Vísir - 11.11.1975, Page 5

Vísir - 11.11.1975, Page 5
5 VISIR Þriðjudagur 11. nóvember 1975. ÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ morgun ÚTLÖND i MORGUN ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson Þegar tilkynningin var lesin upp á þingfundi, drukknuðu orð Malcolms Frasers i hrópum og köllum þingmanna. Fékk þing- forsetinn, Gordon Scholes, ekki með nokkru móti komið á ró fyrst i stað. Vantraust strax Gough Whitlam beið ekki boðanna þegar unnt var að halda áfram störfum þingsins, heldur bar upp vantrauststil- lögu á nýju stjórnina. — Þar sem fráfarandi stjórn hans naut meirihlutafylgis i neðri málstof- unni, var vantraustið samþykkt þar i deildinni. — 1 tillögu Whit- lams er skorað á þingforseta að mælast til þess við landstjórann að setja Whitlam aftur til að mynda stjórn, þvi að bráða- birgðastjórnin nýja njóti ekki trausts. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Goughs Whitlams komst til valda i desember 1972, eftir að hafa setið 23 ár samfleytt i stjórnarandstöðu. Hann náði endurkosningu 1974. Stjórn Whitlams hefur þurft að glima við efnahagsvanda sem henni hefur ekki tekist að leysa. Traust hennar hefur beð- ið af þvi nokkurn hnekki á undanförnum mánuðum, og svo og af þvi að tveir ráðherrar hennar hafa neyðst til að segja af sér eftir að uppvist varð um fjármálahneyksli sem þeir voru viðriðnir. Rex Connors: Var hann fórnar- lamb Whitlams sem vildi ekki taka afleiðingum mistaka stjórnarinnar? Whitlam (tilvinstriá myndinni) og Fraser (til hægri) brosa ekki lengur hvor framan i annan. — og fól leiðtoga stjórnarand- stöðunnar að mynda nýja stjórn. Whitlam fékk neðri deild Ástralíuþings til að sam- þykkja strox vantraust ó arftaka sinn í róðherrastóli Fjármálahneykslið Nú siðast var það námu- og orkumálaráðherrann, Rex Connor, sem reyndi á eigin spýtur að útvega stjórninni lán úr fjárhirslum oliufursta austurlanda. Kom i ljós, að hann hafði i milligöngu fyrir sig mann með vafasama fortið i fjárrhálum, og skipaði Whitlam Connor þá að hætta þessum afskiptum. —En þegar spurðist að Connor hefði haldið þeim áfram var að honum gengið, og neitaði Connor þá opinberlega að nokkuð væri hæft i þeim áburði. Siðar sannaðist þó einmitt að Connor hefði verið i skeytasambandi við milli- göngu-menn eftir að Whitlam hafði tekið málið frá honum. Lá þá ekkert fyrir Connor annað en segja af sér. Áður hafði dr. Jim Cairns, að- stoðarforsætisráðherra og rlkis- féhirðir, verið vikið úr stjórn- inni af Whitlam þegar upp komst um hneyksli við lánaum- leitanir stjórnarinnar erlendis. Kom i ljós að ýmsir gæðingar Cairns þágu umboðslaun rifleg, ákveðnar prósentur af fjárhæð- unum sem lána átti Ástralíu- stjórn. Lá við borð að Cairns yrði grunaður um að nota einungis nöfn þessara gæðinga sinna til að fela að þessi um- boðslaun væru I rauninni greiðslur til hans. Whitlam skýrði þinginu svo frá að Connor hefði gefið sér rangar upplýsingar, og sér hef ði verið ókunnugt um hvernig á málunum hefði verið haldið. Malcolm Fraser leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði hann um að hafa gert Connor að fórnarlambi til að hliðra sér hjá að taka afleiðingum af mistök- um stjórnarinnar. Hefur stjórnarandstaðan siðan marglýst þvi yfir, að hún muni aldrei treysta svo spilltri fjármálastjórn fyrir almanna fé, og hafa fjáröflunartillögur stjórnarinnar strandað á efri deild þingsins, þar sem and- staðan hefur verið i meirihluta. Þeirri hindrun hugðist verka- mannaflokkurinn ryðja úr vegi með þvi að efna til þingkosn- inga, en einungis i kjördæmum efri deildarþingmanna sem mörgum mun koma spánskt fyrir sjónir. — Það var þá, sem landstjórinn tók i taumana. þjóð sina. — Hann kallaði heim siðustu áströlsku hermennina, sem tekið höfðu þátt i Vietnam- striðinu. Þegar