Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 13.11.1975, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 13. nóvember 1975. VISIR Hóseta vantar á m/b Arnar frá Þorlákshöfn til netaveiða. Uppl í síma 99-3644 Verslunar- og skrifstofufólk Verzlunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund i Vikingasal Hótels Loft- leiða, sunnudaginn 16. nóv. 1975, kl. 14. Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar HJDLBflRBflSALflH BORGARTÚNI 24 - SÍMI 14925 - PÓSTHÓLF 5169 „Hvaðer a'tarna?...Ekkert vatn!"—Nýlega sýknaði hæstiréttur Indlands, hæst- ráðanda landsins, Indiru Gandhi, af ákærum um kosningasvik og stjórnarskrár- brot og þótti mörgum það lítt sannfærandi hvítþvottur. SAKHAROV fœr ekki að fara til Osló Lumar á ríkisleyndarmálum, segja ferðaleyfisyfirvöld Sovétríkjanna um þann, sem hefur ekki verið treyst fyrir nokkru verki síðan 1968 Eins og Andrei Sakharov haffti sjálfur spáft fyrir, þá neituftu sov- ésk yfirvöid honum um fararleyfi til Osló, þar sem þessi oddviti mannréttindabaráttunnar i Sovétrikjunum ætlafti aft veita viötöku sjálfur friftarverðlaunum Nobels. Dr. Sakharov mótmælti þegar I staft þessari synjun og benti á, aft hún striddi gegn anda Helsinki-ályktunarinnar, niöurstöftu öryggis- málastefnunnar, sem svo miklar vonir voru bundnar viö. Sakharov ásamt konu sinni, Yelenu. Þar undirrituðu Kremlherr- arnir eins og aðrir leiðtogar yfirlýsingu þess efnis, að vilji væri til þess að greiða streymi bæði upplýsinga og fólks austur og vestur fyrir járntjaldið. öryggismálaráðstefnan dróst eins og menn minnast mjög á langinn, einmitt vegna þessa atriðis, sem vestur- evrópumenn vildu fyrir alla muni hafa með i ályktuninni. Austantjaldsmenn þrjóskuðust lengi við, en létu svo loks tilleið- ast, gegn þvi að vesturlönd viðurkenndi landamæri austan- tjaldsrikja, eins og þau eru i dag, sem sovétmönnum var mjög i mun. Ljóst er nú orðið, hvað sovét- yfirvöld leggja mikið upp úr efndum þessa atriðis. A þvi örl- aði reyndar f 1 jótlega eftir Helsinkifundinn, þegar Boris Spassky, fyrrum heimsmesitari i skák, rakst á ýmsar hindranir, áður en honum var svo loks náð- arsamlegast leyft að ganga að eiga franska stúlku. Yfirvöld Sovétrikjanna firrt- ust að vonum við, þegar kunn- gert var9. október, að Sakharov hefði verið úthlutað friðarverð- launum Nóbels „sem talsmaður samvisku mannkynsins”. Skrif málgagna sovétstjórnar fjölluðu næstu daga um, hversu pólitisk veiting þessara verð- launa væri orðin seinni árin. — bað þótti ekki liklegt, að þess- um helsta stjórnarandstæðingi sovétstjórnarinnar yrði greidd gatan til Osló. Við synjun ferðaleyfisins var borið við, að dr. Sakharov hefði i fórum sinum rikisleyndarmál, sem ekki væri hættandi á, að færu úr landi. — Kona Sakharovs, Yelena, sem stödd er á ítaliu til augnlækninga, segir, að þetta sé einber fyrir- sláttur. „Honum hefur ekki verið treyst fyrir neinum rikisleynd- armálum siðan 1968, á meðan aðrir vlsindamenn, sem vinna að leynirannsóknum, eru á ferð og flugi milli landa,” segir hún. Dr. Sakharov var fremsti kjarneðlisfræðingur Sovétrikj- anna og stundum nefndur faðir” atomsprengju rússa. — Gagn- rýni hans á stjórnarhætti og á- troðslu mannréttinda sovéskra borgara kom honum i ónáð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.