Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. nóvember 1966 TÍMINN MINNING BENEDIKT G. WAG heídursforseti Í.S.Í. - f. 14. júlí 1889 d. 8. nóvember 1966 Siður er það orðinn við upp- haf nútíma Olympíuleika, að kveikja eld af sólargeislum við rásmark leikvangs hinna fornu Olympíuleika í Grikkiandi og flytja hann boðfluttning til þess leikvangs þar sem olympískir leikir skulu háðir og tendra með honum bál, hinn oiymníska eld, sem síðan logar á háu altari meðan leikarnir fara fram. Þegar hinn boðflutti eldur tendrar bálið á altarinu og ein? þegar hann slokknar við lok leikanna, birtast á tilkynninga töflunni orðin: „Citius (hraðar) — Altius (hærra) — Fortius (öflugar).“ Þó ólympískur eldur hverra leika slokkni, lifir hann í hug um sannra íþróttamanna, sem leiðarljós í starfi og leik að leitast við að ná ávallt hærra í hverri viðleitni. í dag verður hér í Reykjavík jarðsunginn sá maður íslenzkur, sem var ötulasti boðflytjandi hins olympíska elds og merkis- beri hvatningarorða leikanna. Margar eru orðnar ræður Benedikts G. Wáge, margorð skrif hans og langar fundasetur að því að treysta, örva, skipu- leggja og leiða til sigurs þau málefni íþróttamanna, sem íþróttasamband íslands hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því, að Benedikt ásamt hópi frábærra áhugamanna hleyptu þeim samtökum af stað fyrir nær 55 árum. Samtök, sem við rásmark voru skipuð 12 félögum, hafa nú eftir rúmt hálfrar aldar skeið náð með sér 233 félögum sem skipa sér í 26 héraðssambönd, og 8 sérsambönd, starfað að eflingu íþróttalegrar aðstöðu, svo að sundhallir hafa leyst af hólmi sundskála við grýttar sjávarstrendur og í stað hol- klaka mela eru komnar stinnar gjallsallabrautir og mjúkar gras flatir og undir hvelfdum þök um fjaðrandi viðargólf fyrir al- þjóðlega kappleiki. Fram til keppni á alþjóðleg- um mótum hafa samtökin leitt íslenzka æsku það vel íþróttum búna, að þjóðin hefur fyJlzt stolti við fréttir af 'að íslenzkur fáni hafi verið dreginn að húni á sigurstöngum. Með hvatningum sínum um gildi íþróttaleiks geta samtökin í dag sýnt að til eru á íslandi þéttbýli þar sem að meðaltali hver íbúi leggst 5 sinnum á ári til sunds í laug og 17% þjóð arinnar synda 200 metra á einu sumri meðan þátttaka hjá sam- keppnisþjóðunum er 1%—3%. Það þarf kyndilbera olympíu- elds til þess að ein þjóð nái slíkum árangri á rúmlega hálfri öld. Benedikt G. Wáge gerðist snemma slíkur kyndilberi, sem varðveitti og nærði logann með árvekni sinni. Sá kyndilburður leiddi ekki samtökin á villigöt- Við, sem starfað höfum að ur. íþróttamálum með Benedikt, knattspyrnukappleilcurinn, þátt urinn Æskan spyr, og stuttur fréttaþáttur um handritamálið. Bilunin var þó ekki mjög al Ivarlegs eðlis, og kom ekki tfram við flutning hinna lengri Iþátta, en ekki þótti hlýða að flytja hinn stutta iþátt um hand ritamálið við þessi skilyrði. Tveimur klukkustundum áður en útsendingar áttu að hefj- ast sendi ^ stjórnandi frétta- flutnings Ólafur Ragnarsson út eftir bókinni Handritaspjall eft ir Jón Helgason, reif þaðan út fjölda handritamynda og voru þær notaðar með texta Páls S. Pálssonar frá Kaupmanna- höfn. Tókst þetta vonum fram ar, og sýnir, að sjónvarpsmenn kunna vel að bregðast við ýms um vandamálum. sem að hönd um ber. Þátturinn Æskan spyr, var um margt fróðlegur. Prófessor Matthías Jónasson svaraði skemmtilega spurningum unga fólksins, en hins yegar er ekki hægt að segja, að nokkuð nýtt hafi komið fram varðandi Rétt áður en útsendingar áttu að hefjast á miðvikudags kvöld vildi það óhapp til, að myndsegulbandið bilaði litils háttar, og var það skiljanlega mjög bagalegt, þar sem mikili hluti efnisins var þar á, m. a. Gunnar