Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Fimmtudagur 13. nóvember 1975 — 258. tbl. Með hljóð fœri fyrir tugi millj- óna króna VISIR heimsœkir Sinfóniuhljómsveitina — sjó bls. 4-5 1 Hvað fannst þeim um þóttinn , ,Fyrir hverju barðist Jón Sig- urðsson?”spurði Finnbogi Rútur Valdimarsson, fyrrum alþingis- maður og bankastjóri er Visir innti hann og fleiri álits á sjónvarpsþættinum i fyrra- kvöld, þar sem Gunnar Thor- oddsen og Lúðvik Jósefsson svöruðu spurningum Eiðs Guðnasonar. — Tveir reyndust ánægðir og tveir óánægðir, — Svörin eru á 3. siðu. Meiri óhugi ó efnahagsmólum en þorskastríði Bretar hafa miklu meiri áhuga á efnahags- máiunum og ræðu Wilsons en hugsanlegu þorska- stríði. Litið er um málið rætt í Lundúnum, en meira í Hullog Grimsby.T— Þetta kemur fram í frétt, sem Óli Tynes, blaðamaður Vísis, sendi frá Lundúnum i morgun. Sjá baksíðu. SAKHAROV NEITAÐ UM FERÐALEYFI Kjarneðlisfræðingnum, Andrei Sakharov, hcfur verið neitaðum ferðaleyfi til Osló þar sem hann ætlaði að veita viðtöku i eigin persónu friðar- verðlaunum Nóbeis. Sakharov segist hafa mót- inælt þessari synjun og litur á hana sem algert brot á Helsinki- samkomulaginu, þar sem Sovétieiðtogarnir undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið ferða- frelsi fólks milli austurs og vesturs. — Sjá erlendar fréttir bls. 6 og Stoðuljós kvikna um leið og bifreiðin er Á nýju árgerðunum af SAAB og Volvo muu stöðuljósin kvikna um leið og bifreiðin cr ræst, og munu þvi bifreiðarnar aka með rœst... stöðuljós bæði á nótt sem degi. í bls. 19 i blaðinu i dag hefur uýr þáttur göngu sina og nefnist hann Hilarnir og við. Jórnblendiverksmið jan: Dregið verður úr framk vœmdahraða Forráðamenn Járnblendi- félagsins hafa boðað til blaða- mannafundar i dag, þar sem skýrt verður frá ástandi og horfum i sambandi við smiði járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir skýrði frá þvi i gær, að ýmsar blikur væru nú á lofti vegna smiði verksmiðjunnar. Verðfall hefur orðið á stáli i heiminum og um leið járn- blendi, sem verksmiðjan mvndi framleiða. t>á hafa aliir lána- markaðir þrengst mjög frá þvi að áætlanir voru gerðar um smiði verksmiðjunnar. Nú hefur verið um það rætt að draga verulega úr fram- kvæmdahraða við verksmiðj- una, en ekki er vitað hve mikið smiði hennar getur dregist. Þá er heldur ekki ljóst hvaða áhrif þetta kann að hafa á fram- kvæmdir við Sigöldu, sem eru nátengdar smiði járnblendi- verksmiðjunnar. Kunnugir telja, að miklir erfiðleikar séu framundan og að endurskoðun áætlana um stofn- kostnað verksmiðjunnar muni leiða i' ljós miklar verðhækkan- ir. Ekki er óliklegt, að Alþingi láti málið til sin taka. — AG. Leikir barna geta oft verið hættulcgir. Ljósmyndari Visis kom i gærdag að þremur drengjum, þar sem þeir höfðu hellt kveikjarabensíni á hús- vegg i Grjótaþorpi og kveikt i. Eftir að eldurinn byrjaði að loga sprautuðu þeir meira bensini á vegginn, en þegar Ijósmyndar- inn kom, hlupu þeir á brott. Vart þarf að geta þess, að i Grjóta- þorpi eru nær eingöngu gömul limburhús, sem eru góður elds- matur. Auk þess hefðu drengirnir getað skaðbrennst, ef eldurinn hefði komist i umbúðir vökvans. — Ekkert gerðist i þetta sinn, en sú spurning vaknar: Hvað hefði geta gerst? Ljósmynd: Bragi. Byggingarnefnd sjálfstœðishússins nýja lýkur störfum „Hefur nóð tilgangi sínum", segir Albert Byggingarnefnd Sjálf- stæöisf lokksins er að skila af sér nýja Sjálf- stæðishúsinu við Bolholt um þessar mundir og lýkur þar með störfum. Flokkurinn er þegar byrjaður flutninga í nýja húsið, enda innrétting vel á veg komin. Albert Guðmundsson, for- maður byggingarnefndar, sagði i samtali við Visi i morgun, að eiginlega hefði byggingar- nefndin átt að skila af sér húsinu i sumar, þegar það varð tilbúið undir tréverk. Þá hefði upphaf- legu ætlunarverki byggingar- nefndar raunverulega verið lokið. Nefndin hefði þó haldið áfram að vinna að framgangi byggingarinnar, en þar sem nú væri innréttingum vel á veg komið og flutningur hafinn i hið nýja hús, þá hefði nefndin náð tilgangi sinum og afhenti þvi húsið miðstjórn flokksins. Nú lægi næst fyrir að kjósa hús- nefnd. Albert kvaöst aðspuröur vera að hugsa um að hætta i fjár- málaráði flokksins. Hann kvað það þó ekki fréttnæmt, það væri daglegt brauð að hann færi úr og i nefndir. -VS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.