Tíminn - 12.11.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. nóvember 1966 TÍMINN á Akranesi í fjóra vetur, yfir skólamánuðina. En nú er kom inn heimavistarskóli hér í sveit inni og ég sendi drengina mína þangað í vetur. — Er fjölskylda þín sú eina sem búið hefur hér að stað- aldri þennan tíma? — Já, aðrar fjölskyldur hafa ekki búið hér svo lengi. En nú búa 'hér fjölskyldur, sem eru hér árið um kring, bæði starfs fólk okkar, og svo aðrar fjöl- skyldur, sem eru á ýmsan hátt viðkomandi staðnum. Svo er til dæmis um lögregluþjóninn, sem býr á Miðsandi og er hér allt árið. Hann er búinn að vera hér í nokkur ár. — Er ekíki alltaf töluverð hreyfing á íbúatölunni? — Margt af fólki er her yf- ir sumarið á vegum hvalstöðv- arinnar. Eg gæti trúað, að þsð væri á annað hundrað manns. — Og nú er verið að byggja nýja olíustöð? — Já, það er oliustöð fyrir Nató. Síðast þegar ég frétti unnu þar um hundrað og þrjá tíu manns. Það voru reislir sér stakir vinnuskálar fyrir það fólk, og starfsfólkið þar hefur sérstakt mötuneyti, alveg eins og starfsfólk hvalveiðistöðvar- innar. — En hvað hefur þú mikið af fólki á þínum snærum? — tÞað er mjög breytdegt. Frekar fátt fólk er hér j’fir vetrarmánuðina, vegna þess að þá er ekki um neina viðhalds- vinmi að ræða, eða að minnsta kosti eins litla og hægt er að komast af með. f sumar vor- um við að byggja nýja geyma og þá var margt fólk hér í kringum það, og svo köma hingað sérstakir vinnuflokkar. Hér er þessum stanfshópum ætlað 'húsnæði og við getum fætt fimmtíu með góðu móti í sérstöku mötuneyti, sem við höfum. — En svo annast þú rekst- ur á Esso-skálanum? — Jú, og hann hefur verið starfræktur hér síðan árið 3957. Þá var hann smiðaður í sinni fyrstu gerð, en hann hefu>- ver ið stækkaður síðan. — Og í honum hefur verið veitingastofa frá upphafi? — Hann var byggður sem veitinga- og afgreiðsluhús. En hann hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á undanförnum árum, vegna þess að umsetn- ingin og gestafjöldinn eykst alltaf stöðugt og við höfum orð ið að stækka hann nokkrum sinnum. — Það er þá vaxandi þörf fyrir veitingahús á bessum stað? — Já, ört vaxandi þörf. Fólk stanzar hér eftir akstur úr Reykjavík og einnig þegar það er á leið til Reykjavífcur, bæði til þess að fá benzín og veit- ingar. — Og var ekkert hægt að fá hér fyrr en 1957. — Það var hérna smabraggi áður, þar sem selt var öl og sælgæti, en það var lítið og af vanefnum gert. Sá rekstur byggðist á sölu olíu og benzíns En það reyndist brátt alltof lítið. — Þurfið þið að annast nokk urn almennan rekstur hér? — Nei. Þetta hér á ekkert sameiginlegt með einskonar bæjarfélagi. Allt sem gert er hér verðum við að gera fyrn okkar eigin reikning. Við verð um að sjá okkur fyrir vatm, og áður fyrr fyrir rafmagni en nú höfum við rafmagn frá Rafveitum ríkisins. Samt verð um við að hafa varavélar. Afgreiðslustúlkurnar fjórar í olíustöðvarskálanUm. Þær eru t. v. Hanna Benediktsdóttir. Erla Björnsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir, Halldóra Böðvarsdóttir og (Tímamynd Kári) — Svo þetta er ekki bær? — Nei, þetta