu við Frakka.
Þessi gagnrýni hentar vel Ad-
enauer og Strauss, sem hafa
gagnrýnt Erhard leynt og ljóst,
og er jafnframt einn naglinn
í hina pólítísku líkkistu hi'ns
síðastnefnda.
’jji ,í h 'i y'\1J
ANNARS ræddi de Gaulle,
mest um innanlandsmálin ámm,
blaðamannafundinum. Slíkt er
skiljanlegt, því að ekki eru nú
eftir nema réttir fjórir már,-
uðir þangað til þingkosningar
fara fram í Frakklandi. Fransk
ir kjósendur láta sig yfirleitt
innanlandsmálin meiru varða
en utanríkismálin.
De Gaulle ætlar bersýni
lega að leggja mikið kapp á,
að flokkur hans haldi vel velli
í þingkosningunum. í forseta-
kosningunum í fyrra, áleit de
Gaulle sig of sigurvissan. Hann
taldi sig öruggan um endan-
legan sigur strax í fyrri um-
ferð, þ.e., að hann fengi þá
hreinan meiritoluta, og ekki
þyrfti því að kjósa aftur. Þetta
varð ekki, og fóru því aftur
fram kosningar, þar sem de
Gaulle fékk 55% atkvæðanna,
og var það minna en nánustu
fylgismenn höfðu gert ráð fyr-
ir. Þeir kenndu þvi um, að de
Gaulle hefði ekki beitt sér
nægilega mikið í kosninga-
baráttunni. Nú ætlar hann ber
sýnilega ekki að brenna sig á
sama soðinu.
Seinustu skoðanakannanir
benda til þess, að de Gauile
þurfi engu að kvíða. Rúm 65%
þerra, sem hafa verið spurðir,
hafa lýst sig ánægða með stjórn
de Gaulles. Takist de Gauile
að færa þessar vinsældir yfir
á flokk sinn, fær hann meiri-
hluta á þingi, en hann hefur
ekki þingmeirihluta nú, heldur
verður að hafa samvinnu við
flokk d'Estainings fyrrv. fjár-
málaráðherra.
ÞAÐ ER margt, sem styður
sigurhorfur de Gaulle. Hin
sjálfstæða stefna hans i utan-
ríkismálum og ferðalög hans að
undanförnu, fullnægja vel þjóð
legum metnaði Frakka. Því
eru ekki miklar líkur til, að
veruleg breyting yrði á utan-
ríkisstefnu Frakka, þótt de
Gaulle félli frá. Enn meiru
skiptir þó hitt, að efnahags-
mál Frakka hafa tekið mikl-
um breytingum til bóta í
stjórnartíð de Gaulles í fyrstu
urðu menn að þrengja noks
uð að sér, en árangurinn er
nú óðum að koma í ljós í vax-
andi velgengni og framleiðsiu
hæfni atvinnuveganna og í
batnandi lífskjörum almenn-
ings. í stjórn Frakklands rík-
ir nú festa og stjórnsemi i
stað glundroða og upplausnar.
Síðast en ekki sízt er svo að
nefna það, að Frakkar búa nú
við frið í fyrsta sinn um lang
an tíma en fyrst styrjöldin í Vi
etnam og síðar í Alsír
reyndust þeim mjög mannfrek-
ar. Enginn nema de Gaulle
hefði getað leyst Alsírmál-
ið eins farsællega og raun hef
ur orðið á.
Þá er það de Gaulle mikill
styrkur, að andstæðingar hans
eru mjög sundraðir. Litlar lík
ur eru til þess, að við þing-
kosningar náist samkomulag
milli vinstri manna og komm
únsta líkt og við forsetakosn
ingarnar í fyrra, nema þá í ein
stökum kjördæmum. Kommún-
istar eru enn pflugasti stjórn-
arandstöðuflokkurinn, en það
veikir mjög aðstöðu þeirra, að
lífskjörin fara heldur batn-
andi og þeir geta heldur lítið
deilt á de Gaulle í samtoandi
við utanríkismálin.
DE GAULLE var inntur eft
ir þvi á blaðamannafundinum,
hvað hann myndi gera, ef flokk
ur hans fengi ekki meirih’.uta.
Af því, sem þar kom fram, og
öðru, sem hann og nánustu sam
Framhald á bls. 12
)