Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. 3 er meira en sinni óður" Slysaaldan: „Þetta nokkru Lœknar fara fram á aðgerðir „Okkur finnst umferðarslys hafa farið iskyggilega i vöxt undanfarna mánuði og þetta er meira en nokkru sinni áður. Hér hafa iika komið fleiri alvariega skaddaðir en oftast á þessum tima,” sagði Kristinn Guðmundsson,læknir á Borgar- spitaianum, i viðtali við Visi. 51 læknir Borgarspitaians hafa skrifað dómsmálaráðherra bréf um slysaölduna, og fulltrúar þeirra gengu á fund ráðherrans i gærmorgun og ræddu við hann um þau alvar- legu slys sem orðið hafa að undanförnu. Kristin'n sagði að ráðherra hefði tekið þpim vel en bréfið var afhent uijn leið. 1 þvi segir meðal annar^: „Atvinnu okkar og aðstöðu vegna höfum við e.t.v. betri möguleika eri flestir aðrir þjóð- félagshópar til að meta og sjá það óbærilega böl og likams- tjón, auk mannlifsmissis, sem af umferðarslysum leiðir. Við beinum hér með þeim tilmælum tilyðar, hr. dómsmálaráðherra, að þér beitið áhrifum yðar nú þegar, til að hert verði á um- ferðarkennslu, umferðareftirliti og viðurlögum við umferða- lagabrotum ásamt almennu kæruleysi i umferð.” „Okkur er ljóst, að e.t.v. þurfi lagabreytingu, til þess að auka valdsVið og áhrif löggæslunnar og dómsvalds, en teljum að nauðsyn krefjist tafarlausrar stefnubreytingar i þá átt að tryggja næga og virka löggæslu, með fyrirbyggjandi og refsandi aðgerðum, sem séu nægilega sterkar, til að stöðva núverandi agaleysi i umferðinni.” Kristinn kvaðst vona að lögð yrði meiri áhersla á þessi mál almennt og almenningur hugs- aði meira um þá hættu sem fyrir hendir er. — EA könunni aft hún Dauðaslys ó Akureyri í gœrkvöldi - kona fyrir bíl - hemlar biluðu « dra gömul kona Idit 1 bllslysl á AkuTFyri I gcrkvbldi Slysib átti sér suS d vFRs. •um FlugvallaraflFggjara og (J. 'ndsvFgar srm Fr rétt Konan kom út úr bfl oe a yfir götuna. I þann mund onnur bifreift aft norftan maftur reyndi aft hemla. hemlarnir biluftu um leift virkuftu ekki. -oti þvl á kureyri I Enn eitt Q/fc. bnnaslys í morgun »Kum Oku lélt Dauðaslys Banaslys í Tálknafirði Itanasly s varft I Tálknafirfti I fyrrinótt. 31 ~' 'amall maft ur. Sigurftui son. Icst er valt út af v Sigurftur hj»... fyrir RARIK á VestfjÖrft' Fór rússajeppi sem har út af veginum skamr • vegamótunum til Bildi Sigurftur Hjörtur læ. sig konu og tvö börn —EA ■ '-Oj , 'ÍU/I INes»»6* • -• IOHq ; I ,, Hún lés^um^ 'f&ibilveltú i Lést eii» umferíor^Ys N'S,.“g.úmmW''>1»8,e'r ^r'SSr-Margré. U1 heimilis at> 1 Hún var ffedd 3. . »63, og var I i gömul- — EA r Olafur Björnsson: Tekjuskatfur gegni oðru og minna hlutverki en nú Dúna hefur opnað nýja verslun við Siðumúla 23. A hún að leysa af hólmi verslun fyrirtækisins i Glæsibæ, en hún lokar um ára- mótin. Púna verður einnig með verkstæði sitt i húsinu við Siðu- múla 23, en þangað flutti verk- stæðið inn fyrir um tveim árum. A myndinni hér fyrir ofan er ,Ósk- ar Halldórsson framkvæmda- stjóri og kona hans, Helga J. Jensdóttir. — Tekjuskatturinn á að gegna öðru og minna hlutverki en nú er. A þessa leið komst Ólafur Björnsson, prófessor að orði á fundi i gærkveldi um skatta- málin. P'undur þessi sem haidinn var af félagi hag- fræðinga og viðskiptafræðinga var liflegur, og voru ýmsar hug- myndir reifaðar og ræddar af frummælendum og siðar i panelumræðum auk þess sem fundarmenn lögðu ýmislegt til málanna. Mikið var rætt um tekjuskatt og tekjuútsvar. Algjört afnám þessara skatta átti formælendur fáa, en mikilli gagnrýni var samt beint að núverandi skipan. Þannig taldi Guðmundur Magnússon prófessor sem var einn frummælenda að undanþáguheimildir frá tekju- skatti væru handahófskenndar. Ólafur Nilsson, fyrrv. skatt- rannsóknarstjóri kvað tekju- hugtakið loðið vegna hinna mörgu undanþága. Ólafur