Tíminn - 11.11.1966, Síða 5

Tíminn - 11.11.1966, Síða 5
FÖSTlU>AGT7It 11. nóvember 1966 TÍMINN wm\ Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn I>órarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símiar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. ínnanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Sjónvarpið um iandið íslenka sjónvarpið þykir hafa farið vel af stað, og samkvæmt áður gefnum yfirlýsingum ráðamanna ætti það að taka að fullu til starfa með 2—4 stunda dagskrá sex daga vikunnar síðari hluta þessa mánaðar. Verður að treysta þ\i, að ekki verði vikið svo teljandi sé frá þeirri áætlun, og til þess munu sjónvarpsnotendur ætl- ast. Sjónvarpsmálaráðherra hefur upplýst á Alþingi, að tolltekjur af sjónvarpstækjum hafi til þessa gert betur en duga til greiðslu á öllum stofn- og undirbúningskostn- aði, svo að ríkið hefur e'kki enn haft af þessu bagga. Hins vegar er það fráleitt, sem virtist koma fram í svör- um ráðherra, að ætlazt væri til að tolltekjurnar einar standi undir dreifingu sjónvarpsins um landið, og sú dreifing bíði eftir því, að fjármagnið til hennar fáist með þeim hætti- Það er eðlileg krafa þjóðarinnar, og ekki véfengd. að nú verði unnið með djörfung og framtakssemi að koma dreifikerfi sjónvarpsins um landið, en af svörum ráðherra má helzt ráða, að tolltekjurnar eigi að ráða hraða þess máls. Það er fráleit stefna og með henni kemst sjónvarpið ekki um landið á næstu árum, og við það er ekki réttmætt, að þjóðin uni. Það sem nú þarf að vinda bráðan bug að, og hefði raunar átt að vera búið að gera fyrir no'kkru, er að semja haldbæra áætiun um byggingu sjónvarps- og endurvarpsstöðva og hraða þarf fyrst byggmgu meginstöðva, sem gera sjónvarpinu fært að ná til sem flestra. Til þessara framkvæmda á að sjálf- sögðu að taka lánsfé enda ætti ekkert að vera því til fyr- irstöðu, og rekstrargrundvöllur sjónvarpsins styrkist mjög við það, er sjónvarpið nær í verulegum mæli út um Land og sjónvarpstækjum fjölgar. Það má furðulegt kalla, að ekki skuli enn vera farið að bjóða út til bygingar aðalstöðina á Skálafelli, en bvgging hennar og útvegun véla hlýtur að taka alllangan tíina. eða á annað ár. Nú þegar þyrfti og að vera farið að undir- búa samkvæmt gerðri áætlun byggingu stærri endur- varpsstöðva, svo sem á Vaðlaheiði, í Stykkishólmi, á Fjarðarheiði og á Hjörleifshöfða, en þar munu meginstoð- irnar eiga að rísa. En með því verklagi, sem, nú er á þess- um málum, er auðsætt, að óhæfilegur dráttur verður á þessu og virðist beinlínis að því stefnt af hálfu stjórnar- valda. Þessari stjórnarstefnu í málinu verður að gerbreyta þegar í stað áætlun um meginframkvæmdir á næstu einu til tveimur árum og útvega til þeirra lánsfé eða leggja til þeirra fé úr ríkissjóði eð einhverju leyti. Ann- að verður að telja brigðir í málinu. Það er ekki nóg, að ráðherrar hafi um það vinsamleg orð, að þeir vilji koma sjónvarpinu til sem flestra landsmanna eins fljótt og kostur er á. en láti undirbúning og framkvæmdir drag- ast úr hömlu og hafi enga fyrirhyggju um útvegun fiár- magns, en ætla því að ráða hraðanum, hve fljótt slíkt fjármagn kemur inn af sjálfu sér. Með þeim hætti hlýtur þetta að dragast um ófyrirsjáanlega framtíð, en þjóðinni skipt í tvennt um aðstöðu til þess að njóta þesa sjálfsagða menningartækis. Slíkt er á engan hátt sæmandi né