Tíminn - 12.11.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.11.1966, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 12. nóvember 19GG ÍÞRÓTTIR TÍMINN mmmrm 13 Forysfomenn íþróttamála bera kistu Benedikts úr kirkju. (Tímamynd GE) Virðuleg útför Benedikts Wáge heiðursforseta ÍSÍ — f gær var gerS trá Dómkirkjunni í Reykja vík útfor Benedikts G. Wáge, heiðursforseta fsf. Mikió fjöl- menni var við útförina, þ. á. m. forseti fslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, ráðherrar, sendiherrar erlendra ríkja og forystumenn jsi. Áðnr en athöfnin hófst lék Lúðrasveit Reykjavifeur sorgarlög við kirkjudyr. í kirkju lék Þór arinn Guðmundsson einleik á fiðlu og félagar úr Karlakór Reykja- vikur sungu. Þá lék strengjasveit undir stjórn Bjöms Ólafssonar. Guðmundur Jónsson, óperusöngv- ari, söng ,Faðir vor“ en _ við orgel ið var Póll fsólfsson. Óskar J- Þorl'ákssori jarðsöng. í kirkju stóð fáni fþróttasam- bands íslands. Úr kirkju báru stjórnarmenn ÍSÍ framkv.stj. ÍSÍ og formaður Olympíunefndar. Var útförin mjög virðuleg. Þess má geta, að ÍSÍ sá um útförina í heið ursskyni við hinn merka braut- ryðjenda í ísl. íþróttamálum. Clay mun hlaupa eins og þjófur! Clay og Williams niætast á mánudaginn Á mánudagskvöld mun Cassius Clay verja heimsmeistaratitilinn í þungavigt í einvígi við Cieveland Williams. Fer einvígið fram í Ilouston. Williams, sem er 33 ára gamall, átti í útistöðum við iög- regluna fyrir tveimur árum ug særðist þá hættulcgu skotsárl, en mun nú hafa náð sér að fullu, að því er liann segir sjálfur. Framkvæmdastjóri Williams er mjög vongóður, og 'hefur sagt við (fréttamenn, að WiUiams muni reyna að gera út um leikinn, eins fljótt og mögulegt er. „Við reikn um með, að Clay muni hlaupa eins og þjófur til að byrja með, en ef Williams nær að gefa hon- um gott vinstri handar högg, mun Clay liggja í gólfinu", bætti hann við. En fæstir eru trúaðir á sigur Fór fyrir 70 þús. pund Enska 1. deildarliðið Sheff. W. keypti fyrir helgina John Ritchie fyrir 70 þúsund sterlingspund frá Stoke City. Stoke keypti Ritchie fyrir 5 árum og borgaði þá fyrir hann 2500 sterlingspund. Bjóða íslandi þátttöku í NTB-frctt er. skýrt. Jrá því að trúlega munu keppendur frá 19 löndum taka þátt í sænska iskíðanieistaramótinu, sem háð verður í Falum 20—22. ianúar n. k. Mcðal þeirra landa, sem boðið hefur verið að senda þátttökusveif er ísland. Cleveland Williams, þvj Clay virð ist í góðri æfingu. Eins og kunn ugt er, hefur hann varið heims- meistaratitilinn fjórum sinnum á þessu ári, og ávallt farið auð- veldlega með sigur af hólmi. Fyrst mætti hann George Chuvalo frá Kanada, þá Henry Cooper og Brian London, báðir brezkir, og loks Þjóðverjanum Karl Mildenberger. Handbolti um helgina Reykjavíkurmótinu í hand knattleik verður haldið á- fram um helgina. Á laugar- dagskvöld, þ. e. i kvöld, fara nokkrir leikir í yngri flokk unum og 1. flokki __ karla fram að Hálogalandi. f 2. fl. kvenna leika Fram og Valur og síðan Víkingiu- og Ár- mann. f 3- fl. karla leika KR •Valur og Fram-Vfldngur. f 1. flokki Ieika Valur-KR, Vík