G. Schram Savanna-tríóiS. lausn á þeim vandamálum æsk unnar, sem rætt var um. Dagskráin í kvöld hefst kl. 20 með því að dr. Gunnar G. Schram hleypir af stokkunum kappræðuþætti, er nefnist á Öndverðum meiði. í þetta skipti hefur hann fengið til viðtals við sig Andrés Finnbogason for mann útvegsmannaféiags Reykjavíkur og Tryggva Ófeigs son togaraútgerðarmann, og munu þeir færa rök með og móti því að leyfa auknar tog taraveiðar í landlhelgi. Þessi þáttur tekur hálfa klukkustund og að honum loknum er kom ið að Þöglu myndunum, í þetta skipti verða sýndir kaflar úr kvilanyndum bandaríska gam anleikarans Will Rogers, og flytur Andrés Indriðason skýr ingar. Kl. 21 er skemmtiþáttur Savannatríósins, Það gerðist hér suður með sjó. Þessi þátt ur er hedgaður sterkasta afli veraldar, ástinni sjálfri, og auk Savannatríósins koma þarna fram Valgerður Dan leik kona og Harald G. Haralds. Þetta er annar þátturinn af 6, sem Savannatríóið flytur í sjónvarpinu. Og þá fáum við að sjá lcvikmynd um Don Qui xote. Síðast á dagskránni er „Dýrlingurinn", og heitir þátt urinn Rómantík í Buenos Air es. Þula kvöldsins er Ása Finns dóttir. i ____________________________ 9 minnumst margs í fari hans, sem verður ógleymanlegt. Hann virtist alltaf glaður og léttur í spori. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann reiðani Spaug samur gat hann verið og fund vís á græskulaust gaman. Á fundum, og þar sem hann vár oddamaður gat manni á stundum fundist hann einkenni lega skoðunarlaus, en þar lá ef til vill styrkleiki hans, að sleppa sér ekki út í orrahrið ina en leitast við að halda sam an liðinu. Ná mönnum saman til funda er erfitt og oft þraut leiðinlegt verk en að slíku starfaði Benedikt af stöðugri og ódrepandi elju. , Benedikt hafði unun af því að íslenzka útlend íþróttaheiti og hugtök. Honum tókst það oft vel. Eins fékkst hann við að mynda orðatiltæki, sem nota mætti, til þess að örva íþrótta iðkanir. Máltæki hans var oft í ræðu og riti um tilgang íþrótta: — — að gera drengi að mönnum og menn að góðum drengjum-------“. Við dauða Benedikts G. WÍge hverfur úr íslenzku þjóðlifi hlýr og sérstæður maður, sem var nærgætinn og góðgjarn. Minning hans mun um lang an aldur með þjóðinni standa upplýst af sólareldi hins ólymp íska kyndils. Hinir fjölmörgu íþróttavinir Benedikts G. Wáge minnast hans með virðingu og í þakk- læti — og senda ástvinum hans samúðarkveðjur og fullvissa þá um, að öllu því sem hann fórn aði til þjónustu við íþróttaleg verkefni hefur eflt framtaks- semi og heilbrigði þjóðarinnar. Þorst. Einarsson. Nýtt jéh- kort frá Asgríms- safninu Jólakort Ásgrímssafns þetta ár er gert eftir vatnslitamynd frá Krýsuvík, máluð um 1948. Ásgrim ur Jónsson fór nokkrar ferðir það ár til Krýsuvíkur, og var þetta sú myndin sem hann hafði einna mest ar mætur á. Þetta nýprentaða kort er í sömu stærð og hin fyrri litkort safnsins, með íslenzkum enskum og dönsk um textn á bakhlið, ásamt mynd af Ásgrími, sem Ósvaldur Knudsen tók. Ásgrímssafn hefur þann hátt á, að gefa aðeins út eitt litkort á ári en vanda því betur tj.l prenl unar þess. Myndaimót er gert í x Prentmót h. f. en Víkingsprent hef ur annast prentun. Einnig hefur safnið gert það að venju sinni, að byrja snemma sölu jólakortanna, til hægðarauka fyrir þá sem langt þurfa að senda jóla- og nýárskveðju. Og einnig þá sem hafa hug á að láta innramma kort ið til jólagjafa. Listaverkakortin eru aðeins til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða- stræti 74, og Baðstofunni í Hafnar stræti, þar sem safnið er ekki opið nema 3 daga í vikn, sunnudaga, þriðju- og fimmtudaga frá kl. 1,30—4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.