við- unandi. ' Framsóknarflokkurinn hefur ætíð lagt á það megin- áherzlu, að sjálfri stofnun sjónvarpsins fylgdu tafarlausar framkvæmdir við dreifingu sjónvarpsins um landið og mun fylgja því sjónarmiði fast eftir. Nýi ríkisstjórinn í Kaliforníu Keppa írarnir Reagan og Kennedy í forsetakosningunum 1972? ÞAÐ KOM efcki á óvart, aS Pat Brown tapaði ríkisstjóra- kosningunni í Californíu, því að á annað ár hafa skoðana- kannanir þar sýnt, að hann myndi tapa fyrir hvaða fram- bjóðanda republikana, sem væri. Þótt hann hefði gert ým- islegt vel, voru kjósendur ber- sýnilega orðnir þreyttir á því að búa við stjórn hans, og hsettir að trúa, því að nokkuð gæti staðið til bóta hjá honum. Samt vildu mangir ekki trúa því fyrr en í seinustu lög, að Brown gæti fallið, því að í undanfömum ríkisstjóra- kosningum hafði hann sigrað höfuðiforingja repúblikana í Kaiiforniu, fyrst Knowland og síðan Nixon. Við þetta bættist, að af þeim tveimur republikönum, sem kepptu aðailega um fram ‘boð gegn honum, var sá útnefndur, sem talinn var ósig urvænlegri. Þessir menn voru þeir Ronald Reagan og Christ- opher borgarstjóri í San Fran cisco. Skoðanakannanir sýndu að Brown myndi kolfalla fyr ir Ohristopher og því dreifðu fylgismenn Brown út ýmsum óhróðurssögum um Ohristoph er rétt fyrir prófkjörið hjá republikönum og áttu þannig . óbeinan þátt í þvi, að Reagan varð hlutskarpari. Ástæðan til þess, að fylgismenn Browns vildu heldur keppa við Reagan var sú, að hann var Goldwater* sinni og var bendlaður við ýms an aftunhaldssaman félagsskap í Kaliforniu og heppiiegast þótti að vinna gegn honum á þeim grundvelli. Það er nú komið í ljós, að þetta hefur ekki tekizt og að fylgismenn Browns, sem stóðu fyrir árás- unum á Ohristopher eiga sinn þátt í því, að Reagan tekur senn við ríkisstjóraembættinu í Kaliforniu, stærsta rikinu í Bandaríkjunum. RONALD REAGAN er 55 ára gamall, fæddur í Illinois. Foreldrar hans voru írskir og var faðir hans skókauijmaður, sem lenti í volæði sökum drykkjuskapar. Það mun eiga sinn þátt í því, að Reagan hef- ur jafnan verið reglumaður. Hann neytir áfengra drykkja sáralítið og þá helzt fyrir siða sakir. Reagan byrjaði ungur að vinna fyrir sér sjálfur og afl- aði sér talsverðrar skólamennt unar. Hann var góður íþrótta- maður á þessum árum eink- um sundmaður. Að loknu námi réðist hann til útvarpsstöðvar í Des Moines og fékk það verk efni þar að semja og segja fþróttafréttir. Árið 1937, þeg- ar hann var 26 ára að aldri, fór hann í skemmtiferð til Hollywood. en ætlaði sér alls ekki að ílengjast þar. Meðal þeirra, sem hann hitti þar, var maður sem hafði það fyrir starf að uppgötva leikaraefni. Fyrsta verk hans, eftir að hann hafði séð Reagan og rætt við hann, var að síma til Warn er Brothers og skýra þeim frá því, að hann væri búinn að finna nýjan Robert Tayloi Eftir að fulUrúar Warne' Brothers höfðu kynnt sér mál-- ið betur, var Reagan ráðinn Ronald Reagan og Edmund G- Brown. fyrir 200 dollara laun á viku, en það þótti ekkert lítilræði á þessum árum. Reagan fór alis með smærri og stærri hlutverk í 50 kvik- myndum. Hann var í Holly- wood mest ÖTI stríðsárin við kvikmyndagerð í þágu hersins. Rétt eftir stríðið, komst hann inn á þá braut, sem hefur sennilega leitt til þess, sem riú er orðið. Hann var þá kos jnp formaður í einskonar stétt ariélagi leikara í Hollywood. Þmí starfi gegndi hann í -átta ár