Björnsson skýrði frá hugmynd sem. fram hefði komið frá danska alþýðusambapdinu um að launþegar þyrftu ekki að telja fram til skatts. En ef svo yrði þyrfti mjög að einfalda af- sláttarreglurnar. NU GETA ALLIR GEFIÐ UT BÆKUR Nú geta allir höfundar, sem þess óska, gefið út bækur sinar. Þeir greiða kostnað og njóta siðan arðsins, ef einhver verður. Þarna er bæði um að ræða frumútgáfur og endurútgáfur. Bókaútgáfan Valfell hyggst gera tilraun með nýja hætti i bókaútgáfu, til dæmis kennslubóka og/eða annarra bóka. Fyrirtækið segir, að nú fær- ist i vöxt að verkamenn i fyrirtækjum gerist einnig hluthafar i eign þess og rekstri. Þess vegna sé ætl- unin að koma á fót útgáfu undir heitinu Útgáfu- miðstöðin. Þangað geta allir höfundar leitað, en hlutverk miðstöðvarinnar verður að sjá úfn dreifingu bók- anna, annast kynningu þeirra, leita verðtilboða i prentun, pappir og bókband og verða ráðgefandi um aðra þætti útgáfunnar. „Fyrir hverju Sigurðsson? barðisf Jón Þetta fannst þeim um sjónvarpsþóttinn! í fyrrakvöld var umræðuþáttur i sjónvarpi með þátttöku þeirra Gunnars Thooddsens, iðnaðarráðherra, og Lúðviks Jósepssonar, alþingismanns. — Þessi þáttur átti að vega upp á móti þætti, sem sjónvarpað var fyrir skömmu, þar sem þeir Jónas Haralz, banka- stjóri, og Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, ræddu um efnahags- og stjórnmál. Þáttur þeirra Jónasar og Jóns vakti talsverða reiði i röðum stjórnmálamanna vegna ummæla þeirra um stjórnmálamenn. Fjölmargir óskuðu eftir þvi, að þátturinn yrði endursýndur, en til- laga um það var felld i útvarpsráði. í þættinum i fyrrakvöld var einnig rætt við nokkra vegfarendur, eins og það heitir á máli blaða- og fréttamanna, og gáfu þeir flestir heldur neikvæða mynd af Alþingi og störfum þess. — Visir spurði i gær fjóra menn álits á þættinum i fyrrakvöld. Tveir eru af yngri kynslóðinni og tveir af þeirri eldri. Þeir voru spurðir: „Hvað fannst þér um þáttinn með Gunnari og Lúðvik? Svörin fara hér á eftir: Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr- verandi ráðherra. „Ég er ánægður með þennan þátt og tel hann góðan. Að visu er ekki hægt að kveða upp rök- studdan dóm, en i þessum þætti var ekki farið út i pex, sem sum- ir aðrir þættir hafa alls ekki verið lausir við. Alþingismenn munu ávallt verða fyrir aðkasti, meðan stjórnmál eru rekin á sama hátt og nú. Það er min reynsla af þeim.” Bryndis Schram, tsafirði: „Ég var mjög óánægð með þáttinn. Mér fundust þátttak- endur gefa mjög loðin svör, svöruðu aldrei beint og fóru undan i flæmingi. Stjórnandi þáttarins brást einnig alveg. Hann gat aldrei fylgt eftir spurningum sinum með dæmum úr raunveruleik- anum, þannig, að þeir runnu honum úr greipum. Sem sagt, þátturinn skildi ekkert eftir.” Finnbogi Rútur Valdimarsson, fyrrum alþingis maður og bankastjóri, sagði: „Eitt sinn var sagt, að hver þjóð, þar sem lýðræði rikti, fengi þá stjórn og stjórnmála- menn, sem hún ætti skilið að fá. Það er ógjörningur að skella allri skuldinni á stjórnmála- menn okkar, jafnvel ekki þá, sem ég er á móti. Það er raunalegt fyrir mina kynslóð að heyra Alþingi íslend- inga likt við leikhús. Þar rikir meiri alvara en í nokkru leik- Bryndis húsi, sem aldrei getur birt nema litla mynd af lifinu sjálfu. Á Al- þingi er það alvara lífsins, sem öllu skiptir. — Eða hvað getur komið I stað Alþingis, fyrir hverju barðist Jón Sigurðs- son?” Friðrik Sophusson: „Mér fannst þessi þáttur ekki Friðrik eins góður og fyrri þáttur þess- arar umræðu i sjónvarpinu. Lúðvik fannst mér koma fram sem dæmigerður pólitikus, sem fólk er að gagnrýna, með þvi að leggja meiri áherslu á pólitiskt pex heldur en málefnalega um- ræðu um efnið, sem var á dag- skrá.” Stefán

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.