Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 13. nóvember 1975. 17 í DAG | D KVÖLD | n pab | Útvarp, kl. 20.15: Varð frœgur ó einni „Lifandi og dauðir” heitir leikritið i útvarpinu i kvöld. Það er eftir norska rithöfundinn Helge Krog. Helge Krog er fæddur árið 1889 i Oslo. Hann er sonur F.A. Krog málafærslumanns og Idu Ceciliu Thoresen, en hún var fyrsta konan i Noregi sem varð stúdent. Krog lauk hagfræðiprófi 1911 og var siðan blaðamaður við „Verdens Gang” og fleiri blöð. Blaðamennskuna notar hann sem uppistöðu i gamanleikinn „Det store vi” (1919), sem gerði hann frægan á einni nóttu. Gisli Halidórsson ieikur Jensen i útvarpsleikritinu i kvöld nóttu Af öðrum gamanleikjum hans, sem sumir fela i sér tals- verða þjóðfélagsádeilu, má nefna „Pa solsiden” (1927), „Blapapiret” (1928), „Konkyli- en” (1929) og „Opbrudd” (1936). Það siðast nefnda er athyglis- vert að þvi leyti að það lýsir hvernig nýi timinn þokar þeim gamla til hliðar. Þá samdi Krog einnig nokkur leikrit i samvinnu við aðra. Hann var flóttamaður i Sviþjóð á striðsárunum, en að striði loknu sendi hann frá sér tvo ein- þáttunga: „Kom inn” og „Lif- andi og dauðir”. Auk leikrit- anna hafa komið út eftir hann nokkur ritgerðasöfn. Helge Krog lést árið 1962. Lifandi og dauðir fjallar um tvo taugaveikisjúklinga, sem fá ofskynjanir og imynda sér eitt og annað. Sumt skemmtilegt, annað miður, eins og gengur og gerist. Þau leikrit sem útvarpið hef- ur áður flutt eftir Krog eru: „Afritið” (1937), flutt aftur 1942 undir nafninu („Eftirritið”), „1 leysingu” (1938), „Lifandi og dauðir” (1948), „Móti sól” (1956). „Hugsanaleikurinn” (1957) og „Kom inn” (1960). Þýðandi „Lifandi og dauðir” er Þorsteinn ö. Stephensen. Helgi Skúlason leikur Fletting Leikstjóri er Sveinn Einarsson og hann flytur einnig formáls- orð. Leikendur eru: Gisli HalÞ dórsson, Helgi Skúlason, Herdis Þorvaldsdóttir, Guðrún Þ. Step- hensen, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, og Þórhallur Sig- urðsson. —EA „LIFANDI OG DAUÐIR" útvarpsleikritið í kvöld Útvarp, kl. 16.40: Hvaða kaupstaðir verða fyrir valinu — í barnatímanum í dag Barnatimi er á útvarpsdag- skránni i dag og er að þessu sinni umsjá Agústu Björnsdótt- ur. Að þessu sinni ætlar Ágústa að taka fyrir kaupstaði á land- inu. Þessi fyrsti þáttur verður þó ekki nein kynning á neinum sér- stökum kaupstað, heldur verður hann eins konar yfirlit. Til þess að allt fari fram á réttlátan og heiðarlegan hátt verður dregið um það i þessum þætti hvaða kaupstaði á að taka fyrir i vetur. Við getum þvi ekki sagt hverj- ir þeir verða, en það kemur i ljós á morgun. Við vitum þó að kaupstaðirnir verða fimm og verður dregið um það á morgun hverjir þeir verða. Fyrsti kaupstaðurinn af þess- um fimm verður siðan kynntur eftir mánuð og siðan koll af kolli. Ágústa sagði okkur að það yrði reynt að fá fólk til þess að senda inn efni og alls kyns upp- lýsingar um viðkomandi kaup- stað, þannig að allir geti verið með. 1 bamatimanum og á morgun verður auk þessa sutt yfirlit Páls Lindals borgarlögmanna um kaupstað almennt og þvi næst verður lesinn bókarkafli eftir Gunnar M. Magnúss. —EA Slepptu maður, slcpptu — þú mátt eiga beltið!!! | lÍTVARP • 12.25 Fréttir og veðurlregnir. T'.lkynningar. A Irivaklinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.31) Vetlvangtir . Umsjón Sigmar B. Hauksson. t sjötta þætti er l jallað um fé- lagslega og sálfræðilega að- stoð i nýju Ijósi. 15.00 .Vliðdegistóiileikar. Milan Turkovic og Eugene Ysaye strengjasveitin leika Fagottkonsert i C-dúr eftir Johann Gottfried Mulhel, Bernhard Klee stjórnar. Columbia sinfóniuhljóm- sveitin leikur Sinfoniu nr. 4 i B-dúr eítir Beethoven. Bruno Walter stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurlregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agúsla B jörn sd ii It ir s t jór n a r . Kaupstaðir á tslandi. 17.30 Framburðarkennsla i euskii. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- ur ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 ICiiisiiiigiir i úlvarpssai: Klin Sigurvinsdóttir syugur lög eftir Sigfús Halldórsson. Mariu Thorsteinsson og Skúla Halldórsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.15 l.eikrit: ..l.ilandi ng daiiðir ' ellir llelge Krog. Þýðandi: Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson sem einnig flytur formálsorð. Persónur og leikendur: Jensen Gisli Halldórsson. Fletling Helgi Skúlason. Systir Klara Herdis Þor- valdsdótlir. Magda Guðrun Þ. Stephensen. lielena Þór- unn Magnea Magnusdóttir. Vang Þorhailur Sigurðsson. 21.40 Pianókonsei I nr. 2 np. 10 3 eltir Sjo ,i:ikm itxj. Ein leikari og s!ji.rnándi: l.eo nard Bernsíein 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfrcgnir. Kviildsag- au ..K jarx al ' eltir Tlior \ i 1 - lijalmsson. Höfundur les ( 14)' 22.40 Krossgiitur. Tónlistar þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdotlur og Björns Birgissonar. kynningar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. 19.35 l.esið i vikuniii. Harald- Dagskrárlok. Húsbyggjendur Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆMT ' ERD. (íUKIDSLUSKILM AI.AR Borgarplast hf. Borgarnesi simi: 93-7370 Kvöldsimi 93-7355. Hvcrfisgötu 44 Sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.