er ekki bæj=r- félag og ekki þorp. Þessi stað- ur snýst allur utan um einn kjarna. — Sem þú villt meina að sért ekki þú? — Nei, nei. Ég hef ekken með þetta að gera. Hér er hreppsnefnd og hreppsfélag, sem við tilheymm. Við erum í Strandahreppi, eða ég held hann heiti það en ekki Hval fjarðarstrand arhreppu r. — Þið eruð náttúrlega hæstu gjaldendur í hreppnum? — Ja, þú átt við Olíustöð- ina. Jú, hún er það nú oft. eða með þeim hæstu. Hvalur h. f. hefur stundum verið hæst- ur. — Hefur ekki komið til tals að byggja hér varanleg hús? — Það hefur oft bori'ð á góma. En það er ekki gott að ráðast í það nema að undan- genginni einhverri skipulagn- ingu. Það hefur t.d. ekki verið ákveðið endanlega hvar vegur inn á að liggja hér í gegn. Og ég held að beðið verði með varanlegar byggingar hér, þangað til einhver fastur grunnur er fenginn. Náttúr lega hefur stöðin sína lóð leigða, en svo rennur þessi leigutími út og þá gætu orðið einhverjar breytingar. — Hvernig er að búa í þess- um bröggum hérna? — Það er ekkert slæmt. Þessu er haldið vel við. Húsin eru varin ryði og þau eru mál- uð og lagt er kapp á að hafa skálana sem vistlegasta og snyrtilegasta. — Þetta eru gömul hús? — Þau eru tuttugu og fimm ára gömul, flest af þeim. Þau voru reist hér 1941 og þau hafa staðið sig merkilega vel. En það byggist náttúrlega á góðu viðhaldi. Við höfum orðið að endurnýja í þeim timbur- verk og ýmislegt annað . . . — Nú er þetta alveg i þjóð- braut. Er nokkur næturfriður hér? — Maður verður alltaf fyrir dálitlu ónæði. Vegfavendur þurfa ýmsa fyrirgreiðsiu. Menn eru að fara út af vegin um, þeir eru með bilaða bíla og ýmislegt annað bjátar á. og þá er guðað á gluggann. — Þurfið þið stund'im að leita til lögreglumannsins? — Lögreglumaðurinn kom hér upphaflega vegna ákvæða um það, að íslenzk lögregla — Jú, sjálfsagt er það. Nú það gekk líka á ýmsu íyrstu árin, sem ég var hérna. Það var eins og þú veizt að íylgir verbúðalífi. Þá þurfti stundum að ráða hóp af mönnum í hvelli, og svo varð reynslan að skera úr um það, hvermg menn þetta voru. Sumir voru afbragð, aðrir ómögulegir, eins og gengur. — En þú hefur staðið þær sviftingar af þér? — Já, það má segja það. Hér var fjöldi íslendinga þegar stöðin var starfrækt á .vegum Bandamanna. Nú err í’ðeins einn maður eftir af þeim bóp hér, fyrir utan mig. Það er Guðmundur Ólafsson, sem er fæddur og uppalinn hér á Mið- sandi. Hann byrjaði að vinna hér árið 1941, þegar farið var að byggja geymana. Nú vinn- ur hann ýmisleg störf fyrir Olíufélagið. — Hafið þið nokkun sam- komustað hérna? — Nei. Við höfðum hérna Jít inn samkomusal fyrir nokkuð mörgum árum, en það var hætt að nota hann, eftir að félags heimili var byggt hér skammt frá. Stundum var dansað þarna og spilað og sýndar kvikmvnd- ir. — G-etið þið lofað fólki að gista? — Við getum gefið húsaskjól en við höfum ekfci rúmfatn- að handa því, vegna þess að starfsfólkið sjálft leggur sér til rúmfatnað. Það hefur fengið hér herbergin og rúmin, en það verður sjálft að leggja sér til rúmfatnaðinn. — Er dálítið^ um að hér sé leitað gistingar? — Það kemur fyrir. Eir.kum