Whitlam náði for- mannskjöri i Verkamanna- flokknum 1967 til að taka við af Arthur Calwell voru tvær venjur flokksins brotnar. Fyrri for- mannsefni höfðu annað hvort verið sótt úr röðum verkalýðs- félaganna, eða beint frá hinum vinnandi stéttum. En hvorugt átti við Whitlam. Áður en fimm ár voru liðin, hafði Whitlam samt tekist að sameina klofningsdeildir verka- mannaflokksins. Sundrung hafði lamað flokkinn eftir kosningasigurinn 1955, þegar hægri öfl innan hans klufu sig út úr honum og stofnuðu lýðræðis- legan Verkamannaflokk. Whitlam er lögmaður að menntun, kvæntur dóttur hæstaréttardómara og eiga þau þrjá syni og eina dóttur. 1 siðari heimsstyrjöldinni gegndi hann herþjónustu sem loftsiglingafræðingur i ástralska flughernum og náði liðsforingjatign. Hann gekk i verka- mannaflokkinn 1945 og komst á þing 1952. t forystu flokksins komst hann 1960 þegar hann var valinn varaformaður. Öðlast sjálf- stœði en log- ar í átökum „Alheimsmiðslöð gyðingahaturs" — segir fulltrúi ísraels um Sameinuðu þjóðirnar eftir samþykkt ályktunar um fordœmingu zíonisma Tilfinningarnar brutust fram i ræðum manna á allshcrjarþingi Sameinuðu þjóðanna i gær, þar sem sainþykkt var ályktun á þá leið að fordæma zionisma seni ky nþáttafordómastefnu. „Gyðingahatur hefur nú öðlast alþjóðlega helgun,” sagði Daniel Moynihan, sendiherra Banda- rikjanna á þinginu, i umræðunum og bætti við. „Allsherjarþingið hefur idag.á táknraman hátt gefið upp sakir og jafnvel meira — morðingjum sex milljóna evrópskra gyðinga.’ Chaim Herzog, fulltrúi fsraels, lýsti þvi yfir, að Sameinuðu þjóðirnar væru á „góðri leið með að verða alheimsmiðstöð gyöingahaturs.” — I litils- virðingarskyni viðályktunina reif hann afrit af henni i tvennt þar sem hann stóð i ræðustólnum fyrir framan þingheim og sagði um leið: „Fyrir okkur, gyð.ingaþjóðina. erþetta ekkert annað en blaðsnepill, sem við munum meðhöndla þannig.” Alyktunartillagan hafði upphiaflega verið samþykkt i félagsmálanefnd þingsins. Hún var lögð fram af 26 löndum (Arabalöndum þar á meðal) — Allsherjarþingið samþykkti hana með 72 atkvæðum gegn 35, en 32 lönd sátu hjá. Skæruliðar MPLA hlaupa fagnandi um götur Luanda til móts við ný- fengið sjálfstæði Angóla, en fyrst um sinn vofir borgarastyrjöld yfir hinu nýja ríki. Með hátiðlegri athöfn um miðnæturbil i nótt öðlaðist Angóla sjálf- stæði, var ekki fyrr laus undan nýlegustjórn Portúgals, en þær tvær striðandi fylkingar sjálfstæðisbaráttu- manna sem barist hafa um völdin að undan- förnu höfðu kunngert sin hvora stjórnina, sem taka ætti við. 1 höfuðborginni Luanda lýsti MPLA yfir stofnun alþýðu- lýðveldis og kunngerði að for- maður samtaka þeirra, Agostinho Neto, yrði forseti. En i Kinshasa, höfuðborg ná- grannarikisins Zaire, lýstu tvenn samtök skæruliða yfir myndun annarrar rikisstjórnar. — FNLA og UNITA kunngerðu að þeirra rikisstjórn mundi hafa aðsetur sitt i Huambo, sem áður var kölluð Nýja Lissabon og er á miðhálendinu, þar sem UNITA ræður lögum og lofum. Landstjórinn fyrrverandi yfir- gaf Angóla i nótt og með honum siðustu leifar nýienduhers Portúgala. Portúgalstjórn hefur enga þessara þriggja sjálfstæðis- hreyfinga viljað viðurkenna, og var enginn af hennar hálfu við- staddur athöfnina i nótt. Bardagar milli hinna striðandi afla héldu áframi nótt, eins og verið hefur undanfarna mánuði. Burton fimmtugur... Richard Burton leikari, hélt ina- og var margt um frægan upp á fimmtugsafmæli sitt i manninn hjá þeim hjónum, Liz gær með dýrlegri veislu þar °g Burton. En Burton stóð vel sem hann bragðaði sjálfur þó v'h bindindisloforðið sem hann ekkert sterkara en gosdrykk. gaf Lix fyrir mánuði, þegar þau Kampavinið flóði fyrir gest- gengu í hjónaband i annað sinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.