Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 19
vism Fimmtudagur 13. nóvember 1975. 19 Bílarnir og við.... Umsjón Ævar Ragnarsson Helstu nýjungar í bíla- framleiðslu svía .... Litli Volvo með stóra höggvarann. Hollenski Volvoinn. greinilegur ættarsvipur. Þrátt fvrir minnkandi innflutning nýrra bifreiöa og samdrátt i fram- leiöslu þeirra er ástæöulaust aö leiða hjá sér þá þróun og þær nýjungar sem aö sjálfsögöu halda áfram i bilaframleiöslunni. Aö islendingum er þannig búiö með almenningsfarartæki, aö minnsta kosti þeim sem úti á landsbvggöinni búa, aö nauösynlegt er aö eiga bil, þó viö sleppum þeirri staöreynd aö metnaðarkapphlaupið ætlar alveg aö drepa okkur. Þaö hefur þvi veriö ákveöiö aö birta hér i blaöinu ööru bvoru mvndir og upplýsingar um bila og verður revnt aö skvra frá helstu nvjungum á hinum almenna bilamarkaöi og einnig ýmsu ööru sem við- kemur bilum. Annars verður efnisval nokkuö frjálst og eru tillögur frá lesendum vel þegnar. t»á skulum við vinda okkur i alvöruna. gaman aö taka eftir því hvaö samband Volvo og Renault eykst nú því áður var með þeim og Peugeot samyrkjubúskapur um framleiðslu á V-6 vél þeirri sem Volvo notar i Volvo 264. SMABILL Á UPPLEIÐ Með 66 SL gerðinni hafði Daf hrist af sér það slen sem á honum var. Ekki er nú hægt að segja að hann sé neinn eldfugl með þessa 1289 rúmsenti- metra vél en hann er örugglega ekki lengur neinn sér bill fyrir gaml- ar konur eins og margir töldu, heldur lipur bæjar- bíll og auk þess sjálf- Daf 66 áður en Volvo breytti honum. VOLVO YFIR- TEKUR DAF Fyrir u.þ.b. þremur ár- um tóku Volvo verk- smiðjurnar Daf bíla- smiðjurnar hollensku undir sinn verndarvæng og hafa siðan unnið að endurbótum á rekstri fyrirtækisins og fram- leiðslu þeirra, DAF 66 SL 1300. Volvo hafa lengi haft augastað á þessum litla bíl og þrátt fyrir að hann hefði ýmsa kosti til að bera vissu þeir að bæta mátti handverk hollend- inga. í ágúst sl. var svo endanlega skipt um nafn á fyrirtækinu og heitir framleiðslan nú Volvo 66 GL en nafnið Daf (Van Doorne's Automobil- fabreiken) er nú aðeins skráð á spjöld bílasög- unnar og heyrir fortiðinni til. Breytingar þær sem Volvogerði á bilnum eru í sjálfu sér ákaflega litlar. Vélin er enn sú sama, en hún er framleidd hjá Renault i Frakklandi og Auðvelt er fyrir farþega að komast aftur f. skiptur. Eitt af því sem Volvo endurbætti var í sambandi við sjálfskipt- inguna, sem er ennþá af reima-gerðinni, vario- matic. Áður var hætta á þvi að ökumaður eða far- þegi ræki sig óvart í skiptistöngina og setti bíl- inn af stað ef hann var í gangi í kyrrstöðu, en á Volvonum er nú lofttæmi- útbúnaður við tengslið, tengdur öryggi á skipti- stönginni til varnar því. Þá er einnig öryggi sem varnar þvi að bíllinn hrökkvi úr gír á ferð. Sem sagt Volvoöryggi. Þá hefur Volvo einnig sett sinn volduga öryggis- stuðara á þann litla og grillið minnir líka óneitanlega á faðernið. Aðrar breytingar eru helstar þær að hemlarir eru sjálfstilltir, stýrisás- inn þrýstist saman við Saab 96 með nýjan höggvara og Ijós sem alltaf lýsa við akstur. högg, bílbelti bæði fyrir fram og aftursæti, höf uð- púðar á framsæti og nýtt mælaborð meðal annars með Ijósi sem kviknar þegar vökvi minnkar á hemlunum. Þá er bætt ryðvörn og burðarþol aukið. Hingað til lands eru komin nokkur eintök af Daf 66 SL en Volvo 66 GL er ekki væntanlegur fyrr en í byrjun næsta árs. MINNI MENGUN, MEIRA LJÓS Viðskulum nú líta heim til Svíþjóðar þar sem aðalstöðvar Volvo eru. Svíarhafanú sett lög um hámark leyfilegrar’ mengunar frá útblæstri bifreiða og hafa því Saab og Volvo nú um skeið gert tilraunir með nýja blönd- unga o.fl. og tekist á dýr- ari gerðunum að minnka mengunina án þess að bensíneyðslan ykist að nokkru ráði. Þá má og geta annarr- ar nýjungar hjá þeim frændum, en hún er sú að um leið og bilarnir eru ræstir kvikna lágu Ijósin, að vísu með lágri spennu til að auka endingu þeirra. Frá og með ár- gerð '76 af Saab og Volvo munu því eigendur þeirra aka um með Ijósum, til öryggis fyrir vegfarend- ur, jaf nt á nóttu sem degi. Loks skal þess getið að SAAB 96 hefur fengið samskonar gúmmíhögg- vara og 99 gerðin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.