er það þó á veturna, ef vegur- inn teppist vegna snjóa. eða þá ef bílar bila. — Hvað heldurðu að íbúarn ir séu margir í þessari huldu- borg okkar að jafnaði ,Magn- ús? — Ég gæti ímyndað mér að íbúatalan sé ekki undir hundr að manns að jafnaði yfir árið Og þessi tala fer hækkandi. Hér em alltaf hús.iæðis- vandræði. Mikil viðbót hefur orðið vegna byggingai nýju oliustöðvarinnar. Svo eykst allt af starfsemin hjá hvalveiðistöð inni Okkar starfsemi eyks‘ einnig, bara í kringum veltinga skálann, og þannig hefur alltaf verið um stöðuga aukningu að ræða. — Hverju spáir þú um þenn an stað, Magnús? — Ég reikna með því að héi rísi upp bær í náinni framtíð. Og það er þegar farið að kalla staðinn ákveðnu nafni, enda getur verðandi þorp exki kall- azt Esso-skálinn. Eg held að það sé Vegagerðin sem farin er að kalla staðinn Sandaþorp. Héma voru tveir bæir, sem hétu Litlisandur og Miðsandur. Áður fyrr sögðu menn að „fara inn á Sand“ eða ,út á Sanda,“ eftir þvi hvar þeir voru stadd ir. — Þú neitar því að verða sveitarstjóri hér. Sam’ eru, menn alltaf að koma tfl þín og leita ráða og úriausnar? — Ég neita því alveg að ég stjórni hér. Og það að menn snúa sér til mín stafar af því að ég er búinn að vera hér svo lengi, að menn reikna með þvf að ég hafi eitthvert ákverð- unarvald. — Eru synir þínir ekki fyrstu borgaramir, sem fæðast hér? — Tveir þeirra em fæddir hér, en þeir eru eklci hinir fyrstu. Fyrsti borgarinn sem hér fæddist kom í heiminn ár- ið 1946 í bragga héma upp frá. Faðir hans var starfsmað- ur hér við olíustöðina. Þetta atvikaðist þannig, vegna pess að þá var hér nóg húsrými, að hann fékk að búa hér á- samt konu sinni, en konan eignaðist þennan s on meðan þau dvöldu hér. Drengurinn mun nú vera í menntaskóla. — Hvað koma margir gestir til þín á ári? — Það er nú nokkuð erfitt að henda reiður á því. En suma daga mun óhætt að segja að hér sé eitt umsvifamesta veit- ingahús landsins. Hér stanza oft stórir hópar og ég hugsa að suma daga mætti telja þús- undir gesta hér, eins og um helgar yfir sumarið. — Og giftast ekki stúlkum- ar þínar ört, þegar þæ> eru svona alveg í þjóðbraut? — Ja, jú, þær ganga vel út. Það era margir búnir a3 gift- ast hér frá því fyrsta að ég var hérna. Hér hafa verið marg ar stúlkur. bæði í skálanum og ! mötuneytinu. Og þetta giftist skuli vera þar sem varnariið hefur aðsetur. Hann er að sjálf sögðu ríkislögreglumaður o.g gegnir almennri Iöggæzlu um leið. Og við höfum stundum þurft að leita til hans. Það er ágætt að hann skuli vera hérna. — Og era þá fylliraftar á sveimi? — Það getur iðulega átt sér stað. Alls konar fólfc fer um veginn. Stundum kemur íyrir að bílstjórar langferðabíla þurfa að láta fólk út vegna ölæðjs. — iívað er. gert við þannig fólk hér? — Já, þá er leitað tii Jög regluþjónsins, og hann flytur viðkomandi aðila ýmist tiJ Akraness eða Reykjavíkur. Sem betur fer er þetta ekki oft, en það kemur fyrir. — En fylgir þetta elcki ein mitt umsvifastöðum? SigurSur Júlíusson benzin og oliu- afgreiðslumaður afgreiðir elnn vöruflutningabílinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.