Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 1
258. tbl. — Föstudagur 11. nóvember 1966 — 50. árg. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing f Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Vélin bilaöi Höfðust við í Akureyjum í 7 tíma SJReykjavík, fimmtudag. í blaðinu í dag var skýrt frá því, að báts frá Fagradal á Skarðströnd, með fjórum mönnum, hefði verið sakn- að í gærkvöldi. Mennirnir komu heim í nótt en þeir höfðu orðið að snúa aftur til Akureyja vegna bilunar í gír- kassa. Sigur'ður Þórólfsson, bóndi í Fagradal, sagði í viðtali við Tím ann í dag, að þeir félagar hefðu farið á trillu með bát í eftirdragi með um 70 fjár yfir í Hrúteyjar og Akureyjar, en venja er að fara með fé þangað á haustin og er það sótt aftur á vorin. Þeir félag ar ætluðu að koma heim aftur um 6 leytið í gærkvöld, en þegar þeir voru lagðir af stað í áttina til lands bilaði gírkassinn, og þar sem nokkur strekkingur var kominn, reru þeir aftur til Akureyja og 'kveiktu bál til að gera fólki í landi aðvart. íbúar á Króksfjarðar nesi sáu bálið og gerðu strax að vart og fór Gullþórir frá Stykkis 'hólmi, undir stjóm Eyjólfs Ólaís Framhald á bls. 15. Myndin hér að ofan er frá iFlórenz á ítaliu og sýnir tvo slökkviliðsmenn og froskmann i gúmbáti draga kýrhræ upg úr vatnsleðiunni í borginni og flytja þangað sem hræin eru brennd eða grafin, að ótta við drepsóttir. F rá þessari nýju hættu á flóðasvæðunum, segir í fréttlnni hér að neðan. Nýjar hörmungar yfirvofandi á flóðasvæðum Ítalíu: Míkíl hætta á drepsóttum NTB—Róm ,fimmtudag. Nýjar hörmungar eru nú yfir* vofandi á flóðasvæ'ðunum á ít- alíu — drepsóttir og hungur. I dag unnu hermenn og verkamenn að því að fiska upp dýraliræ úr aurleðju víða á flóðasvæðunum og grafa þau í sérstakar graf'f, sem áður hafa verið sprautaðar með kalki. Hefur hættan á drepsótt um aðallega taugaveiki aukizt Stórlega síðustu daga, sérstaklega þar sem fjöldi bæja og þorpa er enn einangraður. í Flórenz einni hafa hermennirn / r NAUTILUSI AREKSTRI! NTB-Norfolk, Virginia. Kjarnorkuknúni kafbáturinn, Nautilus, rakst í dag á beiti- skipið Essex á Atlantshafinu. Um nánari atvik í sambandi við þennan einstæða atburð, getur ekki í stuttri tilkynningu frá sjóher Bandaríkjamanna. Áreksturinn varð um 360 sjómílur út af strönd Norður- Karólína, en ekki hefur verið skýrt frá því, hvernig slíkt gat átt sér stað með öllum þeim öryggistækjum, sem þessi frægi kafbátur, er búinn. Líkur benda til, að kafbáturinn hafi verið á leið upp á yfirborðið, Framhald á bls. 14 ir dregið um 2000 dýrahræ upp úr leðjunni og grafið ásamt 200 lest um af rotnuðum matvælum frá sölutorgi borgarinnar. Enn hafa ektkí borizt staðfestar fregnir um taugaveikitilfelli, en þegar héfur mikið magn af bólu- setningarefni verið sent til Flór- enz og fleiri borga, sem harðast urðu úti í fióðunum á dögunum. í norðurhluta Ítalíu óttast menn enn ný flóð, enda þótt vatnið í ánni sé nokkuð tekið að minnka, en hækki það aðeins örlítið á nýj an leik, er voðinn vís. f Flórenz er mikill skortur á drylkkjarvatni og sums staðar er matarskortur farinn að gera vart við sig. Hundr Framhald á bls. 14. Eiríkur (t. v.) og Gisli viS sjónvarpsmælingabílirm fyrir utan hóteliS í Borgarnesi í gær. (Tímamynd — KJ) Samningur leikara og Sjónvarps á lokastigi SJ-Reykjavík, fimmtudag. Allgóðar horfur eru nú taldar á því að Félag jslenzkra leikara og Sjónvarpið undirriti samninga inn an skamms, að því er Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri Sjón varpsins, tjáði Tímanum í dag. Undirbúningur að samningagerð inni hefur tekið alllangan tíma en fyrsta tilboðið kom frá leik- urum, síðan gagntilboð frá Sjónvarpinu og nú eru samning arnir á lokastigi. Það mun að sjálf sögðu auka mjög á fjölbreytni dagskrárinnar þegar Sjónvarpið get ur leitað til íslenzkra leikara, eða Framhald á bls. 15. Sjónvarpsloftneti og sendi komið fyrir á Lambastöðum: Vinna að mælingum fyrir Borgarnes KJ.BorSarnesi, fimmtudag. Tveir menn frá Landssimanum vinna nú að mælingum vegna fyr- irhugaðs sjónvarpssendis fyrir Borgames og nágrenni. Er -búið að koma fyrir loftneti og sendi við Lambastaði I Álftaneshr. og í dag er verið að mæla styrkleika útsendingarinnar þaðan í Borgar nesi og víðar. Þeir, sem starfa a<i þessum mæl ingiim eru Eiríkur Árnason og Gísli Sigurðsson frá Landssíman um. Sögðu þeir fréttamanni Tím ans, að mælingar vegna íslenzka sjónvarpsins fyrir Borgarnes og nágrenni hefðu hafizt fyrir nokkru — áður en áskorun um endur- varpsstöð var send héðan. Og i fyrstunni var talað um að hafa endurvarpsstöðina í Rauðanesi, en þegar til kom, reyndist það ekki hagkvæmt þar sem „snjókoma“ var á skerminum og urðu þvi Lamba slaðir fyrír valinu. Þar sem endurvarpsstöðin er þarf að vera mannabústaður og rafmagn, en rafmagn er frá diesel rafstöð á Lambastöðum. Þeir fé lagar sögðust hafa byrjað á því að reisa loftnetsmastur við bæ- inn og koma fyrir sendi, en síð- an er styrkurinn frá sendinum mældur þannig, að sérstaklega út búnum Austin Gipsy bíl er ekið vítt og breitt um svæði það. sem ætla mál, að sjónvarpsgeislinn nái til, og gerðar mælingar á sending unni frá Lambastöðum með sér stökum tækjum, sem eru í biln um. M. a. er á bílnum mikið sjón varpsloftnet á stöng, sem hækkuð er með lofti frá honum. Þá hafa þeir sjónvarpstæki í bílnum, og sást sjónvarpsdagskrá frá Vatns- endahæðinni vel í því tæki við venjulegar aðstæður á Lambastoð Framhald á ols. 14 GEMINI-12 UPP I DAG NTB-Kennedyhöfða, fimmtudag- í dag var ölluin undirbún- ingi lokið undir Gemini-12 geimferðina, sem hefst á morgun. Tæki hinnar risa- stóru Titan-eldflaugar voru reynd og voru öll í lagi, en erfiðleikar í sambandi við sjálfstýringu flaugarinn- ar komu í veg fyrir geimskot ið þau tvö fyrri skipti, sem það hafði verið boðað. Með geimfarinu fara tveir menn, þeir Jim Powell og Buzz Aldrin. Geimferðin á að taka fjóra daga og ýms ar tilraunir verða gerðar. Powell hefur áður farið í Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.