ingur-Fram og loks ÍR-Þrótt ur. Fyrsti leikur hefst kl. 20.15. Á sunuudag fara þrír leik ir í mfl. karla fram í Laug ardalshöllinni og hefst fyrsti leikur kl. 15. Fyrst leika Þróttur-KR, þá Vfldngur-Val ur og loks Ármann-Fram. Sennilega verða allir þessir mfl.leikir skemmtilegir. KR fær að glíma við ítalska og bandaríska risa Leikur KR og Simmenthal n. k. föstudag. komandi föstudag leika Evrópu- meistararnir Simmenthal frá Míl anó við íslandsmeistara KR í Laugardalshöllinni. Munu ítalarn ir koma með sitt sterkasta lið, en í þvj eru meðal annars tveir Bandaríkjamenn, sem báðir hafa unnið sér frægðarheitið „All star“, sem merkir, að þeir hafa leikið með úrvalsliðum fylkja sinna t Bandaríkjunum. Komast aðeins úr valsleikmenn í þessi lið þvi eins og allir vita, stendur körfuknatt leikur á langhæstu stigi í Banda ríkjunum og háskólalið þar úti Ieika sér oft og tíðum að þvj að vinna sterk evrópsk landslið. Ann ars er þetta ítalska Iið skipað 12 leikmönnum, og er meðalhæð leik manna 193 cm., en meðalalduj 24 ár. Meðalhæð KR liðsins, er 188 cm. og meðalaldur 20.5 ár. KR-liðið hefur sýnt afbragðs góða leiki það sem af er keppnis tímabilinu og er ekki að efa að þeir með hraða sínum geti ógnað hiurjl miklu hæð ítalanna. Til Þá líður senn að stærsta körfu knattleik ársins á íslandi. Næst- Körfubolti á sunnudag Reykjavíkurmótinu í körfu knattleik verður haldið á- fram á sunnudaginn, og að þessu sinni verður Ieikið i Laugardalshöllinni. Fara tveir leikir frani í nieistara flokki. Fyrst leika KFR og KR og síðan ÍR og itúuent ar. Hefst fyrri leikur kl. 8. Fróðlegt verður að sjá, hvern ig aðsókn verður. Leik- menn liðanna borga aðgangs Loyri að leikjum sínum. i TOiimiiMiouuraiLgni. ’um.uaw.! Evrópubikarmeistararnir Simmenthal frá Mílanó, i i l»ilý II ' iÍjLgJk} fLL 1 1 I' (fM\ ■ v & ,|9 j \Æ W : 'tiMfPriP gamans má geta þess að þrír leik manna ítalska liðsins eru tveir metrar eða hærri, eða 206, 2,04 og 2.00. KR-ingar hafa að undan förnu æft undir handleiðslu mjög góðs bandarísks þjálfara, Thoman Curren, og er ekki vafi á því, að þeir muni koma til með að sýna það bezta sem íslenzkur körfu- knattleikur býður upp á i dag. Hér fer á eftir Iisti yfir leik- menn ítalska liðsinr ásamt ýmsum öðnuw. upplýsinguríi; No. 5. G. Jellini. 19 ára. Bakvörð ur. Hefur 15 unglingalandsleiki að baki. Hæð: 188 cm og þyngd: 78 kg. No. 6- G. Vianello. 28 ára gamall. Framherji. 192 cm á hæð og 85 kg. Hefur 95 sinnum leikið með landsliði ítala . No. 7. G- Pieri. Fyrirliði Simm enthal á leikvelli. Bakvörður. 29 ara, 192 sm. á hæð og er 87 kg. Hefur 70 lan ds'ieiki að baki. No. IJ. JVj. Jlaúni. 22 ára gamall. 2 metrar og 6 sm. á hæð og 102 kg á þyngd. Hann leikur miðherja og hefur 58 landsleiki að baki. No. 9. Austin „Red“ Robbins. Bandaríkjamaður. Hann lék síð asta ár með Tenesseeháskóla og var valinn í „AH-star“-lið Tenn essee. Hann er 22 ára, 204 cm á hæð og leikur miðherja- No. 10. A. Riminucci. Aldursfor seti liðsins, 31 árs. Hann leikur bakvörð. Hann er 186 cm á hæð FramhsM á bls. VI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.