og lenti þar í höggi við kommúnista, sem áttu talsverð ítök í þessum félagsskap. Það mun hafa átt sinn þátt í að gera Reagan hægri sinnaðan. Árið 1954 réðist hann í þjónustu General Electric og starfaði sem auglýsingamaður og eins konar verkalýðsfulltrúi hjá þessu mikla iðn-. og verzlunar fyrirtæki í 8 ár. Verkefni hans var m.a. að sjá um og kynna sérstakan sjónvarpsþátt, Gene- cal Electric Theatre og að ferðast milli hinna mörgu verk smiðja fyririækisins og flytja er indi á fundum verkamanna, er höfðu það markmið að skýra fyrir þeim hlutverk fyririæk- isins, og nauðsyn góðrar sam- búðar milli þess og starfsfólks ins. Það var á þessum fundum, sem Reagan byrjaði að ræða um það mál, sem hann gerði að máli málanna í kosninga- baráttunni þ.e. hið sívaxandi ríkisbákn, sem yrði jafnframt alltaf dýrara og þunglamalegra og legði hina dauðu hönd a framtak einstaklinganna. Þetta líkaði Generai Electric yfir leitt vel, nema éinu sinni. Þá hafði Reagan ráðizt á hið mikla raforkufyrirtæki ríkisins T V.A. C. Tennessee Walley Authority. General Electric bað hann bless aðan að hætta, því að það seidi T.VA.. rafmagnsvörur fyrir 150 milljónir dollara árlega. Eftir að Reagan gekk úr þjónustu General Electric fyr ir þremur eða fjórum árum, gerðist hann þátttakandi í sér stökum sjónvarpsþætti og gat sér þar gott orð. REAGAN hefur lengi haft áhuga á stjórnmálum, þótt hann ætlaði sér aldrei að ger- i'ast stjórnmálamaður. Lengi vel, var hann róttækur demókrati ‘ -og hann kaus Roosevelt i öll skiptin, sem hann bauð sig fram í forsetakosningum, og Truman j forsetakosningunum 1948. Þegar þau börðust í öld- ungadeildar þingmannskosn ingunum 1950 Helen Douglas og Nixon, stóð hann fast með Helenu, en Nixon tókst að fella hana með þeim áróðri, að hún væri fylgifiskur komm- únista og því sama var þá hald ið fram um Reagan. í forseta- kosningunum 1952, var Reag- an ? hópi þeirra demókrata, sem mynduðu félagsskap um að styðja Eisenhower. Þetta gerði hann aftur í forsetakosn ingunum 1956. f forsetakosn- ingunum 1960 var hann í sam- tökum demokrata, er studdu Nixon. Formlega hætti hann ekki að kalla sig demokrata fyrr en 1962. Reagan studdi Goldwater leiindregið í forsetakosninigun- um 1964. Rétt fyrir kosning- arnar var hann fenginn til að flytja sjónvarpsræðu Goldwat- ers til stuðnings. Honum tókst svo vel, að strax eftir þetta var það að tala um hann sem ríkisstj óraef ni republikana. Sjálfur hafði hann ekki látið sér það til hugar koma á þeim tíma að sækja um það embætti. En áskoranir urðu fleiri og fleiri og að lokum lét hann undan síga. Brown gat illa deilt á Reag an fyrir að hafa skipt um flokk, því að Brown hafði fyrst boðið sig fram fyrir republik- ana. BROWN lagði höfuðáherzlu á það í baráttu sinni gegn Reagan, að hann væri aft- urhaldsmaður. Þvj til sönn- unar var bent á, að hann hefði verið í beinum os óbeinum tengslum við félög ýmissa öfgafullra hægri manna. Þess var kraíizt að Reagan afneitaði öliuim þessum félögum. Reagan hafn aði að afneita einum eða nein- um, heldur tæki hann með þökfcum stuðningi hvers og eins, sem vildi fallast á skoð- anir hans. Menn skyldu dæma hann eftir málflutningi hans og svörum hans við þeim spurn- ingum, sem fyrir hann væru lagðar. Eftir því, sem leið á kosningabaráttuna, varð blær inn á málflutningi Rea- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.